Ríkið vill byggja nýja flugstöð í Reykjavík Kristján Már Unnarsson skrifar 12. júní 2020 23:02 Ný flugstöð Reykjavíkurflugvallar, samkvæmt teikningu sem Air Iceland Connect lét gera og áformað er að Isavia taki yfir. Mynd/Kurtogpí. Samgönguráðherra vonast til að hægt verði að bjóða út smíði nýrrar flugstöðvar á Reykjavíkurflugvelli fyrir áramót. Tillaga um að Isavia semji við Air Iceland Connect um að taka yfir verkefnið var kynnt í ríkisstjórn í morgun. Frá þessu var greint í fréttum Stöðvar 2. Það hafa einkum þrjár staðsetningar verið ræddar fyrir nýja flugstöð; austan við afgreiðslu Flugfélagsins, við Loftleiðahótelið og við Umferðamiðstöðina. Núna stefnir í þá niðurstöðu hún verði reist á sama stað og gamla Flugfélagsbyggingin, sem verði rifin. Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. „Þessi kostur, að endurbyggja á sama stað, er að okkar mati bestur og áhugavert tækifæri til að koma framkvæmdinni bara strax af stað og að ganga um leið frá öllu umhverfinu, bílastæðum og slíku í leiðinni,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra. Air Iceland Connect hafði látið teikna flugstöð en samgönguráðherra og fjármálaráðherra kynntu ríkisstjórn þá hugmynd að Isavia tæki yfir verkefnið. Gert er ráð fyrir að flugstöðin verði um 1.600 fermetrar að stærð, nokkru stærri en Flugfélagsafgreiðslan. Þar yrðu sæti fyrir 150-200 manns. Einnig yrði aðstaða til að framkvæma öryggisleit, vegabréfaskoðun og tollafgreiðslu fyrir millilandaflug.Mynd/Kurtogpí. „Flugfélagið var komið með framkvæmdaleyfi í raun frá Reykjavíkurborg og við vonumst til að geta yfirtekið það framkvæmdaleyfi. Þá gæti, þegar samningar liggja fyrir - væri hægt að bjóða þetta út - og vonandi bara helst á þessu ári - og spíta þannig inn í meiri atvinnusköpun og meiri tækifæri. Og auðvitað þessa nauðsynlegu uppbyggingu þarna á staðnum,“ segir ráðherrann. Flugstöðin myndi þjóna bæði Air Iceland Connect og Flugfélaginu Erni, sem og öðrum flugfélögum sem þess óska.Mynd/Kurtogpí. Flugstöðin yrði byggð í áföngum, og flugafgreiðslu haldið gangandi á meðan. Gert er ráð fyrir að allt innanlandsflug verði í húsinu sem og takmarkað millilandaflug og að leigutekjur og bílastæðagjöld standi undir kostnaði. „Og verði svona sjálfbær fjárfesting. Og með því að taka bílastæðin með og undir þá sjáum við fyrir okkur að það gæti vel orðið þannig. Heildarkostnaður er kannski ekki nákvæmur en ég myndi trúa að þetta yrði í kringum milljarður,“ segir Sigurður Ingi. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Reykjavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Samgöngur Borgarstjórn Reykjavík Tengdar fréttir Borgin tilkynnir Flugfélaginu Erni að rífa eigi viðhaldsstöð félagsins Reykjavíkurborg hefur tilkynnt Flugfélaginu Erni að rífa eigi viðhaldsstöð félagsins á Reykjavíkurflugvelli bótalaust vegna nýs skipulags. Forstjórinn Hörður Guðmundsson kallar þetta árás á innanlandsflugið enda geti þetta leitt til þess að starfsemi félagsins leggist af. 4. júní 2020 20:20 Flugvöllurinn hörfar fyrir nýju hverfi með gangandi og hjólandi í forgangi Bílnum verður ýtt til hliðar og gangandi og hjólandi vegfarendur settir forgang í nýju hverfi Reykjavíkur í Skerjafirði. Talsmaður borgarstjórnarmeirihlutans hafnar því að verið sé að brjóta samninga við ríkið í flugvallarmálinu með uppbyggingu svæðisins. 3. júní 2020 23:00 Segir nýja byggð í Skerjafirði atlögu gagnvart flugvellinum Áform borgarstjórnarmeirihlutans um nýja byggð í Skerjafirði, sem kynnt verða á morgun, eru atlaga að Reykjavíkurflugvelli og skemmdarverk af stærstu gráðu, að mati Vigdísar Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins. 2. júní 2020 21:45 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Samgönguráðherra vonast til að hægt verði að bjóða út smíði nýrrar flugstöðvar á Reykjavíkurflugvelli fyrir áramót. Tillaga um að Isavia semji við Air Iceland Connect um að taka yfir verkefnið var kynnt í ríkisstjórn í morgun. Frá þessu var greint í fréttum Stöðvar 2. Það hafa einkum þrjár staðsetningar verið ræddar fyrir nýja flugstöð; austan við afgreiðslu Flugfélagsins, við Loftleiðahótelið og við Umferðamiðstöðina. Núna stefnir í þá niðurstöðu hún verði reist á sama stað og gamla Flugfélagsbyggingin, sem verði rifin. Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. „Þessi kostur, að endurbyggja á sama stað, er að okkar mati bestur og áhugavert tækifæri til að koma framkvæmdinni bara strax af stað og að ganga um leið frá öllu umhverfinu, bílastæðum og slíku í leiðinni,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra. Air Iceland Connect hafði látið teikna flugstöð en samgönguráðherra og fjármálaráðherra kynntu ríkisstjórn þá hugmynd að Isavia tæki yfir verkefnið. Gert er ráð fyrir að flugstöðin verði um 1.600 fermetrar að stærð, nokkru stærri en Flugfélagsafgreiðslan. Þar yrðu sæti fyrir 150-200 manns. Einnig yrði aðstaða til að framkvæma öryggisleit, vegabréfaskoðun og tollafgreiðslu fyrir millilandaflug.Mynd/Kurtogpí. „Flugfélagið var komið með framkvæmdaleyfi í raun frá Reykjavíkurborg og við vonumst til að geta yfirtekið það framkvæmdaleyfi. Þá gæti, þegar samningar liggja fyrir - væri hægt að bjóða þetta út - og vonandi bara helst á þessu ári - og spíta þannig inn í meiri atvinnusköpun og meiri tækifæri. Og auðvitað þessa nauðsynlegu uppbyggingu þarna á staðnum,“ segir ráðherrann. Flugstöðin myndi þjóna bæði Air Iceland Connect og Flugfélaginu Erni, sem og öðrum flugfélögum sem þess óska.Mynd/Kurtogpí. Flugstöðin yrði byggð í áföngum, og flugafgreiðslu haldið gangandi á meðan. Gert er ráð fyrir að allt innanlandsflug verði í húsinu sem og takmarkað millilandaflug og að leigutekjur og bílastæðagjöld standi undir kostnaði. „Og verði svona sjálfbær fjárfesting. Og með því að taka bílastæðin með og undir þá sjáum við fyrir okkur að það gæti vel orðið þannig. Heildarkostnaður er kannski ekki nákvæmur en ég myndi trúa að þetta yrði í kringum milljarður,“ segir Sigurður Ingi. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Reykjavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Samgöngur Borgarstjórn Reykjavík Tengdar fréttir Borgin tilkynnir Flugfélaginu Erni að rífa eigi viðhaldsstöð félagsins Reykjavíkurborg hefur tilkynnt Flugfélaginu Erni að rífa eigi viðhaldsstöð félagsins á Reykjavíkurflugvelli bótalaust vegna nýs skipulags. Forstjórinn Hörður Guðmundsson kallar þetta árás á innanlandsflugið enda geti þetta leitt til þess að starfsemi félagsins leggist af. 4. júní 2020 20:20 Flugvöllurinn hörfar fyrir nýju hverfi með gangandi og hjólandi í forgangi Bílnum verður ýtt til hliðar og gangandi og hjólandi vegfarendur settir forgang í nýju hverfi Reykjavíkur í Skerjafirði. Talsmaður borgarstjórnarmeirihlutans hafnar því að verið sé að brjóta samninga við ríkið í flugvallarmálinu með uppbyggingu svæðisins. 3. júní 2020 23:00 Segir nýja byggð í Skerjafirði atlögu gagnvart flugvellinum Áform borgarstjórnarmeirihlutans um nýja byggð í Skerjafirði, sem kynnt verða á morgun, eru atlaga að Reykjavíkurflugvelli og skemmdarverk af stærstu gráðu, að mati Vigdísar Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins. 2. júní 2020 21:45 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Borgin tilkynnir Flugfélaginu Erni að rífa eigi viðhaldsstöð félagsins Reykjavíkurborg hefur tilkynnt Flugfélaginu Erni að rífa eigi viðhaldsstöð félagsins á Reykjavíkurflugvelli bótalaust vegna nýs skipulags. Forstjórinn Hörður Guðmundsson kallar þetta árás á innanlandsflugið enda geti þetta leitt til þess að starfsemi félagsins leggist af. 4. júní 2020 20:20
Flugvöllurinn hörfar fyrir nýju hverfi með gangandi og hjólandi í forgangi Bílnum verður ýtt til hliðar og gangandi og hjólandi vegfarendur settir forgang í nýju hverfi Reykjavíkur í Skerjafirði. Talsmaður borgarstjórnarmeirihlutans hafnar því að verið sé að brjóta samninga við ríkið í flugvallarmálinu með uppbyggingu svæðisins. 3. júní 2020 23:00
Segir nýja byggð í Skerjafirði atlögu gagnvart flugvellinum Áform borgarstjórnarmeirihlutans um nýja byggð í Skerjafirði, sem kynnt verða á morgun, eru atlaga að Reykjavíkurflugvelli og skemmdarverk af stærstu gráðu, að mati Vigdísar Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins. 2. júní 2020 21:45