Mikið magn nytjamuna fellur til á hverjum degi Heimir Már Pétursson skrifar 14. júní 2020 20:13 Fækkun AirBnB-íbúða á höfuðborgarsvæðinu hefur meðal annars komið fram í auknu framboði á nýlegum notuðum húsgögnum. Þá er greinilegt að landsmenn hafa notað kórónuveirufaraldurinn til að taka til heima hjá sér. Hjá Góða hirðinum er mikið úrval húsgagna og segir Ruth að greina megi nýrri húsgögn undanfarnar vikur sem komi frá AirBnB íbúðum sem eru hættar í skammtímaleigu.Stöð 2 Mikið magn húsgagna og annarra heimilismuna fellur til á degi hverjum á Íslandi. Þegar sest er niður með Ruth Einarsdóttur, rekstrarstjóra Góða hirðisins, í einu sófasettanna þar er eins og maður sé kominn í heimsókn til frænku sinnar. En hún segir breytingu hafa orðið á í kórónuveirufaraldrinum. „Já, við höfum fundið mikinn mun. Þegar samkomubannið skall á sem harðast var fólk mikið heima við. Fólk í hlutastarfi og slíkt og hafði því mikinn tíma aflögu,“ segir Ruth. Sá tími hafi greinilega verið notaður af mörgum til að taka til í geymslum og bílskúrum því mikið magn hafi borist til Góða hirðisins.“ Þá mikið af húsgögnum? „Mikið af húsgögnum. Smávaran er alltaf stærst hjá okkur en það hefur klárlega orðið auking í húsgögnunum,“ segir Ruth. Fækkun AirBnB íbúða vegna minni eftirspurnar ferðamanna undanfarna mánuði komi fram á sinn hátt hjá Góða hirðinum. Ruth Einarsdóttir rekstrarstjóri Góða hirðirsins segir greinilegt að fólk hafi notað tímann í kórónuveirufaraldrinum til að taka til í geymslum og bílskúrum.Stöð 2 „Það hefur orðið aukning eins og í rúmum og við erum að sjá nýrri húsgögn koma inn. Þá er ég ekki að tala um gamla muni sem hafa verið að dúkka upp í bílskúrum og geymslum hjá fólki heldur alveg klárlega hluti sem við köllum IKEA-hluti,“ segir Ruth. Og Íslendingar eru sannarlega mikil neysluþjóð því það er ekkert smáræði sem fellur til af notuðum hlutum frá heimilum landsmanna. „Að jafnaði er þetta myndi ég segja átta til níu tonn á dag.“ Það er ansi mikið og er þetta fljótt að fara líka? „Þetta er mjög fljótt að fara. Velta fyrirtækisins í fyrra var um 324 milljónir en meðalverð er 271 króna. Þannig að það er fjör hérna,“ segir Ruth Einarsdóttir. Sorpa Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Airbnb Umhverfismál Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Fækkun AirBnB-íbúða á höfuðborgarsvæðinu hefur meðal annars komið fram í auknu framboði á nýlegum notuðum húsgögnum. Þá er greinilegt að landsmenn hafa notað kórónuveirufaraldurinn til að taka til heima hjá sér. Hjá Góða hirðinum er mikið úrval húsgagna og segir Ruth að greina megi nýrri húsgögn undanfarnar vikur sem komi frá AirBnB íbúðum sem eru hættar í skammtímaleigu.Stöð 2 Mikið magn húsgagna og annarra heimilismuna fellur til á degi hverjum á Íslandi. Þegar sest er niður með Ruth Einarsdóttur, rekstrarstjóra Góða hirðisins, í einu sófasettanna þar er eins og maður sé kominn í heimsókn til frænku sinnar. En hún segir breytingu hafa orðið á í kórónuveirufaraldrinum. „Já, við höfum fundið mikinn mun. Þegar samkomubannið skall á sem harðast var fólk mikið heima við. Fólk í hlutastarfi og slíkt og hafði því mikinn tíma aflögu,“ segir Ruth. Sá tími hafi greinilega verið notaður af mörgum til að taka til í geymslum og bílskúrum því mikið magn hafi borist til Góða hirðisins.“ Þá mikið af húsgögnum? „Mikið af húsgögnum. Smávaran er alltaf stærst hjá okkur en það hefur klárlega orðið auking í húsgögnunum,“ segir Ruth. Fækkun AirBnB íbúða vegna minni eftirspurnar ferðamanna undanfarna mánuði komi fram á sinn hátt hjá Góða hirðinum. Ruth Einarsdóttir rekstrarstjóri Góða hirðirsins segir greinilegt að fólk hafi notað tímann í kórónuveirufaraldrinum til að taka til í geymslum og bílskúrum.Stöð 2 „Það hefur orðið aukning eins og í rúmum og við erum að sjá nýrri húsgögn koma inn. Þá er ég ekki að tala um gamla muni sem hafa verið að dúkka upp í bílskúrum og geymslum hjá fólki heldur alveg klárlega hluti sem við köllum IKEA-hluti,“ segir Ruth. Og Íslendingar eru sannarlega mikil neysluþjóð því það er ekkert smáræði sem fellur til af notuðum hlutum frá heimilum landsmanna. „Að jafnaði er þetta myndi ég segja átta til níu tonn á dag.“ Það er ansi mikið og er þetta fljótt að fara líka? „Þetta er mjög fljótt að fara. Velta fyrirtækisins í fyrra var um 324 milljónir en meðalverð er 271 króna. Þannig að það er fjör hérna,“ segir Ruth Einarsdóttir.
Sorpa Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Airbnb Umhverfismál Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira