Þakkar Íslendingum fyrir að kaupa svona mikið af blómum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 14. júní 2020 13:03 Feðgarnir Sveinn Sæland og Axel Sæland sem reka garðyrkjustöðina Espiflöt í Reykholti í Biskupstungum í Bláskógabyggð. Magnús Hlynur Sala á afskornum íslenskum blómum hefur sjaldan eða aldrei verið eins mikil eftir að kórónuveiran kom upp og kom blómabændum skemmtilega á óvart. Rauðar rósir eru alltaf vinsælastar. Þó að kórónuveiran hafi gert mörgum erfitt fyrir og orðið til þess að fyrirtæki hafi farið í þrot og margir misst vinnuna þá eru líka til jákvæðir hlutir, sem rekja má til veirunnar. Gott dæmi um það er sala á blómum frá íslenskum blómabændum, sem hefur rokið upp eftir að veikin kom fram. Espiflöt í Reykholti í Biskupstungum í Bláskógabyggð er með stærri blómagarðyrkjustöðum landsins þar sem Axel Sæland er einn eigandi stöðvarinnar. Hann er hæstánægður með það hvað Íslendingar eru duglegir að kaupa afskorin blóm. „Það er bara mikil sala og mikil neysla. Útskriftir urðu úr skólum, það hélt sér en við stílum mikið inn á útskriftir á hverju ári, fermingar og útskriftir. Fermingarnar duttu reyndar út. Allir Íslendingarnir sem voru erlendis komu heim, þeir voru greinilega duglegir að kaupa blóm, ásamt þeim sem voru hér fyrir. Covid-19 hefur komið vel fyrir okkur, þetta hefur verið mjög skemmtilegur vinkill á þetta ástand. Við urðum náttúrlega mjög smeyk eins og allir aðrir í byrjun og gerðum ýmsar ráðstafanir til að minnka samdráttinn sem við bjuggumst við en svo varð svo sannlega engin samdráttur og mikið meiri sala en við áttum von á,“ segir Axel. Rauðar rósir eru lang vinsælustu afkornu blómin á Íslandi en það er mikið ræktað af þeim á Espiflöt.Magnús Hlynur En hverju þakkar Axel þessari miklu sölu á blómum? „Íbúum landsins, þeir nota blóm, bæði til að gleðja sjálfan sig og aðra í þessu ástandi og það er í rauninni bara íbúunum að þakka.“ Á Espiflöt eru eingöngu ræktuð afskorin blóm í blandaðri ræktun og sérhæfir fyrirtækið sig í tilbúnum blómvöndum sem er hægt að grípa með sér í blómabúðum eða stórverslunum. En af hverju ættum við að gefa hvort öðru blóm? „Það er bara gott tilefni, þau gleðja og þau lífga upp á litabrigði á heimilinu og yfirleitt er góður hugur á bakvið blómin þegar þau eru gefin,“ segir Axel og bætir við að rósir, ekki síst rauðar rósir, séu alltaf lang vinsælustu blómin, sem fólk kaupir. Garðyrkja Bláskógabyggð Neytendur Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Sjá meira
Sala á afskornum íslenskum blómum hefur sjaldan eða aldrei verið eins mikil eftir að kórónuveiran kom upp og kom blómabændum skemmtilega á óvart. Rauðar rósir eru alltaf vinsælastar. Þó að kórónuveiran hafi gert mörgum erfitt fyrir og orðið til þess að fyrirtæki hafi farið í þrot og margir misst vinnuna þá eru líka til jákvæðir hlutir, sem rekja má til veirunnar. Gott dæmi um það er sala á blómum frá íslenskum blómabændum, sem hefur rokið upp eftir að veikin kom fram. Espiflöt í Reykholti í Biskupstungum í Bláskógabyggð er með stærri blómagarðyrkjustöðum landsins þar sem Axel Sæland er einn eigandi stöðvarinnar. Hann er hæstánægður með það hvað Íslendingar eru duglegir að kaupa afskorin blóm. „Það er bara mikil sala og mikil neysla. Útskriftir urðu úr skólum, það hélt sér en við stílum mikið inn á útskriftir á hverju ári, fermingar og útskriftir. Fermingarnar duttu reyndar út. Allir Íslendingarnir sem voru erlendis komu heim, þeir voru greinilega duglegir að kaupa blóm, ásamt þeim sem voru hér fyrir. Covid-19 hefur komið vel fyrir okkur, þetta hefur verið mjög skemmtilegur vinkill á þetta ástand. Við urðum náttúrlega mjög smeyk eins og allir aðrir í byrjun og gerðum ýmsar ráðstafanir til að minnka samdráttinn sem við bjuggumst við en svo varð svo sannlega engin samdráttur og mikið meiri sala en við áttum von á,“ segir Axel. Rauðar rósir eru lang vinsælustu afkornu blómin á Íslandi en það er mikið ræktað af þeim á Espiflöt.Magnús Hlynur En hverju þakkar Axel þessari miklu sölu á blómum? „Íbúum landsins, þeir nota blóm, bæði til að gleðja sjálfan sig og aðra í þessu ástandi og það er í rauninni bara íbúunum að þakka.“ Á Espiflöt eru eingöngu ræktuð afskorin blóm í blandaðri ræktun og sérhæfir fyrirtækið sig í tilbúnum blómvöndum sem er hægt að grípa með sér í blómabúðum eða stórverslunum. En af hverju ættum við að gefa hvort öðru blóm? „Það er bara gott tilefni, þau gleðja og þau lífga upp á litabrigði á heimilinu og yfirleitt er góður hugur á bakvið blómin þegar þau eru gefin,“ segir Axel og bætir við að rósir, ekki síst rauðar rósir, séu alltaf lang vinsælustu blómin, sem fólk kaupir.
Garðyrkja Bláskógabyggð Neytendur Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Sjá meira