Danski Tobias á leiðinni til landsins: Bókaði um leið og Mette Frederiksen sagði „gó“ Atli Ísleifsson skrifar 14. júní 2020 14:16 Tobias Kabat kemur með síðdegisvél til Keflavíkurflugvallar á morgun. Vísir/Vilhelm/Aðsend Hinn danski Tobias Kabat er einn þeirra sem kemur til landsins í vél frá Kaupmannahöfn á morgun. „Þegar endanleg staðfesting kom loks frá Mette Frederiksen þá hringdi ég í vin minn og sagði að nú gætum við lagt af stað,“ segir Tobias í samtali við DR. Tobias og félagi hans ætluðu upphaflega í margra mánaða ferð til Ástralíu og Nýja-Sjálands en vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar urðu þeir að sitja eftir heima. „Við áttum að leggja af stað þarna á sunnudeginum þegar Mette Frederiksen [forsætisráðherra Danmerkur], lokaði landinu 11. mars og urðum við þá að aflýsa ferðinni á síðustu stundu.“ Grínuðust með að Ísland væri alltaf möguleiki Þeir félagar hafa verið í startholunum æ síðan, en fyrir skömmu opnuðu dönsk yfirvöld á ferðir Dana til Noregs, Íslands og Þýskalands frá og með morgundeginum. „Þegar endanleg staðfesting kom loks frá Mette Frederiksen þá hringdi ég í vin minn og sagði að nú gætum við lagt af stað. Við bókuðum fríið um leið og hún sagði „gó“ svo það eru ekki meira en tólf dagar síðan,“ segir Tobias. Tobias hefur mjög gaman af því að ferðast. Ísland svar Evrópu við Nýja-Sjáland Tobias segir í samtali við Vísi að þeir félagar hafi haft hugmyndir um að ferðast til Asíu, kannski Víetnam eða Kambódíu. „Og við höfum grínast með það allan tímann að Ísland gæti verið möguleiki.[…] Ísland er jú svar Evrópu við Nýja-Sjálandi með fjöllin sín og eldfjöll. Þetta hefur verið ofarlega á mínum „bucket-lista“.“ Tobias segir að þeir félagarnir komi síðdegis á morgun og verði fyrst í tvo daga í Reykjavík. „Við ætlum að skoða miðbæinn og fá okkur einn bjór eða jafnvel tvo. Eftir það ætlum við að taka fjórhjóladrifinn jeppa á leigu og keyra um Ísland næstu tvær vikurnar. Við verðum í tjaldi og gistum kannski einhverjar nætur í bílnum. Ef veðrið verður leiðinlegt þá gistum við kannski á hóteli. Við vonumst að minnsta kosti til að það verði hægt að lenda á spjalli við einhverja Íslendinga og eignast einhverja vini.“ Hefur ekki áhyggjur af skimuninni á Keflavíkurflugvelli Tobias segist hlakka mikið til að fá að upplifa íslenska náttúru. „Ein helsta ósk okkar er að sjá hvali og kannski fara að veiða fisk. Við viljum alla vega upplifa lífið og menninguna utan Reykjavíkur. Og kynnast matarmenningunni á Íslandi,“ segir Tobias. Hann segist ekkert kippa sig upp við skimunina sem bíður hans á Keflavíkurflugvelli. „Ég hef handspritt meðferðis, er búinn að kaupa andlítsgrímu og við verðum líka skimaðir í flugstöðinni í Kaupmannahöfn svo við erum sannfærðir um að við smitum engan. Þar að auki þá tryggjum við fjarlægð milli manna. Nú hlakka ég bara til að fara að ferðast á ný.“ Íslandsvinir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Danmörk Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Hinn danski Tobias Kabat er einn þeirra sem kemur til landsins í vél frá Kaupmannahöfn á morgun. „Þegar endanleg staðfesting kom loks frá Mette Frederiksen þá hringdi ég í vin minn og sagði að nú gætum við lagt af stað,“ segir Tobias í samtali við DR. Tobias og félagi hans ætluðu upphaflega í margra mánaða ferð til Ástralíu og Nýja-Sjálands en vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar urðu þeir að sitja eftir heima. „Við áttum að leggja af stað þarna á sunnudeginum þegar Mette Frederiksen [forsætisráðherra Danmerkur], lokaði landinu 11. mars og urðum við þá að aflýsa ferðinni á síðustu stundu.“ Grínuðust með að Ísland væri alltaf möguleiki Þeir félagar hafa verið í startholunum æ síðan, en fyrir skömmu opnuðu dönsk yfirvöld á ferðir Dana til Noregs, Íslands og Þýskalands frá og með morgundeginum. „Þegar endanleg staðfesting kom loks frá Mette Frederiksen þá hringdi ég í vin minn og sagði að nú gætum við lagt af stað. Við bókuðum fríið um leið og hún sagði „gó“ svo það eru ekki meira en tólf dagar síðan,“ segir Tobias. Tobias hefur mjög gaman af því að ferðast. Ísland svar Evrópu við Nýja-Sjáland Tobias segir í samtali við Vísi að þeir félagar hafi haft hugmyndir um að ferðast til Asíu, kannski Víetnam eða Kambódíu. „Og við höfum grínast með það allan tímann að Ísland gæti verið möguleiki.[…] Ísland er jú svar Evrópu við Nýja-Sjálandi með fjöllin sín og eldfjöll. Þetta hefur verið ofarlega á mínum „bucket-lista“.“ Tobias segir að þeir félagarnir komi síðdegis á morgun og verði fyrst í tvo daga í Reykjavík. „Við ætlum að skoða miðbæinn og fá okkur einn bjór eða jafnvel tvo. Eftir það ætlum við að taka fjórhjóladrifinn jeppa á leigu og keyra um Ísland næstu tvær vikurnar. Við verðum í tjaldi og gistum kannski einhverjar nætur í bílnum. Ef veðrið verður leiðinlegt þá gistum við kannski á hóteli. Við vonumst að minnsta kosti til að það verði hægt að lenda á spjalli við einhverja Íslendinga og eignast einhverja vini.“ Hefur ekki áhyggjur af skimuninni á Keflavíkurflugvelli Tobias segist hlakka mikið til að fá að upplifa íslenska náttúru. „Ein helsta ósk okkar er að sjá hvali og kannski fara að veiða fisk. Við viljum alla vega upplifa lífið og menninguna utan Reykjavíkur. Og kynnast matarmenningunni á Íslandi,“ segir Tobias. Hann segist ekkert kippa sig upp við skimunina sem bíður hans á Keflavíkurflugvelli. „Ég hef handspritt meðferðis, er búinn að kaupa andlítsgrímu og við verðum líka skimaðir í flugstöðinni í Kaupmannahöfn svo við erum sannfærðir um að við smitum engan. Þar að auki þá tryggjum við fjarlægð milli manna. Nú hlakka ég bara til að fara að ferðast á ný.“
Íslandsvinir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Danmörk Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira