Verð á ávöxtum og grænmeti hækkað um allt að tíu prósent í kórónuveirufaraldrinum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 14. júní 2020 20:00 Verð á ávöxtum og grænmeti hefur hækkað um allt að tíu prósent í kórónuveirufaraldrinum. Seðlabankinn hefur ítrekað gripið inn í gjaldeyrismarkaðinn á liðnum vikum. Samhliða auknum sveiflum á gjaldeyrismarkaði hefur tíðni inngripa Seðlabankans á markaði aukist verulega. Fyrsta inngrip bankans á þessu ári var 2. mars, fyrsta viðskiptadag eftir að smit greindist hér álandi. Bankinn keypti þá um 430 milljónir íslenskra króna fyrir erlendan gjaldeyri. „Það er bagalegt að það séu miklar sveiflur í gengi krónunnar og þá grípur seðlabankinn inn í til að draga úr þessum óþægilegu sveiflum,“ sagði Snorri Jakobsson, hagfræðingur hjá Jakobsson Capital. Í mars og apríl greip bankinn 10 sinnum inn í markaðinn og keypti ríflega 17 milljarða íslenskra króna fyrir erlendan gjaldeyri. „Þetta var alls ekki óeðlilega oft, sérstaklega ekki þegar markaðir eru svona grunnir eins og þeir eru núna. Það þarf að byggja upp dýpt markaða. Ef Seðlabankinn hefði ekki gripið inn í þá hefðu sveiflurnar orðið meiri. Gengið hefði veikst meira þegar kórónuveiran skall á og nú hefði hún líklega styrkst heldur meira,“ sagði Snorri. Snorri Jakobsson er hagfræðingur hjá Jakobssonn Capital.Vísir/Baldur Matvælaverð hefur hækkaðum 3,5 prósent eftir að kórónuveirufaraldurinn skall á. „Við erum að sjá töluverðar hækkanir í flestum vöruflokkum. Mestar á ávöxtum og grænmeti um átta til tíu present,“ sagði Auður Alfa Ólafsdóttir, verkefnastjóri Verðlagseftirlits ASÍ. Brauð og önnur kornvara hefur einnig hækkað töluvert. Mjólkurvörur hafa hækkað minnst eða undir einu prósenti. „Þróun á matvælaverði fer auðvitað eftir ýmsum þáttum. Gengi og hrávöruverð eru þættir sem hafa áhrif,“ sagði Auður Alfa. Innfluttar vörur haf almennt hækkaðmeira í verði en innlendar. „Viðbrögð íslenskra birgja og smásöluaðila skipta mjög miklu máli. Maður vonar að þau sýni samfélagslega ábyrgð og nýti það svigrúm sem er til staðar til að koma í veg fyrir verðhækkanir á mat,“ sagði Auður Alfa. Langmest var hækkunin á grænmeti og ávöxtum, þó að töluverðar hækkanir hafi verið að finna í öllum vöruflokkum.Getty Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslenska krónan Matvælaframleiðsla Verslun Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira
Verð á ávöxtum og grænmeti hefur hækkað um allt að tíu prósent í kórónuveirufaraldrinum. Seðlabankinn hefur ítrekað gripið inn í gjaldeyrismarkaðinn á liðnum vikum. Samhliða auknum sveiflum á gjaldeyrismarkaði hefur tíðni inngripa Seðlabankans á markaði aukist verulega. Fyrsta inngrip bankans á þessu ári var 2. mars, fyrsta viðskiptadag eftir að smit greindist hér álandi. Bankinn keypti þá um 430 milljónir íslenskra króna fyrir erlendan gjaldeyri. „Það er bagalegt að það séu miklar sveiflur í gengi krónunnar og þá grípur seðlabankinn inn í til að draga úr þessum óþægilegu sveiflum,“ sagði Snorri Jakobsson, hagfræðingur hjá Jakobsson Capital. Í mars og apríl greip bankinn 10 sinnum inn í markaðinn og keypti ríflega 17 milljarða íslenskra króna fyrir erlendan gjaldeyri. „Þetta var alls ekki óeðlilega oft, sérstaklega ekki þegar markaðir eru svona grunnir eins og þeir eru núna. Það þarf að byggja upp dýpt markaða. Ef Seðlabankinn hefði ekki gripið inn í þá hefðu sveiflurnar orðið meiri. Gengið hefði veikst meira þegar kórónuveiran skall á og nú hefði hún líklega styrkst heldur meira,“ sagði Snorri. Snorri Jakobsson er hagfræðingur hjá Jakobssonn Capital.Vísir/Baldur Matvælaverð hefur hækkaðum 3,5 prósent eftir að kórónuveirufaraldurinn skall á. „Við erum að sjá töluverðar hækkanir í flestum vöruflokkum. Mestar á ávöxtum og grænmeti um átta til tíu present,“ sagði Auður Alfa Ólafsdóttir, verkefnastjóri Verðlagseftirlits ASÍ. Brauð og önnur kornvara hefur einnig hækkað töluvert. Mjólkurvörur hafa hækkað minnst eða undir einu prósenti. „Þróun á matvælaverði fer auðvitað eftir ýmsum þáttum. Gengi og hrávöruverð eru þættir sem hafa áhrif,“ sagði Auður Alfa. Innfluttar vörur haf almennt hækkaðmeira í verði en innlendar. „Viðbrögð íslenskra birgja og smásöluaðila skipta mjög miklu máli. Maður vonar að þau sýni samfélagslega ábyrgð og nýti það svigrúm sem er til staðar til að koma í veg fyrir verðhækkanir á mat,“ sagði Auður Alfa. Langmest var hækkunin á grænmeti og ávöxtum, þó að töluverðar hækkanir hafi verið að finna í öllum vöruflokkum.Getty
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslenska krónan Matvælaframleiðsla Verslun Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira