Arnfríður hæfust í Landsrétt Sylvía Hall skrifar 16. júní 2020 11:37 Fimm sóttu um embætti dómara við Landsrétt. Vísir/Vilhelm Það er niðurstaða dómnefndar um hæfni umsækjenda um embætti dómara að Arnfríður Einarsdóttir sé hæfust umsækjenda til að gegna stöðu dómara við Landsrétt. Arnfríður og Ástráður Haraldsson þóttu standa fremst umsækjenda en Arnfríður hafi verið færust til þess að ráða ágreiningsmálum til lykta. Fimm sóttu um embættið, þau Arnfríður Einarsdóttir landsréttardómari, Ástráður Haraldsson héraðsdómari, Helgi Sigurðsson héraðsdómari, Ragnheiður Bragadóttir landsréttardómari og Ragnheiður Snorradóttir héraðsdómari. Embættið var auglýst laust til umsóknar þann 17. apríl. Í janúar á þessu ári ritaði Ástráður bréf til Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra þar sem hann vakti athygli á því að tveir umsækjendur væru þegar skipaðir dómarar við réttinn þegar tvö embætti voru auglýst til umsóknar í desember á síðasta ári. Áskildi hann sér þann rétt að láta á það reyna ef umsóknir skipaðra Landsréttardómara yrðu metnar gildar af hálfu ráðuneytisins. Þá var Ása Ólafsdóttir prófessor og forseti Lagadeildar Háskóla Íslands metin hæfust. Ástráður hefur áður sótt um embætti landsréttardómara, en hann var einn þeirra sem var metinn hæfastur af hæfnisnefnd þegar Landsrétti var komið á fót. Sigríður Á. Andersen, þáverandi dómsmálaráðherra, hafði hann hins vegar ekki inni á lista yfir þá dómara sem að lokum voru settir í embætti. Voru honum dæmdar 700 þúsund krónur í miskabætur þegar Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að þáverandi dómsmálaráðherra hefði brotið lög með því að endurraða lista yfir hæfustu umsækjendur. Í umsögn dómefndar segir að þegar matsþættir séu virtir í heild séu Arnfríður og Ástráður fremst en niðurstaðan sé sú að Arnfríður sé hæfust. „Hún hefur mesta reynslu þeirra af dómstörfum og hefur m.a. starfað sem landsréttardómari og verið forseti Félagsdóms um árabil. Einnig hefur hún mikla reynslu af stjórnsýslustörfum og verulega reynslu af stjórnun auk þess sem hún hefur lokið háskólanámi í opinberri stjórnsýslu og stjórnun,“ segir í umsögninni. „Síðast en ekki síst hefur Arnfríður sýnt í störfum sínum sem dómari að hún hefur gott vald jafnt á einkamála- sem sakamálaréttarfari og á auðvelt með að leysa úr flóknum lögfræðilegum ágreiningsefnum á greinargóðan og rökstuddan hátt.“ Dómstólar Vistaskipti Landsréttarmálið Tengdar fréttir Ása Ólafsdóttir talin hæfust í Landsrétt Dómnefnd um hæfni umsækjanda um embætti dómara hefur komist að þeirri niðurstöðu að Ása Ólafsdóttir, forseti Lagadeildar Háskóla Íslands, sé hæfust umsækjenda um dómarastöðu við Landsrétt. 17. febrúar 2020 18:09 Ástráður sækir um við Landsrétt í þriðja sinn Alls sóttu átta manns um tvö embætti dómara við Landsrétt. 9. janúar 2020 17:37 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Fleiri fréttir Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira
Það er niðurstaða dómnefndar um hæfni umsækjenda um embætti dómara að Arnfríður Einarsdóttir sé hæfust umsækjenda til að gegna stöðu dómara við Landsrétt. Arnfríður og Ástráður Haraldsson þóttu standa fremst umsækjenda en Arnfríður hafi verið færust til þess að ráða ágreiningsmálum til lykta. Fimm sóttu um embættið, þau Arnfríður Einarsdóttir landsréttardómari, Ástráður Haraldsson héraðsdómari, Helgi Sigurðsson héraðsdómari, Ragnheiður Bragadóttir landsréttardómari og Ragnheiður Snorradóttir héraðsdómari. Embættið var auglýst laust til umsóknar þann 17. apríl. Í janúar á þessu ári ritaði Ástráður bréf til Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra þar sem hann vakti athygli á því að tveir umsækjendur væru þegar skipaðir dómarar við réttinn þegar tvö embætti voru auglýst til umsóknar í desember á síðasta ári. Áskildi hann sér þann rétt að láta á það reyna ef umsóknir skipaðra Landsréttardómara yrðu metnar gildar af hálfu ráðuneytisins. Þá var Ása Ólafsdóttir prófessor og forseti Lagadeildar Háskóla Íslands metin hæfust. Ástráður hefur áður sótt um embætti landsréttardómara, en hann var einn þeirra sem var metinn hæfastur af hæfnisnefnd þegar Landsrétti var komið á fót. Sigríður Á. Andersen, þáverandi dómsmálaráðherra, hafði hann hins vegar ekki inni á lista yfir þá dómara sem að lokum voru settir í embætti. Voru honum dæmdar 700 þúsund krónur í miskabætur þegar Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að þáverandi dómsmálaráðherra hefði brotið lög með því að endurraða lista yfir hæfustu umsækjendur. Í umsögn dómefndar segir að þegar matsþættir séu virtir í heild séu Arnfríður og Ástráður fremst en niðurstaðan sé sú að Arnfríður sé hæfust. „Hún hefur mesta reynslu þeirra af dómstörfum og hefur m.a. starfað sem landsréttardómari og verið forseti Félagsdóms um árabil. Einnig hefur hún mikla reynslu af stjórnsýslustörfum og verulega reynslu af stjórnun auk þess sem hún hefur lokið háskólanámi í opinberri stjórnsýslu og stjórnun,“ segir í umsögninni. „Síðast en ekki síst hefur Arnfríður sýnt í störfum sínum sem dómari að hún hefur gott vald jafnt á einkamála- sem sakamálaréttarfari og á auðvelt með að leysa úr flóknum lögfræðilegum ágreiningsefnum á greinargóðan og rökstuddan hátt.“
Dómstólar Vistaskipti Landsréttarmálið Tengdar fréttir Ása Ólafsdóttir talin hæfust í Landsrétt Dómnefnd um hæfni umsækjanda um embætti dómara hefur komist að þeirri niðurstöðu að Ása Ólafsdóttir, forseti Lagadeildar Háskóla Íslands, sé hæfust umsækjenda um dómarastöðu við Landsrétt. 17. febrúar 2020 18:09 Ástráður sækir um við Landsrétt í þriðja sinn Alls sóttu átta manns um tvö embætti dómara við Landsrétt. 9. janúar 2020 17:37 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Fleiri fréttir Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira
Ása Ólafsdóttir talin hæfust í Landsrétt Dómnefnd um hæfni umsækjanda um embætti dómara hefur komist að þeirri niðurstöðu að Ása Ólafsdóttir, forseti Lagadeildar Háskóla Íslands, sé hæfust umsækjenda um dómarastöðu við Landsrétt. 17. febrúar 2020 18:09
Ástráður sækir um við Landsrétt í þriðja sinn Alls sóttu átta manns um tvö embætti dómara við Landsrétt. 9. janúar 2020 17:37