Skortur á forskráningu farþega tafði skimanir í Norrænu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. júní 2020 13:27 Norræna kom til Seyðisfjarðar í morgun. Vísir/Jói K Alls komu um 150 farþegar með Norrænu til Seyðisfjarðar í morgun, af þeim fóru um 80 farþegar í skimun en hinir farþegarnir eru Færeyingar, sem þurfa ekki að fara í skimun. Að sögn Kristjáns Ólafs Guðnasonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á Austurlandi gekk skimunin og skráning þeirra sem komu með Norrænu í morgun heilt yfir ágætlega. Verkið tók þó ívið lengri tíma en gert hafði verið ráð fyrir, og lauk um tveimur og hálfum tíma eftir að ferjan renndi í hlað. „Það réðst aðallega af því að það voru margir sem ekki höfðu fært upplýsingarnar inn rafrænt, ekki tilbúnir alveg til sýnatökunnar eða skráningar inn í landið,“ segir Kristján en farþegar sem koma til landsins, hvort sem er með flugi eða skipi þurfa að fylla inn forskráningarblað og veita þar með ýmsar upplýsingar um veru sína hér á landi. Segir Kristján Ólafur að úr þessu verði bætt framvegis með því að Smyril Line, skipafélagið sem rekur Norrænu, hyggist krefjast þess af farþegum sínum að þeir ljúki forskráningu áður en þeir ganga um borð í ferjuna. Sýnin sem tekin voru á Seyðisfirði í morgun verða send suður seinnipartinn í dag og vonast Kristján Ólafur til þess að niðurstaða liggi jafn vel fyrir í kvöld, en þangað til þurfa þeir sem komu til landsins með Norrænu í morgun að hafa hægt um sig á dvalarstað sínum. Hann segir að eftir nú verði metið hvernig fyrsta atrennann að skimunni gekk fyrir sig en ljóst sé að hraðari hendur þurfi að hafa þegar Norræna fer á sumaráætlun, sem gerist um mánaðarmótin. „Þá er minni tími í höfn,“ segir Kristján Ólafur. Bætir hann við að mögulega verði fyrirkomulagi skimunar breytt og að mögulegt sé að aftur verði gerð tilraun til þess að senda heilbrigðisstarfsmenn til Færeyja, líkt og gera átti fyrir komuna í dag. Hugmyndin var að hægt væri þá að skima farþegana á leiðinni til Íslands. Hætt var hins vegar við þá ráðstöfun eftir að svartaþoka lá yfir Færeyjum í gær, auk þess sem að tæknileg vandamál komu upp. „Það eru næstu skref sem þarf að ákveða,“ segir Kristján Ólafur aðspurður um hvort til greina komi að senda heilbrigðisstarfsmenn til Færeyja. Á dagskránni sé samráðsfundur þar sem aðgerðarstjórn Almannavarna á Austurlandi muni leggja til tillögur um hvaða skref verði tekin í framhaldinu. Norræna Seyðisfjörður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Tekist á um Evrópumálin Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Sjá meira
Alls komu um 150 farþegar með Norrænu til Seyðisfjarðar í morgun, af þeim fóru um 80 farþegar í skimun en hinir farþegarnir eru Færeyingar, sem þurfa ekki að fara í skimun. Að sögn Kristjáns Ólafs Guðnasonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á Austurlandi gekk skimunin og skráning þeirra sem komu með Norrænu í morgun heilt yfir ágætlega. Verkið tók þó ívið lengri tíma en gert hafði verið ráð fyrir, og lauk um tveimur og hálfum tíma eftir að ferjan renndi í hlað. „Það réðst aðallega af því að það voru margir sem ekki höfðu fært upplýsingarnar inn rafrænt, ekki tilbúnir alveg til sýnatökunnar eða skráningar inn í landið,“ segir Kristján en farþegar sem koma til landsins, hvort sem er með flugi eða skipi þurfa að fylla inn forskráningarblað og veita þar með ýmsar upplýsingar um veru sína hér á landi. Segir Kristján Ólafur að úr þessu verði bætt framvegis með því að Smyril Line, skipafélagið sem rekur Norrænu, hyggist krefjast þess af farþegum sínum að þeir ljúki forskráningu áður en þeir ganga um borð í ferjuna. Sýnin sem tekin voru á Seyðisfirði í morgun verða send suður seinnipartinn í dag og vonast Kristján Ólafur til þess að niðurstaða liggi jafn vel fyrir í kvöld, en þangað til þurfa þeir sem komu til landsins með Norrænu í morgun að hafa hægt um sig á dvalarstað sínum. Hann segir að eftir nú verði metið hvernig fyrsta atrennann að skimunni gekk fyrir sig en ljóst sé að hraðari hendur þurfi að hafa þegar Norræna fer á sumaráætlun, sem gerist um mánaðarmótin. „Þá er minni tími í höfn,“ segir Kristján Ólafur. Bætir hann við að mögulega verði fyrirkomulagi skimunar breytt og að mögulegt sé að aftur verði gerð tilraun til þess að senda heilbrigðisstarfsmenn til Færeyja, líkt og gera átti fyrir komuna í dag. Hugmyndin var að hægt væri þá að skima farþegana á leiðinni til Íslands. Hætt var hins vegar við þá ráðstöfun eftir að svartaþoka lá yfir Færeyjum í gær, auk þess sem að tæknileg vandamál komu upp. „Það eru næstu skref sem þarf að ákveða,“ segir Kristján Ólafur aðspurður um hvort til greina komi að senda heilbrigðisstarfsmenn til Færeyja. Á dagskránni sé samráðsfundur þar sem aðgerðarstjórn Almannavarna á Austurlandi muni leggja til tillögur um hvaða skref verði tekin í framhaldinu.
Norræna Seyðisfjörður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Tekist á um Evrópumálin Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Sjá meira