Lífið

Frítt í Hús­dýra­garðinn á laugar­daginn vegna hóp­senu í Eurogarðinum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Hér má sjá úr tökum þáttanna. 
Hér má sjá úr tökum þáttanna.  vísir/stöð2

Stöð 2, Glassriver og Fjölskyldu- og Húsdýragarðurinn verða með fjölskyldudag í garðinum laugardaginn 20. júní.

Tökur munu þá standa yfir á sjónvarpsþáttunum Eurogarðurinn í garðinum og getur almenningur komið frítt í garðinn klukkan 12 og tekið í leiðinni þátt í stórri hópsenu.

Steindi, Auðunn Blöndal, Dóri DNA og Anna Svava ásamt fríðu föruneyti leiða saman hesta sína í þáttunum sem sýndur verður á Stöð 2 í haust.

Ísbíll Valdísar verður í garðinum með sinn ljúffenga ís auk þess sem margrómuð veitingasalan verður að sjálfsögðu opin almenning.

Mögulega taka þeir Auðunn Blöndal og Steindi lagið fyrir viðstadda.

Uppfært: Áður kom fram að frítt væri í garðinn milli klukkan 10 og 15. Hið rétta er að það er frítt fyrir þá sem taka þátt í tökunum klukkan 12. Einnig fá þær fjölskyldur sem taka þátt í senunni gott tilboð í tækin í Fjölskyldugarðinum í kjölfarið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×