Fannst látinn þar sem reisa á smáhýsi í Hlíðahverfi Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 18. júní 2020 18:38 Íbúar hafa þungar áhyggjur af uppbyggingu smáhýsa í Hlíðahverfi. Í grenndinni eru nú þegar tvö félagsleg úrræði og eru foreldrar uggandi yfir lélegri umhirðu, en dæmi eru um að börn finni notaðar sprautunálar á víðavangi. Í upphafi vikunnar fannst maður látinn utandyra á svæðinu og fékkst það staðfest frá lögreglu. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er grunur um að hann hafi látist vegna ofneyslu vímuefna. Til stendur að reisa smáhýsi í Hlíðahverfi, fyrir neðan Eskihlíð. Smáhýsi eru ætluð einstaklingum sem erfiðlega hefur gengið að útvega búsetuúrræði vegna áfengis- og vímuefnaneyslu eða annarra veikinda. Í grenndinni eru nú þegar tvö félagsleg úrræði á svæðinu. Hægra megin við smáhýsin er Konukot starfrækt og þar fyrir neðan er heimili fyrir geðfatlaða karlmenn. Nokkrir íbúar sendu bréf á borgina þar sem fram kemur að þeim þyki það stórkostlegt ábyrgðarleysi að reisa smáhýsi á sama svæði og fyrrnefnd úrræði. Fram kemur að íbúar séu nokkuð varir við núverandi starfsemi. Víða séu sprautur og nálar í nærumhverfinu sem og í anddyrum blokka. „Það er ekki langt síðan það gerðist að ungur krakki fann fullt af sprautunálum á svæðinu,“ sagði Lena Viderø, formaður Foreldrafélags Hlíðaskóla. „Hér er gönguleið sem liggur að Valsheimilinu og hér er kassi ætlaður notuðum sprautunálum.“ Fyrir framan smáhýsin er göngu- og hjólastígur. En um hann fara börn reglulega til að komast leiða sinna á íþróttaæfingar. Ályktun frá Knattspyrnufélagi Vals.SKJÁSKOT ÚR FRÉTT Stjórn Knattspyrnufélagsins Vals hefur sent ályktun á Velferðarsvið borgarinnar þar sem lýst er yfir áhyggjum vegna nálægðar við Hlíðarenda þar sem íþróttastarfsemi fer fram. „Fólk verður auðvitað að búa einhvers staðar. Fólk með þennan vanda verður að fá lausn sinna mála en málið er það að nú þegar eru þung úrræði í þessu hverfi og það er spurning hvort það sé á það bætandi,“ sagði Lena. Lena er formaður foreldrafélags Hlíðaskóla. Hún segir mikilvægt að hjálpa þeim hópi sem þarf á þjónustu smáhýsa að halda, en staðsetningin sé vanhugsuð.Stöð 2 Lena gagnrýnir Reykjavíkurborg fyrir samskiptaleysi. „Mér finnst mjög mikilvægt að foreldrar fái leyfi til að hafa áhyggjur og fái að viðra þær,“ sagði Lena. Ert þú ánægð með samtal borgarinnar? „Nei það get ég ekki sagt,“ sagði Lena. Félagsmál Reykjavík Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Sjá meira
Íbúar hafa þungar áhyggjur af uppbyggingu smáhýsa í Hlíðahverfi. Í grenndinni eru nú þegar tvö félagsleg úrræði og eru foreldrar uggandi yfir lélegri umhirðu, en dæmi eru um að börn finni notaðar sprautunálar á víðavangi. Í upphafi vikunnar fannst maður látinn utandyra á svæðinu og fékkst það staðfest frá lögreglu. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er grunur um að hann hafi látist vegna ofneyslu vímuefna. Til stendur að reisa smáhýsi í Hlíðahverfi, fyrir neðan Eskihlíð. Smáhýsi eru ætluð einstaklingum sem erfiðlega hefur gengið að útvega búsetuúrræði vegna áfengis- og vímuefnaneyslu eða annarra veikinda. Í grenndinni eru nú þegar tvö félagsleg úrræði á svæðinu. Hægra megin við smáhýsin er Konukot starfrækt og þar fyrir neðan er heimili fyrir geðfatlaða karlmenn. Nokkrir íbúar sendu bréf á borgina þar sem fram kemur að þeim þyki það stórkostlegt ábyrgðarleysi að reisa smáhýsi á sama svæði og fyrrnefnd úrræði. Fram kemur að íbúar séu nokkuð varir við núverandi starfsemi. Víða séu sprautur og nálar í nærumhverfinu sem og í anddyrum blokka. „Það er ekki langt síðan það gerðist að ungur krakki fann fullt af sprautunálum á svæðinu,“ sagði Lena Viderø, formaður Foreldrafélags Hlíðaskóla. „Hér er gönguleið sem liggur að Valsheimilinu og hér er kassi ætlaður notuðum sprautunálum.“ Fyrir framan smáhýsin er göngu- og hjólastígur. En um hann fara börn reglulega til að komast leiða sinna á íþróttaæfingar. Ályktun frá Knattspyrnufélagi Vals.SKJÁSKOT ÚR FRÉTT Stjórn Knattspyrnufélagsins Vals hefur sent ályktun á Velferðarsvið borgarinnar þar sem lýst er yfir áhyggjum vegna nálægðar við Hlíðarenda þar sem íþróttastarfsemi fer fram. „Fólk verður auðvitað að búa einhvers staðar. Fólk með þennan vanda verður að fá lausn sinna mála en málið er það að nú þegar eru þung úrræði í þessu hverfi og það er spurning hvort það sé á það bætandi,“ sagði Lena. Lena er formaður foreldrafélags Hlíðaskóla. Hún segir mikilvægt að hjálpa þeim hópi sem þarf á þjónustu smáhýsa að halda, en staðsetningin sé vanhugsuð.Stöð 2 Lena gagnrýnir Reykjavíkurborg fyrir samskiptaleysi. „Mér finnst mjög mikilvægt að foreldrar fái leyfi til að hafa áhyggjur og fái að viðra þær,“ sagði Lena. Ert þú ánægð með samtal borgarinnar? „Nei það get ég ekki sagt,“ sagði Lena.
Félagsmál Reykjavík Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Sjá meira