Segir staðsetningu smáhýsa í Hlíðum heppilega Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 19. júní 2020 20:00 Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Velferðarráðs Reykjavíkurborgar. Vísir/Baldur Formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar segir staðsetningu smáhýsa sem reisa á í Hlíðahverfi heppilega. Hlustað hafi verið á athugasemdir íbúa og biður hann fólk um að líta í eigin barm þar sem heimilislaust fólk muni búa í öllum hverfum. Í kvöldfréttum í gær greindum við frá áhyggjum íbúa af uppbyggingu smáhýsa í Hlíðahverfi. Hýsin eru ætluð einstaklingum sem erfiðlega hefur gengið að útvega búsetuúrræði vegna áfengis- og vímuefnaneyslu eða annarra veikinda. Áhyggjur íbúa snúa að staðsetningu úrræðisins en í grenndinni eru nú þegar tvö félagsleg úrræði og segjast íbúar nokkuð varir við þau. Víða séu sprautur og nálar í nærumhverfinu. Fyrir framan svæðið þar sem smáhýsi eiga að rísa er göngu- og hjólastígur, en um hann fara börn reglulega til að komast leiða sinna á íþróttaæfingar. Formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar segir staðsetninguna heppilega. „Við erum auðvitað bara í borg og við verðum að finna staðsetingar og við reynum að velja þær af kostgæfni. Það hefur enn enginn komið til mín og sagt „þetta er heppileg staðsetning“ þannig það er svolítið þannig eins og fólk vilji ekki hafa þetta í sínu hverfi og ég held að við þurfum að horfa svolítið í eigin barm. Heimilislaust fólk mun búa í öllum hverfum,“ sagði Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar. Hún segir smáhýsin þurfa að vera miðsvæðis - nálagt samgönguæðum og annarri þjónustu. „Ég hvet alla til þess að bíða aðeins og sjá. Það er ekki að fara að skapa neina hættu þarna, frekar en við húsin sem eru að rísa í Hlíðarendahverfinu, við vitum ekkert hverjir flytja þangað,“ sagði Heiða. Formaður foreldrafélags Hlíðaskóla gagnrýnir borgina fyrir samráðsleysi. „Það var haldinn einn íbúafundur. Við getum í raun ekki upplýst neitt meira en það að þarna eigi að byggja tvö lítil hús sem verða leigð út. Ég sé ekki alveg hvað meira við gætum gert til að hafa samráð en það var virkilega hlustað á allar athugasemir sem komu úr hverfinu,“ sagði Heiða. Reykjavík Félagsmál Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Innlent Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Innlent Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Erlent Enginn Íslendingur í haldi ICE Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Sjá meira
Formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar segir staðsetningu smáhýsa sem reisa á í Hlíðahverfi heppilega. Hlustað hafi verið á athugasemdir íbúa og biður hann fólk um að líta í eigin barm þar sem heimilislaust fólk muni búa í öllum hverfum. Í kvöldfréttum í gær greindum við frá áhyggjum íbúa af uppbyggingu smáhýsa í Hlíðahverfi. Hýsin eru ætluð einstaklingum sem erfiðlega hefur gengið að útvega búsetuúrræði vegna áfengis- og vímuefnaneyslu eða annarra veikinda. Áhyggjur íbúa snúa að staðsetningu úrræðisins en í grenndinni eru nú þegar tvö félagsleg úrræði og segjast íbúar nokkuð varir við þau. Víða séu sprautur og nálar í nærumhverfinu. Fyrir framan svæðið þar sem smáhýsi eiga að rísa er göngu- og hjólastígur, en um hann fara börn reglulega til að komast leiða sinna á íþróttaæfingar. Formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar segir staðsetninguna heppilega. „Við erum auðvitað bara í borg og við verðum að finna staðsetingar og við reynum að velja þær af kostgæfni. Það hefur enn enginn komið til mín og sagt „þetta er heppileg staðsetning“ þannig það er svolítið þannig eins og fólk vilji ekki hafa þetta í sínu hverfi og ég held að við þurfum að horfa svolítið í eigin barm. Heimilislaust fólk mun búa í öllum hverfum,“ sagði Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar. Hún segir smáhýsin þurfa að vera miðsvæðis - nálagt samgönguæðum og annarri þjónustu. „Ég hvet alla til þess að bíða aðeins og sjá. Það er ekki að fara að skapa neina hættu þarna, frekar en við húsin sem eru að rísa í Hlíðarendahverfinu, við vitum ekkert hverjir flytja þangað,“ sagði Heiða. Formaður foreldrafélags Hlíðaskóla gagnrýnir borgina fyrir samráðsleysi. „Það var haldinn einn íbúafundur. Við getum í raun ekki upplýst neitt meira en það að þarna eigi að byggja tvö lítil hús sem verða leigð út. Ég sé ekki alveg hvað meira við gætum gert til að hafa samráð en það var virkilega hlustað á allar athugasemir sem komu úr hverfinu,“ sagði Heiða.
Reykjavík Félagsmál Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Innlent Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Innlent Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Erlent Enginn Íslendingur í haldi ICE Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Sjá meira