Starfsfólk Landspítala fær allt að 250 þúsund í umbun vegna faraldursins Andri Eysteinsson skrifar 19. júní 2020 18:29 Forstjórapistill Páls Matthíassonar birtist á vefnum í dag. Vísir/Vilhelm Allir starfsmenn Landspítala, að forstjóra, aðstoðarmanni forstjóra, framkvæmdastjórum og forstöðumönnum undanskildum, fá greidda út umbun um næstu mánaðarmót vegna vinnu þeirra í faraldri kórónuveirunnar, þetta segir í forstjórapistli Páls Matthíassonar, forstjóra Landspítalans sem birtist í dag. „Í byrjun apríl óskaði ég eftir því við heilbrigðisráðherra að okkur yrði gert kleift að umbuna með beinum hætti starfsfólki sem tók þátt í þessu gríðarlega átaki með okkur,“ skrifaði Páll í pistli sínum. Forstjórinn segir heilbrigðisráðherra hafa brugðist snöfurmannlega við beiðninni og var tillaga Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra samþykkt af Alþingi. Þá er í pistlinum greint frá niðurstöðum örkönnunar skrifstofu mannauðsmála á Landspítalanum þar sem fram kemur að nær allir starfsmenn töldu sig hafa orðið fyrir áhrifum vegna Covid-19. Þar sem að ljóst er að álagið var mismikið á starfsmenn í faraldrinum og því hefur starfsfólki spítalans verið skipt í hópa. „Annars vegar þau sem starfa á einingum sem mest komu að þjónustu við Covid smitaða (A- hópur) og svo aðrar starfseiningar spítalans (B-hópur).“ Upphæð umbunarinnar mun fara eftir viðveru starfsmanna í mars og apríl og getur hún numið allt að 250 þúsund krónum fyrir starfsfólk í A-hópi og 105 þúsund krónur fyrir aðra. „Þetta hefur reynst flókið í útfærslu en við höfum átt mikið samráð hér á spítalanum vegna þessa og teljum að þetta sé sú leið sem rétt er að fara. Umbunin er þakklætisvottur frá stjórnvöldum sem að mínu mati sýnir skilning á þessu flókna verkefni sem þó er hvergi nærri lokið,“ skrifar Páll. Ábyrgð ríkisins og samningsaðila gríðarleg Þá fjallar forstjórinn einnig um yfirvofandi verkfallsaðgerðir hjúkrunarfræðinga sem hefst, að óbreyttu, 22. júní. Páll segir ekkert verra og meira truflandi fyrir starfsemi sjúkrahúsa en verkfall og bætir við að staðan sem upp er komin sé afleit. „Landspítali sinnir mikilvægri en jafnframt viðkvæmri og flókinni starfsemi og það er skaðlegt þegar starfsemin er sett í uppnám vegna kjaradeilna ríkis og stéttarfélaga. Ég hef þungar áhyggjur af þeirri stöðu sem skapast mun hér strax á mánudagsmorgun og get ekki lagt nógu mikla áherslu á að samningsaðilar nái saman,“ skrifar Páll og bendir á að ábyrgð ríkisins og samningsaðila sé gríðarleg. Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Fleiri fréttir Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Sjá meira
Allir starfsmenn Landspítala, að forstjóra, aðstoðarmanni forstjóra, framkvæmdastjórum og forstöðumönnum undanskildum, fá greidda út umbun um næstu mánaðarmót vegna vinnu þeirra í faraldri kórónuveirunnar, þetta segir í forstjórapistli Páls Matthíassonar, forstjóra Landspítalans sem birtist í dag. „Í byrjun apríl óskaði ég eftir því við heilbrigðisráðherra að okkur yrði gert kleift að umbuna með beinum hætti starfsfólki sem tók þátt í þessu gríðarlega átaki með okkur,“ skrifaði Páll í pistli sínum. Forstjórinn segir heilbrigðisráðherra hafa brugðist snöfurmannlega við beiðninni og var tillaga Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra samþykkt af Alþingi. Þá er í pistlinum greint frá niðurstöðum örkönnunar skrifstofu mannauðsmála á Landspítalanum þar sem fram kemur að nær allir starfsmenn töldu sig hafa orðið fyrir áhrifum vegna Covid-19. Þar sem að ljóst er að álagið var mismikið á starfsmenn í faraldrinum og því hefur starfsfólki spítalans verið skipt í hópa. „Annars vegar þau sem starfa á einingum sem mest komu að þjónustu við Covid smitaða (A- hópur) og svo aðrar starfseiningar spítalans (B-hópur).“ Upphæð umbunarinnar mun fara eftir viðveru starfsmanna í mars og apríl og getur hún numið allt að 250 þúsund krónum fyrir starfsfólk í A-hópi og 105 þúsund krónur fyrir aðra. „Þetta hefur reynst flókið í útfærslu en við höfum átt mikið samráð hér á spítalanum vegna þessa og teljum að þetta sé sú leið sem rétt er að fara. Umbunin er þakklætisvottur frá stjórnvöldum sem að mínu mati sýnir skilning á þessu flókna verkefni sem þó er hvergi nærri lokið,“ skrifar Páll. Ábyrgð ríkisins og samningsaðila gríðarleg Þá fjallar forstjórinn einnig um yfirvofandi verkfallsaðgerðir hjúkrunarfræðinga sem hefst, að óbreyttu, 22. júní. Páll segir ekkert verra og meira truflandi fyrir starfsemi sjúkrahúsa en verkfall og bætir við að staðan sem upp er komin sé afleit. „Landspítali sinnir mikilvægri en jafnframt viðkvæmri og flókinni starfsemi og það er skaðlegt þegar starfsemin er sett í uppnám vegna kjaradeilna ríkis og stéttarfélaga. Ég hef þungar áhyggjur af þeirri stöðu sem skapast mun hér strax á mánudagsmorgun og get ekki lagt nógu mikla áherslu á að samningsaðilar nái saman,“ skrifar Páll og bendir á að ábyrgð ríkisins og samningsaðila sé gríðarleg.
Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Fleiri fréttir Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Sjá meira