Starfsfólk Landspítala fær allt að 250 þúsund í umbun vegna faraldursins Andri Eysteinsson skrifar 19. júní 2020 18:29 Forstjórapistill Páls Matthíassonar birtist á vefnum í dag. Vísir/Vilhelm Allir starfsmenn Landspítala, að forstjóra, aðstoðarmanni forstjóra, framkvæmdastjórum og forstöðumönnum undanskildum, fá greidda út umbun um næstu mánaðarmót vegna vinnu þeirra í faraldri kórónuveirunnar, þetta segir í forstjórapistli Páls Matthíassonar, forstjóra Landspítalans sem birtist í dag. „Í byrjun apríl óskaði ég eftir því við heilbrigðisráðherra að okkur yrði gert kleift að umbuna með beinum hætti starfsfólki sem tók þátt í þessu gríðarlega átaki með okkur,“ skrifaði Páll í pistli sínum. Forstjórinn segir heilbrigðisráðherra hafa brugðist snöfurmannlega við beiðninni og var tillaga Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra samþykkt af Alþingi. Þá er í pistlinum greint frá niðurstöðum örkönnunar skrifstofu mannauðsmála á Landspítalanum þar sem fram kemur að nær allir starfsmenn töldu sig hafa orðið fyrir áhrifum vegna Covid-19. Þar sem að ljóst er að álagið var mismikið á starfsmenn í faraldrinum og því hefur starfsfólki spítalans verið skipt í hópa. „Annars vegar þau sem starfa á einingum sem mest komu að þjónustu við Covid smitaða (A- hópur) og svo aðrar starfseiningar spítalans (B-hópur).“ Upphæð umbunarinnar mun fara eftir viðveru starfsmanna í mars og apríl og getur hún numið allt að 250 þúsund krónum fyrir starfsfólk í A-hópi og 105 þúsund krónur fyrir aðra. „Þetta hefur reynst flókið í útfærslu en við höfum átt mikið samráð hér á spítalanum vegna þessa og teljum að þetta sé sú leið sem rétt er að fara. Umbunin er þakklætisvottur frá stjórnvöldum sem að mínu mati sýnir skilning á þessu flókna verkefni sem þó er hvergi nærri lokið,“ skrifar Páll. Ábyrgð ríkisins og samningsaðila gríðarleg Þá fjallar forstjórinn einnig um yfirvofandi verkfallsaðgerðir hjúkrunarfræðinga sem hefst, að óbreyttu, 22. júní. Páll segir ekkert verra og meira truflandi fyrir starfsemi sjúkrahúsa en verkfall og bætir við að staðan sem upp er komin sé afleit. „Landspítali sinnir mikilvægri en jafnframt viðkvæmri og flókinni starfsemi og það er skaðlegt þegar starfsemin er sett í uppnám vegna kjaradeilna ríkis og stéttarfélaga. Ég hef þungar áhyggjur af þeirri stöðu sem skapast mun hér strax á mánudagsmorgun og get ekki lagt nógu mikla áherslu á að samningsaðilar nái saman,“ skrifar Páll og bendir á að ábyrgð ríkisins og samningsaðila sé gríðarleg. Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Allir starfsmenn Landspítala, að forstjóra, aðstoðarmanni forstjóra, framkvæmdastjórum og forstöðumönnum undanskildum, fá greidda út umbun um næstu mánaðarmót vegna vinnu þeirra í faraldri kórónuveirunnar, þetta segir í forstjórapistli Páls Matthíassonar, forstjóra Landspítalans sem birtist í dag. „Í byrjun apríl óskaði ég eftir því við heilbrigðisráðherra að okkur yrði gert kleift að umbuna með beinum hætti starfsfólki sem tók þátt í þessu gríðarlega átaki með okkur,“ skrifaði Páll í pistli sínum. Forstjórinn segir heilbrigðisráðherra hafa brugðist snöfurmannlega við beiðninni og var tillaga Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra samþykkt af Alþingi. Þá er í pistlinum greint frá niðurstöðum örkönnunar skrifstofu mannauðsmála á Landspítalanum þar sem fram kemur að nær allir starfsmenn töldu sig hafa orðið fyrir áhrifum vegna Covid-19. Þar sem að ljóst er að álagið var mismikið á starfsmenn í faraldrinum og því hefur starfsfólki spítalans verið skipt í hópa. „Annars vegar þau sem starfa á einingum sem mest komu að þjónustu við Covid smitaða (A- hópur) og svo aðrar starfseiningar spítalans (B-hópur).“ Upphæð umbunarinnar mun fara eftir viðveru starfsmanna í mars og apríl og getur hún numið allt að 250 þúsund krónum fyrir starfsfólk í A-hópi og 105 þúsund krónur fyrir aðra. „Þetta hefur reynst flókið í útfærslu en við höfum átt mikið samráð hér á spítalanum vegna þessa og teljum að þetta sé sú leið sem rétt er að fara. Umbunin er þakklætisvottur frá stjórnvöldum sem að mínu mati sýnir skilning á þessu flókna verkefni sem þó er hvergi nærri lokið,“ skrifar Páll. Ábyrgð ríkisins og samningsaðila gríðarleg Þá fjallar forstjórinn einnig um yfirvofandi verkfallsaðgerðir hjúkrunarfræðinga sem hefst, að óbreyttu, 22. júní. Páll segir ekkert verra og meira truflandi fyrir starfsemi sjúkrahúsa en verkfall og bætir við að staðan sem upp er komin sé afleit. „Landspítali sinnir mikilvægri en jafnframt viðkvæmri og flókinni starfsemi og það er skaðlegt þegar starfsemin er sett í uppnám vegna kjaradeilna ríkis og stéttarfélaga. Ég hef þungar áhyggjur af þeirri stöðu sem skapast mun hér strax á mánudagsmorgun og get ekki lagt nógu mikla áherslu á að samningsaðilar nái saman,“ skrifar Páll og bendir á að ábyrgð ríkisins og samningsaðila sé gríðarleg.
Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira