Hefja framkvæmdir við nýja byggð á Vatnsleysuströnd Kristján Már Unnarsson skrifar 20. júní 2020 08:10 Nýja hverfið í Vogum rís austan við núverandi byggð. Sjá má vinnuvélar skammt utan við knattspyrnuvöllinn. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Framkvæmdir eru hafnar við nýtt íbúðahverfi í Vogum á Vatnsleysuströnd fyrir allt að 2.500 manna byggð. Bæjarstjórinn segir hverfið vel í sveit sett miðja vegu milli Keflavíkurflugvallar og Reykjavíkursvæðisins. Fjallað var um uppbygginguna í fréttum Stöðvar 2. Í Sveitarfélaginu Vogum búa núna um 1.300 manns en nýja hverfið rís austan við núverandi þéttbýli. Ef áformin ganga eftir gæti íbúafjöldinn nærri þrefaldast á næsta áratug. Félagið Grænabyggð ehf. fer fyrir verkefninu sem hófst á gatnagerð. Gert er ráð fyrir að hverfið byggist upp í áföngum en áformað er að þarna rísi áttahundruð íbúðir á næstu tíu árum. Sverrir Pálmason, framkvæmdastjóri Grænubyggðar ehf.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Hverfið verður blanda af sérbýlis- og fjölbýlishúsum og ætlað að höfða jafnt til yngri sem eldri kaupenda. Skipuleggjendur leggja þó áherslu á minni íbúðir. Hverfið er tengt núverandi byggð og því sagt stutt í helstu þjónustu. Allir innviðir séu þegar til staðar og ráði þeir vel við fyrstu stig uppbyggingarinnar. Leik- og grunnskóli eru í næsta nágrenni en samhliða stækkun hverfisins er áformað að reisa bæði nýjan leik- og grunnskóla í hverfinu á næstu árum. Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Voga.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. „Ef að þessi áform ganga öll eftir þá erum við að tala um 2.000-2.500 manns sem bætast við. Það er allavega ríflega tvöföldun. Það er heilmikil áskorun fólgin í því fyrir sveitarfélagið að takast á við það að geta veitt þessum aukna fjölda viðunandi þjónustu,“ segir Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóra Voga. -Hvenær fara svo fyrstu fjölskyldurnar að flytja inn? „Ég á mér þann draum að hér geti svona með næsta vori, - verði þá fluttar inn fyrstu fjölskyldurnar,“ svarar Sverrir Pálmason, framkvæmdastjóri Grænubyggðar ehf. Nánar er rætt við þá Sverri og Ásgeir um nýju byggðina í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér: Vogar Skipulag Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Sjá meira
Framkvæmdir eru hafnar við nýtt íbúðahverfi í Vogum á Vatnsleysuströnd fyrir allt að 2.500 manna byggð. Bæjarstjórinn segir hverfið vel í sveit sett miðja vegu milli Keflavíkurflugvallar og Reykjavíkursvæðisins. Fjallað var um uppbygginguna í fréttum Stöðvar 2. Í Sveitarfélaginu Vogum búa núna um 1.300 manns en nýja hverfið rís austan við núverandi þéttbýli. Ef áformin ganga eftir gæti íbúafjöldinn nærri þrefaldast á næsta áratug. Félagið Grænabyggð ehf. fer fyrir verkefninu sem hófst á gatnagerð. Gert er ráð fyrir að hverfið byggist upp í áföngum en áformað er að þarna rísi áttahundruð íbúðir á næstu tíu árum. Sverrir Pálmason, framkvæmdastjóri Grænubyggðar ehf.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Hverfið verður blanda af sérbýlis- og fjölbýlishúsum og ætlað að höfða jafnt til yngri sem eldri kaupenda. Skipuleggjendur leggja þó áherslu á minni íbúðir. Hverfið er tengt núverandi byggð og því sagt stutt í helstu þjónustu. Allir innviðir séu þegar til staðar og ráði þeir vel við fyrstu stig uppbyggingarinnar. Leik- og grunnskóli eru í næsta nágrenni en samhliða stækkun hverfisins er áformað að reisa bæði nýjan leik- og grunnskóla í hverfinu á næstu árum. Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Voga.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. „Ef að þessi áform ganga öll eftir þá erum við að tala um 2.000-2.500 manns sem bætast við. Það er allavega ríflega tvöföldun. Það er heilmikil áskorun fólgin í því fyrir sveitarfélagið að takast á við það að geta veitt þessum aukna fjölda viðunandi þjónustu,“ segir Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóra Voga. -Hvenær fara svo fyrstu fjölskyldurnar að flytja inn? „Ég á mér þann draum að hér geti svona með næsta vori, - verði þá fluttar inn fyrstu fjölskyldurnar,“ svarar Sverrir Pálmason, framkvæmdastjóri Grænubyggðar ehf. Nánar er rætt við þá Sverri og Ásgeir um nýju byggðina í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér:
Vogar Skipulag Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Sjá meira