Innlent

Flottustu fornbílar landsins á Selfossi í dag

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Fornbílasýningin á Selfossi stendur frá klukkan 13:00 til 17:00 í dag.
Fornbílasýningin á Selfossi stendur frá klukkan 13:00 til 17:00 í dag. Aðsent

Margir af flottustu fornbílum landsins verða til sýnis á Selfossi í dag á sýningunni „Bíladella 2020“ á vegum Bifreiðaklúbbs Suðurlands.

Bifreiðaklúbbur Suðurlands er klúbbur þar sem 130 karlar og konur eiga sæti í en allir félagsmenn eiga það sameiginlegt að hafa mikinn áhuga á hverskonar bílum, ekki síst fornbílum. Fornbílasýning klúbbsins byrjar núna klukkan eitt eftir hádegi og stendur til klukkan fimm. Sýningin fer fram á stórum plönum vinstra megin þegar komið er á Selfoss af höfuðborgarsvæðinu ská á móti Toyota og hringtorginu sem þar er. Daði Sævar Sólmundarson er formaður Bifreiðaklúbbs Suðurlands.

„Þetta er bara fornbílasýning þar sem bílarnir standa á plani og fólk getur gengið á milli þeirra og virt þá fyrir sér. Eigendur verða við bílana sína þar sem hægt að spjalla við þá og láta þá útskýra hverslags bílar þetta eru. Við vorum með rétt um tvö hundruð bíla í fyrra á sýningu sem við héldum hjá Jötunn Vélum þannig að ég er að vona að það verði eitthvað í líkingu við það hjá okkur í dag og helst meira, ég held ég geti lofað því að þetta verður gaman,“ segir Daði.

Margir af flottustu fornbílum á Suðurlandi og víðar verða á sýningu dagsins.Aðsent



Fleiri fréttir

Sjá meira


×