Skjálftahrinan gæti staðið yfir í nokkra daga Andri Eysteinsson skrifar 20. júní 2020 22:31 Staðan eins og hún var klukkan 22:25. Stjörnumerktir jarðskjálfar eru stærri en 3,0. Veðurstofan „Svona öflugar hrinur eiga það til að standa yfir í dálítið langan tíma, alveg þess vegna í nokkra daga,“ segir sérfræðingur Veðurstofunnar um skjálftavirkni sem gætt hefur á Norðurlandi síðasta sólarhringinn. Skjálftahrinan hófst í gærkvöldi og mældust skjálfta þá að stærðinni 3 en í dag virðist svo vera að skjálftarnir hafi orðið harðari en tveir skjálftar yfir 5,0 að stærð hafa mælst í dag. Miðja skjálftavirkninnar virðist vera norðvestur af Gjögurtá á Tröllaskaga, en sjálfvirkt kerfi Veðurstofunnar hefur numið yfir 900 skjálftar frá byrjun hrinunnar. Afleiðingar stærsta skjálftans, þess sem mældist 5,6 að stærð klukkan 19:26 voru þær að jörð skalf og gluggar nötruðu víða um norðurland, mikið grjóthrun varð úr fjallshlíðum, þar á meðal úr Gjögurtá. Engar tilkynningar höfðu borist til Almannavarnardeildar um tjón eða slys á fólki klukkan 21 í kvöld. Þá fannst skjálftinn víða um land en samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni bárust tilkynningar frá Norðurlandi, frá Akranesi og einnig frá flugturninum á Reykjavíkurflugvelli. Þegar litið er á gögn sem birt eru á vef veðurstofunnar virðast skjálftarnir sem mælst hafa í kvöld ívið harðari en þeir sem mældust fyrr í hrinunni. Kristín Jónsdóttir, hópstjóri Náttúruvárvöktunar hjá Veðurstofunni segir í samtali við Vísi að erfitt sé að útskýra það. „Það er greinilega mikill óstöðugleiki þarna en þetta er eitthvað sem við vitum að gerist þegar svona hrinur fara í gang. Þá setja þær í gang fleiri skjálfta og virkja smám saman stærra og stærra svæði með keðjuverkun,“ sagði Kristín „Þetta er enn sem komið er á mjög svipuðu svæði en mér finnst ekkert ólíklegt að það eigi eftir að breytast.“ Töluvert hefur verið fjallað um skjálftavirkni á eldfjallaeyjunni Íslandi í vetur en þá einna helst vegna jarðhræringa í grennd við fjallið Þorbjörn við Grindavík. Skjálftarnir sem mælst hafa á því svæði hafa ekki náð sömu hæðum og þeir sem mældust nú í dag en síðast mældist jarðskjálfti af svipaðri stærð á svæðinu sem um ræðir árið 2012. Lítið lát virðist vera á virkninni í kvöld en ekki er hægt að segja til um hversu lengi skjálftahrinan mun vara. „Þetta er svona kviðukennd virkni. Í gærkvöldi mældust skjálftar allt að stærðinni 3 og svo dró úr þessu. Síðan kom smá forvirkni fyrir skjálftann sem mældist 5,2 um klukkan 15:05, svo var töluverð virkni eftir það. Síðan kom smá pása og þá kemur þessi klukkan 19:26. Þetta er kviðukennt, einmitt þegar maður heldur að þetta sé að verða búið, þá gerist eitthvað meira,“ sagði Kristín Jónsdóttir hópstjóri Náttúruvárvöktunar í samtali við Vísi. Eldgos og jarðhræringar Fjallabyggð Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira
„Svona öflugar hrinur eiga það til að standa yfir í dálítið langan tíma, alveg þess vegna í nokkra daga,“ segir sérfræðingur Veðurstofunnar um skjálftavirkni sem gætt hefur á Norðurlandi síðasta sólarhringinn. Skjálftahrinan hófst í gærkvöldi og mældust skjálfta þá að stærðinni 3 en í dag virðist svo vera að skjálftarnir hafi orðið harðari en tveir skjálftar yfir 5,0 að stærð hafa mælst í dag. Miðja skjálftavirkninnar virðist vera norðvestur af Gjögurtá á Tröllaskaga, en sjálfvirkt kerfi Veðurstofunnar hefur numið yfir 900 skjálftar frá byrjun hrinunnar. Afleiðingar stærsta skjálftans, þess sem mældist 5,6 að stærð klukkan 19:26 voru þær að jörð skalf og gluggar nötruðu víða um norðurland, mikið grjóthrun varð úr fjallshlíðum, þar á meðal úr Gjögurtá. Engar tilkynningar höfðu borist til Almannavarnardeildar um tjón eða slys á fólki klukkan 21 í kvöld. Þá fannst skjálftinn víða um land en samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni bárust tilkynningar frá Norðurlandi, frá Akranesi og einnig frá flugturninum á Reykjavíkurflugvelli. Þegar litið er á gögn sem birt eru á vef veðurstofunnar virðast skjálftarnir sem mælst hafa í kvöld ívið harðari en þeir sem mældust fyrr í hrinunni. Kristín Jónsdóttir, hópstjóri Náttúruvárvöktunar hjá Veðurstofunni segir í samtali við Vísi að erfitt sé að útskýra það. „Það er greinilega mikill óstöðugleiki þarna en þetta er eitthvað sem við vitum að gerist þegar svona hrinur fara í gang. Þá setja þær í gang fleiri skjálfta og virkja smám saman stærra og stærra svæði með keðjuverkun,“ sagði Kristín „Þetta er enn sem komið er á mjög svipuðu svæði en mér finnst ekkert ólíklegt að það eigi eftir að breytast.“ Töluvert hefur verið fjallað um skjálftavirkni á eldfjallaeyjunni Íslandi í vetur en þá einna helst vegna jarðhræringa í grennd við fjallið Þorbjörn við Grindavík. Skjálftarnir sem mælst hafa á því svæði hafa ekki náð sömu hæðum og þeir sem mældust nú í dag en síðast mældist jarðskjálfti af svipaðri stærð á svæðinu sem um ræðir árið 2012. Lítið lát virðist vera á virkninni í kvöld en ekki er hægt að segja til um hversu lengi skjálftahrinan mun vara. „Þetta er svona kviðukennd virkni. Í gærkvöldi mældust skjálftar allt að stærðinni 3 og svo dró úr þessu. Síðan kom smá forvirkni fyrir skjálftann sem mældist 5,2 um klukkan 15:05, svo var töluverð virkni eftir það. Síðan kom smá pása og þá kemur þessi klukkan 19:26. Þetta er kviðukennt, einmitt þegar maður heldur að þetta sé að verða búið, þá gerist eitthvað meira,“ sagði Kristín Jónsdóttir hópstjóri Náttúruvárvöktunar í samtali við Vísi.
Eldgos og jarðhræringar Fjallabyggð Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira