Spánn opnar fyrir ferðamenn Sylvía Hall skrifar 21. júní 2020 09:44 Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar. Vísir/Getty Neyðarástandi hefur verið aflétt á Spáni og mun landið aftur opna fyrir ferðamönnum. Ferðamenn frá Evrópusambandinu og Bretlandi munu ekki þurfa að fara í sóttkví við komuna til landsins. Landið hefur farið einna verst út úr kórónuveirufaraldrinum en 28.322 andlát eru tengd Covid-19. Aðeins tvö lönd í Evrópusambandinu eru með fleiri andlát; Frakkland og Ítalía. Í þrjá mánuði hafa verið harðar aðgerðir í gildi til þess að sporna gegn útbreiðslu kórónuveirufaraldursins og var neyðarástandi lýst yfir þann 14. mars síðastliðinn. Í nokkrar vikur var fólki ekki heimilt að fara út og hreyfa sig og börn máttu ekki fara út af heimili sínu. Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar, ítrekaði mikilvægi einstaklingsbundinna smitvarna þrátt fyrir afléttingar og munu reglur um grímur og félagsforðun áfram gilda. Fólk þarf því að halda 1,5 metra fjarlægð og nota grímur á stöðum þar sem ekki er unnt að halda þeirri fjarlægð, til að mynda í verslunum. „Við verðum að vera vakandi og fylgja reglum um hreinlæti og smitvarnir,“ sagði Sánchez og bætti við að það væri nauðsynlegt að koma í veg fyrir aðra bylgju. Hiti komufarþega verður mældur á flugvellinum og munu þeir þurfa að gefa upp hvort þeir hafi áður greinst með veiruna. Þá munu allir þurfa að gefa upp símanúmer eða aðrar upplýsingar svo hægt sé að hafa samband við þá. Um 80 milljónir ferðamanna heimsækja Spán árlega að því er fram kemur á vef BBC og eru tekjur vegna ferðaþjónustu um tólf prósent af vergri landsframleiðslu landsins. Spánn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Spánverjar opna landið fyrir ferðamönnum í júlí Yfirvöld á Spáni hyggjast opna landið að nýju fyrir erlendum ferðamönnum í júlí, þetta tilkynnti spænski forsætisráðherrann Pedro Sanchez í ávarpi sínu sem sjónvarpað var í dag. 23. maí 2020 13:20 Dauðsföll færri en hundrað í fyrsta sinn í tvo mánuði 87 dauðsföll urðu af völdum kórónuveirunnar sem veldur Covid-19 á Spáni síðasta sólarhringinn. 17. maí 2020 09:57 Um 5% fólks á Spáni gætu hafa smitast af veirunni Mótefnamæling á Spáni bendir til þess að allt að 5% íbúa þar hafi smitast af nýju afbrigði kórónuveiru sem veldur Covid-19-sjúkdómnum. Það eru um tífalt fleiri en fjöldi staðfestra smita í landinu. Heilbrigðisráðherra Spána segir mælinguna sýna að ekkert hjarðónæmi sé til staðar. 13. maí 2020 21:04 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Neyðarástandi hefur verið aflétt á Spáni og mun landið aftur opna fyrir ferðamönnum. Ferðamenn frá Evrópusambandinu og Bretlandi munu ekki þurfa að fara í sóttkví við komuna til landsins. Landið hefur farið einna verst út úr kórónuveirufaraldrinum en 28.322 andlát eru tengd Covid-19. Aðeins tvö lönd í Evrópusambandinu eru með fleiri andlát; Frakkland og Ítalía. Í þrjá mánuði hafa verið harðar aðgerðir í gildi til þess að sporna gegn útbreiðslu kórónuveirufaraldursins og var neyðarástandi lýst yfir þann 14. mars síðastliðinn. Í nokkrar vikur var fólki ekki heimilt að fara út og hreyfa sig og börn máttu ekki fara út af heimili sínu. Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar, ítrekaði mikilvægi einstaklingsbundinna smitvarna þrátt fyrir afléttingar og munu reglur um grímur og félagsforðun áfram gilda. Fólk þarf því að halda 1,5 metra fjarlægð og nota grímur á stöðum þar sem ekki er unnt að halda þeirri fjarlægð, til að mynda í verslunum. „Við verðum að vera vakandi og fylgja reglum um hreinlæti og smitvarnir,“ sagði Sánchez og bætti við að það væri nauðsynlegt að koma í veg fyrir aðra bylgju. Hiti komufarþega verður mældur á flugvellinum og munu þeir þurfa að gefa upp hvort þeir hafi áður greinst með veiruna. Þá munu allir þurfa að gefa upp símanúmer eða aðrar upplýsingar svo hægt sé að hafa samband við þá. Um 80 milljónir ferðamanna heimsækja Spán árlega að því er fram kemur á vef BBC og eru tekjur vegna ferðaþjónustu um tólf prósent af vergri landsframleiðslu landsins.
Spánn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Spánverjar opna landið fyrir ferðamönnum í júlí Yfirvöld á Spáni hyggjast opna landið að nýju fyrir erlendum ferðamönnum í júlí, þetta tilkynnti spænski forsætisráðherrann Pedro Sanchez í ávarpi sínu sem sjónvarpað var í dag. 23. maí 2020 13:20 Dauðsföll færri en hundrað í fyrsta sinn í tvo mánuði 87 dauðsföll urðu af völdum kórónuveirunnar sem veldur Covid-19 á Spáni síðasta sólarhringinn. 17. maí 2020 09:57 Um 5% fólks á Spáni gætu hafa smitast af veirunni Mótefnamæling á Spáni bendir til þess að allt að 5% íbúa þar hafi smitast af nýju afbrigði kórónuveiru sem veldur Covid-19-sjúkdómnum. Það eru um tífalt fleiri en fjöldi staðfestra smita í landinu. Heilbrigðisráðherra Spána segir mælinguna sýna að ekkert hjarðónæmi sé til staðar. 13. maí 2020 21:04 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Spánverjar opna landið fyrir ferðamönnum í júlí Yfirvöld á Spáni hyggjast opna landið að nýju fyrir erlendum ferðamönnum í júlí, þetta tilkynnti spænski forsætisráðherrann Pedro Sanchez í ávarpi sínu sem sjónvarpað var í dag. 23. maí 2020 13:20
Dauðsföll færri en hundrað í fyrsta sinn í tvo mánuði 87 dauðsföll urðu af völdum kórónuveirunnar sem veldur Covid-19 á Spáni síðasta sólarhringinn. 17. maí 2020 09:57
Um 5% fólks á Spáni gætu hafa smitast af veirunni Mótefnamæling á Spáni bendir til þess að allt að 5% íbúa þar hafi smitast af nýju afbrigði kórónuveiru sem veldur Covid-19-sjúkdómnum. Það eru um tífalt fleiri en fjöldi staðfestra smita í landinu. Heilbrigðisráðherra Spána segir mælinguna sýna að ekkert hjarðónæmi sé til staðar. 13. maí 2020 21:04