Umræða um smáhýsi lituð af miklu skilningsleysi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. júní 2020 18:20 Svala Jóhannsdóttir, verkefnisstýra Frú Ragnheiðar í Víglínunni í dag. Vísir/Einar Áætlað er að um 350 einstaklingar sem búsettir eru í Reykjavík séu heimilislausir. Verkefnisstýra Frú Ragnheiðar segir gríðarlega mikilvægt að koma til móts við þá einstaklinga sem glíma við heimilisleysi og koma fólki í húsnæði en margir skjólstæðingar Frú Ragnheiðar eru í hópi heimilislausra. „65% af því fólki sem leitar til Frú Ragnheiðar glímir við heimilisleysi og þegar kemur að þessu ákveðna búsetuúrræði þá hefur reynst mjög erfitt að koma þeim upp víðs vegar í borginni og að ég best veit eru tuttugu smáhýsi sem bíða uppsetningar og eru búin að bíða í tvö til þrjú ár,“ segir Svala Jóhannsdóttir, verkefnisstýra Frú Ragnheiðar í Víglínunni í dag. Mikil umræða hefur verið síðustu daga um smáhýsi sem reisa á í Hlíðunum. Margir íbúar hverfisins hafa gagnrýnt ákvörðun borgarinnar um staðsetningu smáhýsanna en fyrir framan svæðið sem þau eiga að rísa á er göngu- og hjólastígur sem börn og ungmenni fara reglulega um til að komast leiða sinna á íþróttaæfingar. Þá er Konukot einnig í næsta nágrenni og búsetukjarni. „Ég skil þessa umræðu upp að ákveðnu marki,“ segir Svala. „En hún er samt lituð af mjög miklu skilningsleysi af því að það að setja nýtt híbýli sem félagslegt úrræði inn í ákveðin hverfi mun ekki auka vandann. Það mun fyrst og fremst draga úr þeim vanda sem hverfið er að upplifa og koma til móts við þarfir og líkamlega heilsu heimilislausra.“ Hún segir að það sem fólk þurfi fyrst og fremst að gera sér grein fyrir sé að það að setja nýtt húsnæði eða búsetuúrræði inn í hverfi muni ekki auka vandann heldur fyrst og fremst draga úr vandanum sem er til staðar. „Þeir einstaklingar sem munu búa í þessum smáhýsum eða í annars konar úrræðum sem eru sett upp í hverfunum eru oft einstaklingar sem eru nú þegar að lifa sínu lífi í hverfinu.“ „Þannig að það mun draga úr öllum samfélagslegum vandamálum að koma fólki inn í húsnæði. Svo eru það bara grundvallarmannréttindi hvers manns að eiga heimili og geta átt sinn stað, upplifað sig örugga og látið sér líða vel,“ segir Svala. „Ef við sem samfélag viljum hafa þau gildi þá verðum við að geta skoðað og komið til móts við fjölbreyttar þarfir hvers og eins.“ Víglínan Reykjavík Félagsmál Tengdar fréttir Samgönguáætlun og smáhýsi fyrir heimilislausa til umræðu í Víglínunni Í Víglínuna koma Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, og Svala Jóhannsdóttir, verkefnastýra Frú Ragnheiðar. Sigurður Ingi ræðir samgönguáætlun sem er til umræðu á Alþingi núna og Svala ræðir meðal annars staðsetningu smáhýsa fyrir heimilislausa í Reykjavík. 21. júní 2020 17:00 Séra Friðrik snýr sér við í gröf sinni Valsmenn hnakkrífast um fyrirhugaða smáhýsabyggð í Hlíðahverfi. 19. júní 2020 12:07 Fannst látinn þar sem reisa á smáhýsi í Hlíðahverfi Íbúar hafa þungar áhyggjur af uppbyggingu smáhýsa í Hlíðahverfi. Í grenndinni eru nú þegar tvö félagsleg úrræði og eru foreldrar uggandi yfir lélegri umhirðu, en dæmi eru um að börn finni notaðar sprautunálar á víðavangi. 18. júní 2020 18:38 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Sjá meira
Áætlað er að um 350 einstaklingar sem búsettir eru í Reykjavík séu heimilislausir. Verkefnisstýra Frú Ragnheiðar segir gríðarlega mikilvægt að koma til móts við þá einstaklinga sem glíma við heimilisleysi og koma fólki í húsnæði en margir skjólstæðingar Frú Ragnheiðar eru í hópi heimilislausra. „65% af því fólki sem leitar til Frú Ragnheiðar glímir við heimilisleysi og þegar kemur að þessu ákveðna búsetuúrræði þá hefur reynst mjög erfitt að koma þeim upp víðs vegar í borginni og að ég best veit eru tuttugu smáhýsi sem bíða uppsetningar og eru búin að bíða í tvö til þrjú ár,“ segir Svala Jóhannsdóttir, verkefnisstýra Frú Ragnheiðar í Víglínunni í dag. Mikil umræða hefur verið síðustu daga um smáhýsi sem reisa á í Hlíðunum. Margir íbúar hverfisins hafa gagnrýnt ákvörðun borgarinnar um staðsetningu smáhýsanna en fyrir framan svæðið sem þau eiga að rísa á er göngu- og hjólastígur sem börn og ungmenni fara reglulega um til að komast leiða sinna á íþróttaæfingar. Þá er Konukot einnig í næsta nágrenni og búsetukjarni. „Ég skil þessa umræðu upp að ákveðnu marki,“ segir Svala. „En hún er samt lituð af mjög miklu skilningsleysi af því að það að setja nýtt híbýli sem félagslegt úrræði inn í ákveðin hverfi mun ekki auka vandann. Það mun fyrst og fremst draga úr þeim vanda sem hverfið er að upplifa og koma til móts við þarfir og líkamlega heilsu heimilislausra.“ Hún segir að það sem fólk þurfi fyrst og fremst að gera sér grein fyrir sé að það að setja nýtt húsnæði eða búsetuúrræði inn í hverfi muni ekki auka vandann heldur fyrst og fremst draga úr vandanum sem er til staðar. „Þeir einstaklingar sem munu búa í þessum smáhýsum eða í annars konar úrræðum sem eru sett upp í hverfunum eru oft einstaklingar sem eru nú þegar að lifa sínu lífi í hverfinu.“ „Þannig að það mun draga úr öllum samfélagslegum vandamálum að koma fólki inn í húsnæði. Svo eru það bara grundvallarmannréttindi hvers manns að eiga heimili og geta átt sinn stað, upplifað sig örugga og látið sér líða vel,“ segir Svala. „Ef við sem samfélag viljum hafa þau gildi þá verðum við að geta skoðað og komið til móts við fjölbreyttar þarfir hvers og eins.“
Víglínan Reykjavík Félagsmál Tengdar fréttir Samgönguáætlun og smáhýsi fyrir heimilislausa til umræðu í Víglínunni Í Víglínuna koma Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, og Svala Jóhannsdóttir, verkefnastýra Frú Ragnheiðar. Sigurður Ingi ræðir samgönguáætlun sem er til umræðu á Alþingi núna og Svala ræðir meðal annars staðsetningu smáhýsa fyrir heimilislausa í Reykjavík. 21. júní 2020 17:00 Séra Friðrik snýr sér við í gröf sinni Valsmenn hnakkrífast um fyrirhugaða smáhýsabyggð í Hlíðahverfi. 19. júní 2020 12:07 Fannst látinn þar sem reisa á smáhýsi í Hlíðahverfi Íbúar hafa þungar áhyggjur af uppbyggingu smáhýsa í Hlíðahverfi. Í grenndinni eru nú þegar tvö félagsleg úrræði og eru foreldrar uggandi yfir lélegri umhirðu, en dæmi eru um að börn finni notaðar sprautunálar á víðavangi. 18. júní 2020 18:38 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Sjá meira
Samgönguáætlun og smáhýsi fyrir heimilislausa til umræðu í Víglínunni Í Víglínuna koma Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, og Svala Jóhannsdóttir, verkefnastýra Frú Ragnheiðar. Sigurður Ingi ræðir samgönguáætlun sem er til umræðu á Alþingi núna og Svala ræðir meðal annars staðsetningu smáhýsa fyrir heimilislausa í Reykjavík. 21. júní 2020 17:00
Séra Friðrik snýr sér við í gröf sinni Valsmenn hnakkrífast um fyrirhugaða smáhýsabyggð í Hlíðahverfi. 19. júní 2020 12:07
Fannst látinn þar sem reisa á smáhýsi í Hlíðahverfi Íbúar hafa þungar áhyggjur af uppbyggingu smáhýsa í Hlíðahverfi. Í grenndinni eru nú þegar tvö félagsleg úrræði og eru foreldrar uggandi yfir lélegri umhirðu, en dæmi eru um að börn finni notaðar sprautunálar á víðavangi. 18. júní 2020 18:38