Veðurstofa varar við sjö stiga skjálfta en Ragnar býst við hámark sex stiga Kristján Már Unnarsson skrifar 22. júní 2020 21:21 Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur í viðtali við Stöð 2 í dag. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Jarðfræðistofnun Bandaríkjanna telur jarðskjálftann sem varð út af Norðurlandi um kvöldmatarleytið í gærkvöldi hafa verið af stærðinni sex. Veðurstofan varar við því að búast megi við skjálfta af stærðinni sjö. Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur telur hins vegar ólíklegt að skjálfti í Eyjafjarðarálnum fari yfir sex stig. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Siglfirðingar hafa fundið einna harðast fyrir jarðskjálftunum síðustu sólarhringa og sá öflugasti til þessa, klukkan sjö mínútur yfir sjö í gærkvöldi, fannst rækilega í byggðum norðanlands og raunar víða um land. Veðurstofan metur hann 5,8 stig meðan Jarðfræðistofnun Bandaríkjanna reiknar hann sex stig. Frá Siglufirði í gær. Upptök stóra skjálftans klukkan 19.07 í gærkvöldi voru 28 kílómetra norðnorðaustur af Siglufirði.Stöð 2/Jóhann K. Jóhannsson. Grænu stjörnurnar á skjálftakorti Veðurstofunnar eru orðnar svo þéttar að okkar reyndasti jarðskjálftafræðingur man ekki annað eins á þessu svæði. „Þetta er það mesta sem maður hefur séð á þessu belti frá því maður fór að vinna við þetta,“ segir Ragnar Stefánsson. Hann bendir á að hrinan hafi verið að færast norðar, fjær landi. „Ef maður býst við stærri skjálftum þá mundi ég helst búast við þeim norðarlega á þessu belti, - svona fimmtíu kílómetra norður af landinu.“ Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. „Veðurstofan hefur gefið það út að stærsti skjálfti, sem þeir sjá fyrir sér að geti orðið þarna á þessu misgengi sem er þarna fyrir norðan, geti verið af stærðinni sjö. Sem er gríðarlega stór jarðskjálfti,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra. Ragnar Stefánsson býst þó ekki við svo öflugum skjálfta. „Þá held ég að maður eigi ekkert að vera smeykur um að skjálftar verði stærri á þessari línu heldur en sex. Geti kannski náð sex á þessari línu.“ En rifjar þó upp Skagafjarðarskjálftann. Skagafjarðarskjálftinn 27. mars árið 1963 átti upptök um 60 kílómetra norður af Sauðárkróki.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. „Skagafjarðarskjálftinn 1963 var sjö að stærð. En hann var dálítið úti í hafi þannig að hann olli litlum skemmdum,“ segir Ragnar. „Gagnvart ferðamönnum á svæðinu þá hefur verið bent sérstaklega á það að forðast að vera í fjallgöngum, forðast svæði þar sem er hætta á skriðuföllum,“ segir Víðir. En þurfum við að óttast stóran Húsavíkurskjálfta? „Ekki út frá þessu, nei. Ég held ekki. En hitt er annað mál að það er alveg sjálfsagt að hafa alla möguleika í huga. Og það er svolítil óvissa um hvar þetta kemur niður næst,“ svarar Ragnar. „Við höfum verið að benda á forvarnarefni sem er á síðu Almannavarna, almannavarnir.is, þar sem má nálgast upplýsingar og hvetjum alla til að kynna sér það og vera undirbúnir og fara yfir það hvort að heimili þeirra er og vinnustaður séu öruggir,“ segir Víðir. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Eldgos og jarðhræringar Fjallabyggð Skagafjörður Norðurþing Almannavarnir Tengdar fréttir Myndband sýnir áhrif stóra skjálftans á laugardaginn Veðurstofa Íslands hefur birt myndband sem tekið var í húsi á Reykjum á Reykjaströnd í Skagafirði þegar jarðskjálfti að stærð 5,6 reið yfir síðastliðið laugardagskvöld. 22. júní 2020 10:33 Eins tilbúin og hægt er fyrir harðari skjálfta Ekkert lát er á jarðskjálftahrinunni sem hófst norðan við Gjögurtá á föstudag. Stærstu skjálftarnir hafa fundist í byggð allt frá Húsavík til Ísafjarðar, á Akranesi og á höfuðborgarsvæðinu. 21. júní 2020 21:17 Haraldur segir ekkert benda til að skjálftarnir tengist eldvirkni Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur segir ekkert benda til að skjálftarnir núna út af Eyjafirði tengist eldvirkni. Fyrir átta árum taldi Haraldur miklar líkur á að skjálftahrina undan Eyjafirði í október 2012 tengdist því að kvika væri að brjóta sér leið upp í setlög á botni Eyjafjarðaráls. 21. júní 2020 20:49 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Jarðfræðistofnun Bandaríkjanna telur jarðskjálftann sem varð út af Norðurlandi um kvöldmatarleytið í gærkvöldi hafa verið af stærðinni sex. Veðurstofan varar við því að búast megi við skjálfta af stærðinni sjö. Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur telur hins vegar ólíklegt að skjálfti í Eyjafjarðarálnum fari yfir sex stig. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Siglfirðingar hafa fundið einna harðast fyrir jarðskjálftunum síðustu sólarhringa og sá öflugasti til þessa, klukkan sjö mínútur yfir sjö í gærkvöldi, fannst rækilega í byggðum norðanlands og raunar víða um land. Veðurstofan metur hann 5,8 stig meðan Jarðfræðistofnun Bandaríkjanna reiknar hann sex stig. Frá Siglufirði í gær. Upptök stóra skjálftans klukkan 19.07 í gærkvöldi voru 28 kílómetra norðnorðaustur af Siglufirði.Stöð 2/Jóhann K. Jóhannsson. Grænu stjörnurnar á skjálftakorti Veðurstofunnar eru orðnar svo þéttar að okkar reyndasti jarðskjálftafræðingur man ekki annað eins á þessu svæði. „Þetta er það mesta sem maður hefur séð á þessu belti frá því maður fór að vinna við þetta,“ segir Ragnar Stefánsson. Hann bendir á að hrinan hafi verið að færast norðar, fjær landi. „Ef maður býst við stærri skjálftum þá mundi ég helst búast við þeim norðarlega á þessu belti, - svona fimmtíu kílómetra norður af landinu.“ Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. „Veðurstofan hefur gefið það út að stærsti skjálfti, sem þeir sjá fyrir sér að geti orðið þarna á þessu misgengi sem er þarna fyrir norðan, geti verið af stærðinni sjö. Sem er gríðarlega stór jarðskjálfti,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra. Ragnar Stefánsson býst þó ekki við svo öflugum skjálfta. „Þá held ég að maður eigi ekkert að vera smeykur um að skjálftar verði stærri á þessari línu heldur en sex. Geti kannski náð sex á þessari línu.“ En rifjar þó upp Skagafjarðarskjálftann. Skagafjarðarskjálftinn 27. mars árið 1963 átti upptök um 60 kílómetra norður af Sauðárkróki.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. „Skagafjarðarskjálftinn 1963 var sjö að stærð. En hann var dálítið úti í hafi þannig að hann olli litlum skemmdum,“ segir Ragnar. „Gagnvart ferðamönnum á svæðinu þá hefur verið bent sérstaklega á það að forðast að vera í fjallgöngum, forðast svæði þar sem er hætta á skriðuföllum,“ segir Víðir. En þurfum við að óttast stóran Húsavíkurskjálfta? „Ekki út frá þessu, nei. Ég held ekki. En hitt er annað mál að það er alveg sjálfsagt að hafa alla möguleika í huga. Og það er svolítil óvissa um hvar þetta kemur niður næst,“ svarar Ragnar. „Við höfum verið að benda á forvarnarefni sem er á síðu Almannavarna, almannavarnir.is, þar sem má nálgast upplýsingar og hvetjum alla til að kynna sér það og vera undirbúnir og fara yfir það hvort að heimili þeirra er og vinnustaður séu öruggir,“ segir Víðir. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Eldgos og jarðhræringar Fjallabyggð Skagafjörður Norðurþing Almannavarnir Tengdar fréttir Myndband sýnir áhrif stóra skjálftans á laugardaginn Veðurstofa Íslands hefur birt myndband sem tekið var í húsi á Reykjum á Reykjaströnd í Skagafirði þegar jarðskjálfti að stærð 5,6 reið yfir síðastliðið laugardagskvöld. 22. júní 2020 10:33 Eins tilbúin og hægt er fyrir harðari skjálfta Ekkert lát er á jarðskjálftahrinunni sem hófst norðan við Gjögurtá á föstudag. Stærstu skjálftarnir hafa fundist í byggð allt frá Húsavík til Ísafjarðar, á Akranesi og á höfuðborgarsvæðinu. 21. júní 2020 21:17 Haraldur segir ekkert benda til að skjálftarnir tengist eldvirkni Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur segir ekkert benda til að skjálftarnir núna út af Eyjafirði tengist eldvirkni. Fyrir átta árum taldi Haraldur miklar líkur á að skjálftahrina undan Eyjafirði í október 2012 tengdist því að kvika væri að brjóta sér leið upp í setlög á botni Eyjafjarðaráls. 21. júní 2020 20:49 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Myndband sýnir áhrif stóra skjálftans á laugardaginn Veðurstofa Íslands hefur birt myndband sem tekið var í húsi á Reykjum á Reykjaströnd í Skagafirði þegar jarðskjálfti að stærð 5,6 reið yfir síðastliðið laugardagskvöld. 22. júní 2020 10:33
Eins tilbúin og hægt er fyrir harðari skjálfta Ekkert lát er á jarðskjálftahrinunni sem hófst norðan við Gjögurtá á föstudag. Stærstu skjálftarnir hafa fundist í byggð allt frá Húsavík til Ísafjarðar, á Akranesi og á höfuðborgarsvæðinu. 21. júní 2020 21:17
Haraldur segir ekkert benda til að skjálftarnir tengist eldvirkni Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur segir ekkert benda til að skjálftarnir núna út af Eyjafirði tengist eldvirkni. Fyrir átta árum taldi Haraldur miklar líkur á að skjálftahrina undan Eyjafirði í október 2012 tengdist því að kvika væri að brjóta sér leið upp í setlög á botni Eyjafjarðaráls. 21. júní 2020 20:49