Segir alvarlegt að kjaradeila hjúkrunarfræðinga fari í gerðardóm Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. júní 2020 21:31 Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Vísir/Sigurjón Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, segist vilja að félagsmenn hennar kynni sér vel samning félagsins við ríkið og að þeir myndi sér skoðanir á honum áður en atkvæði verða greidd um hann. Hún segir alvarlegt að hluta kjaradeilunnar hafi verið vísað til gerðardóms. Samningurinn var kynntur fyrir félagsmönnum FÍH á fundi í dag. „Okkur náttúrulega finnst það bara grafalvarlegt mál. Að við skulum vera stödd þar, árið 2020, að launaliður svona stórrar kvennastéttar, skuli fara tvisvar sinnum í röð í gerðardóm. Þetta er náttúrulega bara rannsóknarefni og hér þarf að taka upp þessi mál og skoða þau af mikilli alvöru,“ segir Guðbjörg. Verkfalli hjúkrunarfræðinga, sem átti að hefjast í dag, var afstýrt seint í gærkvöldi með samkomulagi um breytt vinnufyrirkomulag og styttingu vinnuvikunnar. Þó náðist ekki samstaða um launaliðinn, en Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari sagði í kjölfar fundar aðila að hann verði sendur til gerðardóms, sem hann kemur til með að skipa. Guðbjörg segir FÍH líta það alvarlegum augum. Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari.Vísir/Vilhelm Vill ekki spá í spilin Aðspurð segist Guðbjörg ekki vilja spá fyrir um hvort félagsmenn FÍH samþykki þann samning sem nú liggur fyrir, og var kynntur í dag. „Eftir 15 mánaða setu í samninganefndinni með einn samning felldan þá spái ég ekki, og hef reyndar ekki gert. Ég vil bara 100% þátttöku af hálfu hjúkrunarfræðinga og að fólk myndi sér skoðanir.“ Hún segir að í samkomulaginu felist stytting vinnuvikunnar, sambærileg þeirri sem aðrar stéttir sem átt hafa í kjaraviðræðum við ríkið hafa fengið. Breytingar er lúta að styttri vinnuviku og bættu starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga taki gildi á næsta ári. Guðbjörg segir þann hluta samningsins veigamikinn þátt í öðrum samningum sem ríkið hefur gert undanfarið. Eins sé farið í þessum samningi. „Þetta er einn stærsti áhersluþátturinn af hálfu ríkisins og við fögnum því, því þetta var mjög stórt atriði í okkar kröfugerð, það er stytting vinnuvikunnar. Hún skiptir máli,“ segir Guðbjörg. Verkfall ef tillagan verður felld Guðbjörg segir að fari svo að tillagan sem nú verður borin undir félagsmenn FÍH verði felld, stefni allt í verkfall hjúkrunarfræðinga. „Ef tillagan er felld, þá stöndum við í nákvæmlega sömu sporum og við stóðum í gær. Þá bara förum við í verkfallsaðgerðir og höldum áfram baráttunni þar sem frá var horfið.“ Þá segir Guðbjörg að félagið verði að taka þeirri niðurstöðu sem gerðardómur kemst að. „Það er enginn að ákveða að ætla að biðja gerðardóm að ákveða launin sín. En við erum tilbúin að taka þeirri niðurstöðu, því það er það djúpstæð gjá á milli okkar og ríkisins, að við munum aldrei ná saman.“ Kjaramál Verkföll 2020 Heilbrigðismál Tengdar fréttir Ekki verður af verkfalli hjúkrunarfræðinga Fundi samninganefnda Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkisins lauk í Karphúsinu á tólfta tímanum í kvöld. Fyrirhuguðu verkfalli sem átti að hefjast klukkan 08:00 í fyrramálið hefur verið afstýrt 21. júní 2020 23:26 Óvenjuleg lausn undir óvenjulegum kringumstæðum Fyrirhuguðu verkfalli hjúkrunarfræðinga sem átti að hefjast í fyrramálið var afstýrt seint í kvöld þegar samkomulag náðist um miðlunartillögu sem Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari lagði fram til samninganefnda Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) og ríkisins. 22. júní 2020 00:39 Mest lesið Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, segist vilja að félagsmenn hennar kynni sér vel samning félagsins við ríkið og að þeir myndi sér skoðanir á honum áður en atkvæði verða greidd um hann. Hún segir alvarlegt að hluta kjaradeilunnar hafi verið vísað til gerðardóms. Samningurinn var kynntur fyrir félagsmönnum FÍH á fundi í dag. „Okkur náttúrulega finnst það bara grafalvarlegt mál. Að við skulum vera stödd þar, árið 2020, að launaliður svona stórrar kvennastéttar, skuli fara tvisvar sinnum í röð í gerðardóm. Þetta er náttúrulega bara rannsóknarefni og hér þarf að taka upp þessi mál og skoða þau af mikilli alvöru,“ segir Guðbjörg. Verkfalli hjúkrunarfræðinga, sem átti að hefjast í dag, var afstýrt seint í gærkvöldi með samkomulagi um breytt vinnufyrirkomulag og styttingu vinnuvikunnar. Þó náðist ekki samstaða um launaliðinn, en Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari sagði í kjölfar fundar aðila að hann verði sendur til gerðardóms, sem hann kemur til með að skipa. Guðbjörg segir FÍH líta það alvarlegum augum. Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari.Vísir/Vilhelm Vill ekki spá í spilin Aðspurð segist Guðbjörg ekki vilja spá fyrir um hvort félagsmenn FÍH samþykki þann samning sem nú liggur fyrir, og var kynntur í dag. „Eftir 15 mánaða setu í samninganefndinni með einn samning felldan þá spái ég ekki, og hef reyndar ekki gert. Ég vil bara 100% þátttöku af hálfu hjúkrunarfræðinga og að fólk myndi sér skoðanir.“ Hún segir að í samkomulaginu felist stytting vinnuvikunnar, sambærileg þeirri sem aðrar stéttir sem átt hafa í kjaraviðræðum við ríkið hafa fengið. Breytingar er lúta að styttri vinnuviku og bættu starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga taki gildi á næsta ári. Guðbjörg segir þann hluta samningsins veigamikinn þátt í öðrum samningum sem ríkið hefur gert undanfarið. Eins sé farið í þessum samningi. „Þetta er einn stærsti áhersluþátturinn af hálfu ríkisins og við fögnum því, því þetta var mjög stórt atriði í okkar kröfugerð, það er stytting vinnuvikunnar. Hún skiptir máli,“ segir Guðbjörg. Verkfall ef tillagan verður felld Guðbjörg segir að fari svo að tillagan sem nú verður borin undir félagsmenn FÍH verði felld, stefni allt í verkfall hjúkrunarfræðinga. „Ef tillagan er felld, þá stöndum við í nákvæmlega sömu sporum og við stóðum í gær. Þá bara förum við í verkfallsaðgerðir og höldum áfram baráttunni þar sem frá var horfið.“ Þá segir Guðbjörg að félagið verði að taka þeirri niðurstöðu sem gerðardómur kemst að. „Það er enginn að ákveða að ætla að biðja gerðardóm að ákveða launin sín. En við erum tilbúin að taka þeirri niðurstöðu, því það er það djúpstæð gjá á milli okkar og ríkisins, að við munum aldrei ná saman.“
Kjaramál Verkföll 2020 Heilbrigðismál Tengdar fréttir Ekki verður af verkfalli hjúkrunarfræðinga Fundi samninganefnda Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkisins lauk í Karphúsinu á tólfta tímanum í kvöld. Fyrirhuguðu verkfalli sem átti að hefjast klukkan 08:00 í fyrramálið hefur verið afstýrt 21. júní 2020 23:26 Óvenjuleg lausn undir óvenjulegum kringumstæðum Fyrirhuguðu verkfalli hjúkrunarfræðinga sem átti að hefjast í fyrramálið var afstýrt seint í kvöld þegar samkomulag náðist um miðlunartillögu sem Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari lagði fram til samninganefnda Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) og ríkisins. 22. júní 2020 00:39 Mest lesið Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Ekki verður af verkfalli hjúkrunarfræðinga Fundi samninganefnda Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkisins lauk í Karphúsinu á tólfta tímanum í kvöld. Fyrirhuguðu verkfalli sem átti að hefjast klukkan 08:00 í fyrramálið hefur verið afstýrt 21. júní 2020 23:26
Óvenjuleg lausn undir óvenjulegum kringumstæðum Fyrirhuguðu verkfalli hjúkrunarfræðinga sem átti að hefjast í fyrramálið var afstýrt seint í kvöld þegar samkomulag náðist um miðlunartillögu sem Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari lagði fram til samninganefnda Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) og ríkisins. 22. júní 2020 00:39