Rakitic kom Börsungum aftur á toppinn Anton Ingi Leifsson skrifar 23. júní 2020 22:00 Rakitic skoraði sigurmark Börsunga. Xavi/Getty Images Króatinn Ivan Rakitić sá til þess að Barcelona endurheimti toppsæti spænsku úrvalsdeildarinnar í kvöld. Athletic Bilbao var í heimsókn á Nou Camp og þurftu heimamenn nauðsynlega á sigri að halda. staðan hins vegar markalaus í hálfleik þó svo að Börsungar væru mikið betri aðilinn. Gestirnir áttu til að mynda ekki skot á markið í leik kvöldsins. Það var svo á 71. mínútu leiksins sem Ivan Rakitić skoraði eina mark leiksins eftir sendingu frá Lionel Messi, hverjum öðrum. Lokatölur 1-0 og Barcelona komið á topp deildarinnar á ný. Barca er með 68 stig á meðan Real Madrid er með 65 og á leik til góða. Spænski boltinn Fótbolti
Króatinn Ivan Rakitić sá til þess að Barcelona endurheimti toppsæti spænsku úrvalsdeildarinnar í kvöld. Athletic Bilbao var í heimsókn á Nou Camp og þurftu heimamenn nauðsynlega á sigri að halda. staðan hins vegar markalaus í hálfleik þó svo að Börsungar væru mikið betri aðilinn. Gestirnir áttu til að mynda ekki skot á markið í leik kvöldsins. Það var svo á 71. mínútu leiksins sem Ivan Rakitić skoraði eina mark leiksins eftir sendingu frá Lionel Messi, hverjum öðrum. Lokatölur 1-0 og Barcelona komið á topp deildarinnar á ný. Barca er með 68 stig á meðan Real Madrid er með 65 og á leik til góða.
Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann
Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn