Seyðfirðingar afslappaðir vegna komu ferðamanna með Norrænu Telma Tómasson skrifar 23. júní 2020 13:08 Norræna við hafnarbakkann á Seyðisfirði. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Bæjarstjóri Seyðisfjarðar segir heimamenn afslappaða gagnvart komu erlendra ferðamanna til bæjarins. Norræna lagðist að bryggju í morgun og gengur skimun vegna kórónuveirunnar vel. Norræna fylgir alla jafna mjög vel áætlun, og engin undantekning var þar á í morgun og lagðist skipið að bryggju á Seyðisfirði rétt fyrir klukkan níu. Um 460 farþegar voru um borð, þar af um 160 Færeyingar sem eru undanþegnir skimun. Fjórtán manna heilbrigðisteymi var í startholunum að hefja vinnu sína. Rúnar Gunnarsson, yfirhafnarvörður á Seyðisfirði, segir að það hafi verið stór hópur af heilbrigðisstarfsfólki sem hafi komið til þeirra um hálf níu. „Allir voru skráðir inn og slíkt. Mjög frambærilegur og faglegur hópur sem er þarna á ferðinni. Þau voru bara tilbúin að fara um borð um leið og búið var að opna skipið, í lögreglufylgd. Þannig að þetta gengur allt saman mjög vel fyrir sig,“ segir Rúnar. Kom þetta fólk að sunnan? „Nei, það kom hér að austan í þetta skiptið. Það stóð til að það kæmi að sunnan, var eitthvað vesen með flutning þannig að þetta er heilbrigðisstarfsfólk héðan að austan,“ segir Rúnar. Farþegafjöldinn meiri en í síðustu viku Linda Gunnlaugsdóttir, framkvæmdastjóri Smyril Line, segir farþegafjöldann mun meiri en í síðustu viku, en skimun gangi vel og samkvæmt áætlun. Rúnar segir að skimunin hafi verið vel undirbúin og þrjá til fjórar stöðvar settar upp í skipinu. „Þetta veltur mikið á því að farþegar séu búnir að skrá sig inn í Covid-skráningarkerfið þannig að ef það hefur gengið eftir ætti þetta allt að vera í góðum málum.“ Farþegar Norrænu leggja yfirleitt af stað beint í ferðalagið sitt, en þó dokar fólk einnig við á staðnum og segist bæjarstjórinn á Seyðisfirði ekki hafa orðið vör við að íbúr hafi miklar áhyggjur af hugsanlega covid-smituðum einstaklingum. Allir séu þó mjög meðvitaðir um hvernig huga skuli að sóttvörnum. „Ja, ég hef ekki orðið vör við annað en að bæjarbúar séu þokkalega afslappaðir gagnvart þessu. Ég held að allir séu að passa sig að sótthreinsa og passa sóttvarnir gagnvart sjálfum sér. Á meðan fólk gerir það held ég að þetta sé allt í lagi,“ segir Aðalbjörg Borgþórsdóttir, bæjarstjóri Seyðisfjarðar. Norræna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Seyðisfjörður Tengdar fréttir Hluti farþega um borð í Norrænu þarf ekki að fara í sýnatöku Norræna mun leggjast að bryggju á Seyðisfirði um níuleytið. Um borð eru 460 farþegar en aðeins um 300 þeirra þurfa að fara í sýnatöku en hún verður framkvæmd um borð líkt og í síðustu viku. 23. júní 2020 08:45 Mest lesið Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Erlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Erlent Fleiri fréttir Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Sjá meira
Bæjarstjóri Seyðisfjarðar segir heimamenn afslappaða gagnvart komu erlendra ferðamanna til bæjarins. Norræna lagðist að bryggju í morgun og gengur skimun vegna kórónuveirunnar vel. Norræna fylgir alla jafna mjög vel áætlun, og engin undantekning var þar á í morgun og lagðist skipið að bryggju á Seyðisfirði rétt fyrir klukkan níu. Um 460 farþegar voru um borð, þar af um 160 Færeyingar sem eru undanþegnir skimun. Fjórtán manna heilbrigðisteymi var í startholunum að hefja vinnu sína. Rúnar Gunnarsson, yfirhafnarvörður á Seyðisfirði, segir að það hafi verið stór hópur af heilbrigðisstarfsfólki sem hafi komið til þeirra um hálf níu. „Allir voru skráðir inn og slíkt. Mjög frambærilegur og faglegur hópur sem er þarna á ferðinni. Þau voru bara tilbúin að fara um borð um leið og búið var að opna skipið, í lögreglufylgd. Þannig að þetta gengur allt saman mjög vel fyrir sig,“ segir Rúnar. Kom þetta fólk að sunnan? „Nei, það kom hér að austan í þetta skiptið. Það stóð til að það kæmi að sunnan, var eitthvað vesen með flutning þannig að þetta er heilbrigðisstarfsfólk héðan að austan,“ segir Rúnar. Farþegafjöldinn meiri en í síðustu viku Linda Gunnlaugsdóttir, framkvæmdastjóri Smyril Line, segir farþegafjöldann mun meiri en í síðustu viku, en skimun gangi vel og samkvæmt áætlun. Rúnar segir að skimunin hafi verið vel undirbúin og þrjá til fjórar stöðvar settar upp í skipinu. „Þetta veltur mikið á því að farþegar séu búnir að skrá sig inn í Covid-skráningarkerfið þannig að ef það hefur gengið eftir ætti þetta allt að vera í góðum málum.“ Farþegar Norrænu leggja yfirleitt af stað beint í ferðalagið sitt, en þó dokar fólk einnig við á staðnum og segist bæjarstjórinn á Seyðisfirði ekki hafa orðið vör við að íbúr hafi miklar áhyggjur af hugsanlega covid-smituðum einstaklingum. Allir séu þó mjög meðvitaðir um hvernig huga skuli að sóttvörnum. „Ja, ég hef ekki orðið vör við annað en að bæjarbúar séu þokkalega afslappaðir gagnvart þessu. Ég held að allir séu að passa sig að sótthreinsa og passa sóttvarnir gagnvart sjálfum sér. Á meðan fólk gerir það held ég að þetta sé allt í lagi,“ segir Aðalbjörg Borgþórsdóttir, bæjarstjóri Seyðisfjarðar.
Norræna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Seyðisfjörður Tengdar fréttir Hluti farþega um borð í Norrænu þarf ekki að fara í sýnatöku Norræna mun leggjast að bryggju á Seyðisfirði um níuleytið. Um borð eru 460 farþegar en aðeins um 300 þeirra þurfa að fara í sýnatöku en hún verður framkvæmd um borð líkt og í síðustu viku. 23. júní 2020 08:45 Mest lesið Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Erlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Erlent Fleiri fréttir Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Sjá meira
Hluti farþega um borð í Norrænu þarf ekki að fara í sýnatöku Norræna mun leggjast að bryggju á Seyðisfirði um níuleytið. Um borð eru 460 farþegar en aðeins um 300 þeirra þurfa að fara í sýnatöku en hún verður framkvæmd um borð líkt og í síðustu viku. 23. júní 2020 08:45