Nýr markaður opnast fyrir íslenskar vörur með siglingum til Grænlands Kristján Már Unnarsson skrifar 23. júní 2020 20:36 Vikulegar skipaferðir milli Íslands og Grænlands, með samsiglingum Royal Arctic Line og Eimskips, hófust formlega í síðustu viku. Stöð 2/Sigurjón Ólason. Straumhvörf í siglingum milli Íslands og Grænlands opna nýjan markað fyrir íslenskar framleiðsluvörur, þar á meðal fersk matvæli eins og grænmeti. Eimskipsmenn segja áhugann á Grænlandi hafa komið á óvart. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Koma nýjasta og stærsta skips Grænlendinga til Reykjavíkur í síðustu viku markaði upphafið að samsiglingum Royal Arctic Line og Eimskips en með þeim tekur aðeins fjóra daga að sigla vörum frá Reykjavík til Nuuk. Þéttsetinn salurinn á fundi sem Grænlensk-íslenska viðskiptaráðið efndi til í dag lýsir áhuganum á þeim nýju tækifærum sem skapast og það gladdi Eimskipsmenn að sjá hversu margir gámar fóru með skipinu héðan til Grænlands. Björn Einarsson, framkvæmdastjóri sölu- og viðskiptastýringar Eimskips.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. „Það kom okkur mjög á óvart hversu íslensk fyrirtæki voru spennt fyrir þessu og umfangið í þessari fyrstu ferð var mjög spennandi og gaman að sjá,“ segir Björn Einarsson, framkvæmdastjóri sölu- og viðskiptastýringar Eimskips. Það þarf ekki annað en að ganga um grænlenskar verslanir til að átta sig á því að þetta 55 þúsund manna samfélag þarf heilmikið af neysluvörum, sem íslensk fyrirtæki fá nú betri kost á að sinna með vikulegum siglingum. „Öflug íslensk fyrirtæki eiga mikið erindi til Grænlands, bæði varðandi íslenska framleiðslu - matvælaframleiðslu - íslensk framleiðsla í grænmeti, jafnvel ferskvara í gegnum íslensk fyrirtæki og áfram,“ segir Björn og nefnir einnig fyrirtæki sem versla með alþjóðleg vörumerki. Úr matvöruverslun í Nuuk. Styttri siglingatími og tíðari ferðir bjóða íslenskum matvælaframleiðendum upp á tækifæri til að selja ferskvöru til Grænlands.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Þá er mikil uppbygging á Grænlandi sem íslensk fyrirtæki koma að. „Byggingariðnaðurinn, hann á mikil tækifæri á Grænlandi, bæði í verktökum og einnig öflug íslensk fyrirtæki sem eru að sinna byggingariðnaðinum,“ segir Björn. Og þetta er gagnkvæmt. Grænlendingar hafa núna greiðari leið til að koma sínum afurðum á heimsmarkað í gegnum flutninganet Íslendinga. „Bæði í gegnum siglingakerfið okkar en líka í gegnum öflugt kerfi varðandi ferskan fisk í flugi héðan, sem íslensk flugfélög hafa þróað. Þannig að það á líka mikið erindi inn á þann markað. Og ég er alveg viss um það að þau skref muni koma jafnt og þétt,“ segir Björn. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Grænland Skipaflutningar Tengdar fréttir Siglingar Grænlendinga og Íslendinga tvinnast saman Tímamót urðu í samskiptum Grænlendinga og Íslendinga síðdegis þegar grænlenska skipið Tukuma Arctica sigldi inn til Reykjavíkur. Þetta er fyrsta ferðin í gagnkvæmu samstarfi sem felur í sér að Grænlendingar sigla með vörur fyrir Íslendinga og öfugt. 15. júní 2020 23:09 Stærsta skip Íslendinga komið að Súesskurði á leið frá Kína Dettifoss, stærsta skip sem smíðað hefur verið fyrir Íslendinga, kom í dag að Súesskurðinum á nærri sjötíu daga heimsiglingu skipsins yfir hálfan hnöttinn frá Kína. Þetta nýjasta skip Eimskipafélagsins er væntanlegt til Íslands um miðjan júlí. 9. júní 2020 21:28 Íslensk verkfræðistofa hannar jarðgöng fyrir Grænlendinga Grænlendingar undirbúa núna eins kílómetra löng jarðgöng, - í landi sem er án þjóðvegakerfis. Og það sem meira er: Það er íslensk verkfræðistofa sem ráðleggur þeim að gera þetta, hannar líka göngin og býr til útboðsgögnin. 4. júní 2020 09:47 Skrautleg áskorun Ístaks að hefja smíði stærsta skóla Grænlands í veirufaraldri Ístaksmenn glíma við einhverja skrautlegustu áskorun í sögu fyrirtækisins; að hefja smíði þrettán milljarða króna skólabyggingar á Grænlandi. Starfsmennirnir þurfa að gangast undir tvöfalt veirupróf og vinnusvæðið í Nuuk er sérstök sóttkví. 8. maí 2020 21:30 Eldur sagður kveikja gullæði á Grænlandi Gullæði á Grænlandi. Þannig hljómar fyrirsögn eins grænlensku fjölmiðlanna eftir að fréttir bárust um stóran gullfund fyrirtækis, sem Íslendingurinn Eldur Ólafsson stendur að. 14. desember 2019 23:00 Mest lesið Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira
Straumhvörf í siglingum milli Íslands og Grænlands opna nýjan markað fyrir íslenskar framleiðsluvörur, þar á meðal fersk matvæli eins og grænmeti. Eimskipsmenn segja áhugann á Grænlandi hafa komið á óvart. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Koma nýjasta og stærsta skips Grænlendinga til Reykjavíkur í síðustu viku markaði upphafið að samsiglingum Royal Arctic Line og Eimskips en með þeim tekur aðeins fjóra daga að sigla vörum frá Reykjavík til Nuuk. Þéttsetinn salurinn á fundi sem Grænlensk-íslenska viðskiptaráðið efndi til í dag lýsir áhuganum á þeim nýju tækifærum sem skapast og það gladdi Eimskipsmenn að sjá hversu margir gámar fóru með skipinu héðan til Grænlands. Björn Einarsson, framkvæmdastjóri sölu- og viðskiptastýringar Eimskips.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. „Það kom okkur mjög á óvart hversu íslensk fyrirtæki voru spennt fyrir þessu og umfangið í þessari fyrstu ferð var mjög spennandi og gaman að sjá,“ segir Björn Einarsson, framkvæmdastjóri sölu- og viðskiptastýringar Eimskips. Það þarf ekki annað en að ganga um grænlenskar verslanir til að átta sig á því að þetta 55 þúsund manna samfélag þarf heilmikið af neysluvörum, sem íslensk fyrirtæki fá nú betri kost á að sinna með vikulegum siglingum. „Öflug íslensk fyrirtæki eiga mikið erindi til Grænlands, bæði varðandi íslenska framleiðslu - matvælaframleiðslu - íslensk framleiðsla í grænmeti, jafnvel ferskvara í gegnum íslensk fyrirtæki og áfram,“ segir Björn og nefnir einnig fyrirtæki sem versla með alþjóðleg vörumerki. Úr matvöruverslun í Nuuk. Styttri siglingatími og tíðari ferðir bjóða íslenskum matvælaframleiðendum upp á tækifæri til að selja ferskvöru til Grænlands.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Þá er mikil uppbygging á Grænlandi sem íslensk fyrirtæki koma að. „Byggingariðnaðurinn, hann á mikil tækifæri á Grænlandi, bæði í verktökum og einnig öflug íslensk fyrirtæki sem eru að sinna byggingariðnaðinum,“ segir Björn. Og þetta er gagnkvæmt. Grænlendingar hafa núna greiðari leið til að koma sínum afurðum á heimsmarkað í gegnum flutninganet Íslendinga. „Bæði í gegnum siglingakerfið okkar en líka í gegnum öflugt kerfi varðandi ferskan fisk í flugi héðan, sem íslensk flugfélög hafa þróað. Þannig að það á líka mikið erindi inn á þann markað. Og ég er alveg viss um það að þau skref muni koma jafnt og þétt,“ segir Björn. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Grænland Skipaflutningar Tengdar fréttir Siglingar Grænlendinga og Íslendinga tvinnast saman Tímamót urðu í samskiptum Grænlendinga og Íslendinga síðdegis þegar grænlenska skipið Tukuma Arctica sigldi inn til Reykjavíkur. Þetta er fyrsta ferðin í gagnkvæmu samstarfi sem felur í sér að Grænlendingar sigla með vörur fyrir Íslendinga og öfugt. 15. júní 2020 23:09 Stærsta skip Íslendinga komið að Súesskurði á leið frá Kína Dettifoss, stærsta skip sem smíðað hefur verið fyrir Íslendinga, kom í dag að Súesskurðinum á nærri sjötíu daga heimsiglingu skipsins yfir hálfan hnöttinn frá Kína. Þetta nýjasta skip Eimskipafélagsins er væntanlegt til Íslands um miðjan júlí. 9. júní 2020 21:28 Íslensk verkfræðistofa hannar jarðgöng fyrir Grænlendinga Grænlendingar undirbúa núna eins kílómetra löng jarðgöng, - í landi sem er án þjóðvegakerfis. Og það sem meira er: Það er íslensk verkfræðistofa sem ráðleggur þeim að gera þetta, hannar líka göngin og býr til útboðsgögnin. 4. júní 2020 09:47 Skrautleg áskorun Ístaks að hefja smíði stærsta skóla Grænlands í veirufaraldri Ístaksmenn glíma við einhverja skrautlegustu áskorun í sögu fyrirtækisins; að hefja smíði þrettán milljarða króna skólabyggingar á Grænlandi. Starfsmennirnir þurfa að gangast undir tvöfalt veirupróf og vinnusvæðið í Nuuk er sérstök sóttkví. 8. maí 2020 21:30 Eldur sagður kveikja gullæði á Grænlandi Gullæði á Grænlandi. Þannig hljómar fyrirsögn eins grænlensku fjölmiðlanna eftir að fréttir bárust um stóran gullfund fyrirtækis, sem Íslendingurinn Eldur Ólafsson stendur að. 14. desember 2019 23:00 Mest lesið Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira
Siglingar Grænlendinga og Íslendinga tvinnast saman Tímamót urðu í samskiptum Grænlendinga og Íslendinga síðdegis þegar grænlenska skipið Tukuma Arctica sigldi inn til Reykjavíkur. Þetta er fyrsta ferðin í gagnkvæmu samstarfi sem felur í sér að Grænlendingar sigla með vörur fyrir Íslendinga og öfugt. 15. júní 2020 23:09
Stærsta skip Íslendinga komið að Súesskurði á leið frá Kína Dettifoss, stærsta skip sem smíðað hefur verið fyrir Íslendinga, kom í dag að Súesskurðinum á nærri sjötíu daga heimsiglingu skipsins yfir hálfan hnöttinn frá Kína. Þetta nýjasta skip Eimskipafélagsins er væntanlegt til Íslands um miðjan júlí. 9. júní 2020 21:28
Íslensk verkfræðistofa hannar jarðgöng fyrir Grænlendinga Grænlendingar undirbúa núna eins kílómetra löng jarðgöng, - í landi sem er án þjóðvegakerfis. Og það sem meira er: Það er íslensk verkfræðistofa sem ráðleggur þeim að gera þetta, hannar líka göngin og býr til útboðsgögnin. 4. júní 2020 09:47
Skrautleg áskorun Ístaks að hefja smíði stærsta skóla Grænlands í veirufaraldri Ístaksmenn glíma við einhverja skrautlegustu áskorun í sögu fyrirtækisins; að hefja smíði þrettán milljarða króna skólabyggingar á Grænlandi. Starfsmennirnir þurfa að gangast undir tvöfalt veirupróf og vinnusvæðið í Nuuk er sérstök sóttkví. 8. maí 2020 21:30
Eldur sagður kveikja gullæði á Grænlandi Gullæði á Grænlandi. Þannig hljómar fyrirsögn eins grænlensku fjölmiðlanna eftir að fréttir bárust um stóran gullfund fyrirtækis, sem Íslendingurinn Eldur Ólafsson stendur að. 14. desember 2019 23:00