Flugfreyjur og Icelandair undirrita kjarasamning Sunna Sæmundsdóttir skrifar 25. júní 2020 04:32 Frá undirritun kjarasamninga í nótt. Flugfreyjufélag Íslands undirritaði kjarasamning við Icelandair á fjórða tímanum í nótt eftir sextán klukkustunda langan fund sem hófst hjá ríkissáttasemjara klukkan tólf í hádeginu í gær. Samningurinn verður kynntur flugfreyjum á föstudag og því næst borinn undir félagsmenn í rafrænni atkvæðagreiðslu. Samningurinn gildur til 30. september 2025. „Samninganefnd Flugfreyjufélags Íslands hefur frá upphafi þessara löngu og flóknu samningalotu fundið til ábyrgðar og sýnt mikinn samningsvilja. Líkt og flugmenn og flugvirkjar hafa flugfreyjur og flugþjónar ætíð verið tilbúin til að leggja sitt lóð á vogarskálarnar og mæta fyrirtækinu á erfiðum tímum," segir í yfirlýsingu frá Flugfreyjufélaginu. Þá segir að starfsöryggi félagsmanna FFÍ hafi verið eitt af aðaláhersluatriðum samninganefndar í viðræðunum. „Með nýjum samningi kom FFÍ til móts við Icelandair í því gjörbreytta landslagi sem blasir við fyrirtækinu og gerir því kleift að auka samkeppnishæfni og sveigjanleika félagsins,“ er haft eftir Guðlaugu Líneyju Jóhannsdóttur, formanni félagsins. Stjórnendur Icelandair hafa sagt það skipta öllu mála að ná kjarasamningi fyrir hlutafjárútboð félagsins. Mikilvægur samningur Í yfirlýsingu frá Icelandair segir að samningurinn sé í samræmi við markmið um að auka vinnuframlag og sveigjanleika fyrir félagið á sama tíma og ráðstöfunartekjur flugliða séu tryggðar. „Það er virkilega ánægjulegt að hafa gengið frá langtímasamningi við flugfreyjur og flugþjóna en það er mikilvægur þáttur í fjárhagslegri endurskipulagningu félagsins og liður í að auka samkeppnishæfni þess til lengri tíma. Töluverðar breytingar til einföldunar voru gerðar frá fyrri samningi sem fela í sér aukið vinnuframlag og aukinn sveigjanleika til þróunar á leiðakerfi Icelandair en samningurinn tryggir jafnframt góð kjör og sveigjanleika fyrir starfsfólk. Með þessum samningi eru flugfreyjur og flugþjónar að leggja sitt af mörkum til að styrkja rekstrargrundvöll Icelandair til framtíðar,“ er haft eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair, í áðurnefndri tilkynningu. Bogi ítrekaði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær hversu mikilvægt það væri að ná þessum kjarasamning fyrir hlutafjárútboð félagsins sem hefst á mánudag. „Það er einn af mikilvægum lyklum í þessari endurskipulagningu sem við erum í. Ef það tekst ekki erum við í vondri stöðu," sagði Bogi Nils í gær. Icelandair Kjaramál Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Fleiri fréttir Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Sjá meira
Flugfreyjufélag Íslands undirritaði kjarasamning við Icelandair á fjórða tímanum í nótt eftir sextán klukkustunda langan fund sem hófst hjá ríkissáttasemjara klukkan tólf í hádeginu í gær. Samningurinn verður kynntur flugfreyjum á föstudag og því næst borinn undir félagsmenn í rafrænni atkvæðagreiðslu. Samningurinn gildur til 30. september 2025. „Samninganefnd Flugfreyjufélags Íslands hefur frá upphafi þessara löngu og flóknu samningalotu fundið til ábyrgðar og sýnt mikinn samningsvilja. Líkt og flugmenn og flugvirkjar hafa flugfreyjur og flugþjónar ætíð verið tilbúin til að leggja sitt lóð á vogarskálarnar og mæta fyrirtækinu á erfiðum tímum," segir í yfirlýsingu frá Flugfreyjufélaginu. Þá segir að starfsöryggi félagsmanna FFÍ hafi verið eitt af aðaláhersluatriðum samninganefndar í viðræðunum. „Með nýjum samningi kom FFÍ til móts við Icelandair í því gjörbreytta landslagi sem blasir við fyrirtækinu og gerir því kleift að auka samkeppnishæfni og sveigjanleika félagsins,“ er haft eftir Guðlaugu Líneyju Jóhannsdóttur, formanni félagsins. Stjórnendur Icelandair hafa sagt það skipta öllu mála að ná kjarasamningi fyrir hlutafjárútboð félagsins. Mikilvægur samningur Í yfirlýsingu frá Icelandair segir að samningurinn sé í samræmi við markmið um að auka vinnuframlag og sveigjanleika fyrir félagið á sama tíma og ráðstöfunartekjur flugliða séu tryggðar. „Það er virkilega ánægjulegt að hafa gengið frá langtímasamningi við flugfreyjur og flugþjóna en það er mikilvægur þáttur í fjárhagslegri endurskipulagningu félagsins og liður í að auka samkeppnishæfni þess til lengri tíma. Töluverðar breytingar til einföldunar voru gerðar frá fyrri samningi sem fela í sér aukið vinnuframlag og aukinn sveigjanleika til þróunar á leiðakerfi Icelandair en samningurinn tryggir jafnframt góð kjör og sveigjanleika fyrir starfsfólk. Með þessum samningi eru flugfreyjur og flugþjónar að leggja sitt af mörkum til að styrkja rekstrargrundvöll Icelandair til framtíðar,“ er haft eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair, í áðurnefndri tilkynningu. Bogi ítrekaði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær hversu mikilvægt það væri að ná þessum kjarasamning fyrir hlutafjárútboð félagsins sem hefst á mánudag. „Það er einn af mikilvægum lyklum í þessari endurskipulagningu sem við erum í. Ef það tekst ekki erum við í vondri stöðu," sagði Bogi Nils í gær.
Icelandair Kjaramál Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Fleiri fréttir Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Sjá meira