Innlent

Þrír greindust með veiruna við landa­mærin annan daginn í röð

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Skimanir á Keflavíkurflugvelli hófust 15. júní.
Skimanir á Keflavíkurflugvelli hófust 15. júní. Vísir/Vilhelm

Þrír greindust með kórónuveiruna við landamæraskimun síðasta sólarhringinn, samkvæmt nýjustu tölum á Covid.is. Þrír greindust einnig daginn áður. Enn eru þó aðeins tveir sem greinst hafa á landamærunum smitandi. Tólf eru ekki smitandi, þ.e. með gömul smit en mælast enn með mótefni gegn veirunni, og þrír bíða eftir niðurstöðum.

Virk smit á landinu eru enn þá níu líkt og í gær. Þannig virðast þrír hafa náð bata milli daga. Þá voru 511 sýni tekin við landamæraskimun síðasta sólarhringinn, tíu hjá Íslenskri erfðagreiningu og 37 hjá veirufræðideild Landspítala.

168 eru nú í sóttkví og staðfest smit frá upphafi faraldurs 1830. 1811 hafa náð bata. Alls hafa tuttugu greinst með veiruna frá því að skimanir hófust við landamærin 15. júní, þar af þrír lögreglumenn á Suðurlandi sem smituðust af erlendum ferðamönnum í starfi.


Tengdar fréttir

Eiffel-turninn opnaður á ný

Eiffel-turninn í París hefur verið lokaður í rúma þrjá mánuði vegna faraldurs kórónuveirunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×