Margrét Lára um smitið: Eitthvað sem að maður hefur óttast og engum að kenna Sindri Sverrisson skrifar 25. júní 2020 23:41 Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir kom frá Bandaríkjunum fyrir rúmri viku en sýnataka við komuna til landsins var neikvæð. Annað sýni, sem tekið var síðar, reyndist jákvætt. VÍSIR/BÁRA „Þetta er eitthvað sem að maður hefur óttast,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir í Pepsi Max mörkunum í kvöld um það að leikmaður Breiðabliks hefði smitast af kórónuveirunni. Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir greindist með smit í dag og eru liðsfélagar hennar og þjálfarar í Breiðabliki sem og leikmenn og þjálfarar KR, auk dómara og fleiri aðila, þar af leiðandi í sóttkví. Breiðablik og KR mættust í fyrrakvöld og þar kom Andrea inn á sem varamaður. Hún hafði áður komið við sögu í leik gegn Selfossi fyrir viku síðan en Selfyssingar hafa ekki verið settir í sóttkví, að minnsta kosti enn sem komið er. „Þetta er auðvitað ekki neinum að kenna en þetta er leiðinlegt og það verður fróðlegt að sjá hvað þetta hefur í för með sér,“ sagði Margrét Lára. „Þetta er náttúrulega ógeðslega leiðinlegt og setur deildina í raun og veru í uppnám, þó að heilsa leikmanna sé auðvitað það sem skiptir fyrst og fremst máli,“ sagði Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir í þættinum en innslagið má sjá hér að neðan. „Fyrst og fremst vil ég bara senda Andreu Rán batakveðjur og vonandi nær hún sér sem allra fyrst. Hún er frábær leikmaður og maður var orðinn spenntur fyrir því að fá hana inn í deildina og sá fyrir sér að hún væri að fá svolítið stærra hlutverk í Breiðabliksliðinu,“ sagði Margrét. Breiðablik og KR hefðu átt að leika tvo leiki hvort lið á næstu 14 dögum og samkvæmt KSÍ mun málið mögulega hafa áhrif á næstu umferðir í Pepsi Max-deildinni. Hyggst sambandið gefa út tilkynningu eins fljótt og mögulegt er. „Við erum að keppast við tímann út af veðri og aðstæðum á Íslandi þannig að við getum mögulega ekki lengt tímabilið neitt mikið frekar, get ég ímyndað mér. Þetta er alla vega verkefni fyrir KSÍ næstu dagana,“ sagði Margrét. Klippa: Pepsi Max mörkin - Leikmaður með kórónuveirusmit Íslenski boltinn Pepsi Max-mörkin Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik KR Tengdar fréttir Leikmaður Breiðabliks smitaður Leikmaður kvennaliðs Breiðabliks í fótbolta hefur greinst með kórónuveirusmit. Liðsfélagar og þjálfarar hennar, sem og leikmenn og þjálfarar KR, þurfa nú að fara í tveggja vikna sóttkví. 25. júní 2020 17:49 Dómarar, Blikar og KR-ingar í sóttkví en ekki Selfyssingar Dómarar, leikmenn og þjálfarar í leik Breiðabliks og KR í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta síðasta þriðjudag þurfa að fara í sóttkví eftir að leikmaður Breiðabliks greindist með kórónuveirusmit í dag. 25. júní 2020 19:52 Mest lesið Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Fleiri fréttir Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Sjá meira
„Þetta er eitthvað sem að maður hefur óttast,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir í Pepsi Max mörkunum í kvöld um það að leikmaður Breiðabliks hefði smitast af kórónuveirunni. Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir greindist með smit í dag og eru liðsfélagar hennar og þjálfarar í Breiðabliki sem og leikmenn og þjálfarar KR, auk dómara og fleiri aðila, þar af leiðandi í sóttkví. Breiðablik og KR mættust í fyrrakvöld og þar kom Andrea inn á sem varamaður. Hún hafði áður komið við sögu í leik gegn Selfossi fyrir viku síðan en Selfyssingar hafa ekki verið settir í sóttkví, að minnsta kosti enn sem komið er. „Þetta er auðvitað ekki neinum að kenna en þetta er leiðinlegt og það verður fróðlegt að sjá hvað þetta hefur í för með sér,“ sagði Margrét Lára. „Þetta er náttúrulega ógeðslega leiðinlegt og setur deildina í raun og veru í uppnám, þó að heilsa leikmanna sé auðvitað það sem skiptir fyrst og fremst máli,“ sagði Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir í þættinum en innslagið má sjá hér að neðan. „Fyrst og fremst vil ég bara senda Andreu Rán batakveðjur og vonandi nær hún sér sem allra fyrst. Hún er frábær leikmaður og maður var orðinn spenntur fyrir því að fá hana inn í deildina og sá fyrir sér að hún væri að fá svolítið stærra hlutverk í Breiðabliksliðinu,“ sagði Margrét. Breiðablik og KR hefðu átt að leika tvo leiki hvort lið á næstu 14 dögum og samkvæmt KSÍ mun málið mögulega hafa áhrif á næstu umferðir í Pepsi Max-deildinni. Hyggst sambandið gefa út tilkynningu eins fljótt og mögulegt er. „Við erum að keppast við tímann út af veðri og aðstæðum á Íslandi þannig að við getum mögulega ekki lengt tímabilið neitt mikið frekar, get ég ímyndað mér. Þetta er alla vega verkefni fyrir KSÍ næstu dagana,“ sagði Margrét. Klippa: Pepsi Max mörkin - Leikmaður með kórónuveirusmit
Íslenski boltinn Pepsi Max-mörkin Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik KR Tengdar fréttir Leikmaður Breiðabliks smitaður Leikmaður kvennaliðs Breiðabliks í fótbolta hefur greinst með kórónuveirusmit. Liðsfélagar og þjálfarar hennar, sem og leikmenn og þjálfarar KR, þurfa nú að fara í tveggja vikna sóttkví. 25. júní 2020 17:49 Dómarar, Blikar og KR-ingar í sóttkví en ekki Selfyssingar Dómarar, leikmenn og þjálfarar í leik Breiðabliks og KR í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta síðasta þriðjudag þurfa að fara í sóttkví eftir að leikmaður Breiðabliks greindist með kórónuveirusmit í dag. 25. júní 2020 19:52 Mest lesið Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Fleiri fréttir Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Sjá meira
Leikmaður Breiðabliks smitaður Leikmaður kvennaliðs Breiðabliks í fótbolta hefur greinst með kórónuveirusmit. Liðsfélagar og þjálfarar hennar, sem og leikmenn og þjálfarar KR, þurfa nú að fara í tveggja vikna sóttkví. 25. júní 2020 17:49
Dómarar, Blikar og KR-ingar í sóttkví en ekki Selfyssingar Dómarar, leikmenn og þjálfarar í leik Breiðabliks og KR í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta síðasta þriðjudag þurfa að fara í sóttkví eftir að leikmaður Breiðabliks greindist með kórónuveirusmit í dag. 25. júní 2020 19:52