Bára um Selfoss: „Töluvert langt frá Breiðabliki og Val í gæðum“ Anton Ingi Leifsson skrifar 26. júní 2020 13:20 Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir og Margrét Lára Viðarsdóttir í þættinum í gær. vísir/S2s Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir, einn sérfræðingur Pepsi Max-markanna, segir að Selfoss sé langt frá toppliðum Breiðablik og Vals í gæðum, þrátt fyrir að hafa unnið FH 2-0 fyrr í vikunni. Margrét Lára Viðarsdóttir segir einnig að Selfoss-liðið þurfi að spila enn betur svo hægt sé að tala um þær í toppbaráttunni en segir þó að þessir leikir gegn liðum í neðri deildunum geti stundum verið erfiðir. „Það getur oft verið tregt á því. Hlutirnir falla ekki alltaf fyrir mann og ganga sem skyldi þannig að góður sigur fyrir Selfyssinga. Ég kalla samt eftir betri heildarframmistöðu frá þeim,“ sagði Margrét Lára áður en Bára Kristbjörg tók við boltanum. „Ég gæti ekki verið meira sammála. Ég held að Selfoss, eftir þessar þrjár umferðir, eigi ekkert að vera setja þessa pressu á sig sjálfar og gefa það út að þær ætla að vera Íslandsmeistarar. Þær eru töluvert langt frá Breiðabliki og Val í gæðum, að því sem ég er búin að sjá, fyrir utan meistari meistaranna. Ég veit ekki hvort að sá leikur hafi stígið þeim eitthvað til höfuðs.“ Bára segir að ef Breiðablik eða Valur hafi verið að spila þennan leik hafi þeir gert út um hann fyrr og unnið með stærri mun. Hún sá ekki rosalegan mun á liði FH og Selfoss. „Þær voru til dæmis sterkar í þessum leik gegn FH en samt ekki það áberandi eins og ég geri ráð fyrir ef þetta hefði verið Breiðablik og Valur að mæta FH. Mér fannst gæðamunurinn á milli þessara liða ekkert stórkostlega áberandi, nema hjá einstaka leikmönnum.“ Bára segir enn fremur að hún horfi ekki jákvæðum augum á leik FH og KR sem eru bæði án stiga eftir fyrstu þrjár umferðirnar. „Eins og fyrir mitt leyti þá er FH og KR sem líta verst út eftir fyrstu þrjár umferðirnar. Mér finnst það mikil rótering á liðunum að mér líður eins og hvorugir þjálfarinn sé búinn að finna sitt lið. Ég hef áhyggjur að þessi tvö lið verði í basli og miðað við að Selfoss ætli að vera í toppbaráttu og þetta eru neðri hluta lið, þá þyrfti að vera meiri gæðamunur þarna á til þess að þær geti gert atlögu að Breiðabliki og Val.“ Klippa: Pepsi Max-mörk kvenna: Umræða um Selfoss og FH UMF Selfoss Breiðablik Valur Pepsi Max-mörkin Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Enski boltinn Fleiri fréttir Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Sjá meira
Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir, einn sérfræðingur Pepsi Max-markanna, segir að Selfoss sé langt frá toppliðum Breiðablik og Vals í gæðum, þrátt fyrir að hafa unnið FH 2-0 fyrr í vikunni. Margrét Lára Viðarsdóttir segir einnig að Selfoss-liðið þurfi að spila enn betur svo hægt sé að tala um þær í toppbaráttunni en segir þó að þessir leikir gegn liðum í neðri deildunum geti stundum verið erfiðir. „Það getur oft verið tregt á því. Hlutirnir falla ekki alltaf fyrir mann og ganga sem skyldi þannig að góður sigur fyrir Selfyssinga. Ég kalla samt eftir betri heildarframmistöðu frá þeim,“ sagði Margrét Lára áður en Bára Kristbjörg tók við boltanum. „Ég gæti ekki verið meira sammála. Ég held að Selfoss, eftir þessar þrjár umferðir, eigi ekkert að vera setja þessa pressu á sig sjálfar og gefa það út að þær ætla að vera Íslandsmeistarar. Þær eru töluvert langt frá Breiðabliki og Val í gæðum, að því sem ég er búin að sjá, fyrir utan meistari meistaranna. Ég veit ekki hvort að sá leikur hafi stígið þeim eitthvað til höfuðs.“ Bára segir að ef Breiðablik eða Valur hafi verið að spila þennan leik hafi þeir gert út um hann fyrr og unnið með stærri mun. Hún sá ekki rosalegan mun á liði FH og Selfoss. „Þær voru til dæmis sterkar í þessum leik gegn FH en samt ekki það áberandi eins og ég geri ráð fyrir ef þetta hefði verið Breiðablik og Valur að mæta FH. Mér fannst gæðamunurinn á milli þessara liða ekkert stórkostlega áberandi, nema hjá einstaka leikmönnum.“ Bára segir enn fremur að hún horfi ekki jákvæðum augum á leik FH og KR sem eru bæði án stiga eftir fyrstu þrjár umferðirnar. „Eins og fyrir mitt leyti þá er FH og KR sem líta verst út eftir fyrstu þrjár umferðirnar. Mér finnst það mikil rótering á liðunum að mér líður eins og hvorugir þjálfarinn sé búinn að finna sitt lið. Ég hef áhyggjur að þessi tvö lið verði í basli og miðað við að Selfoss ætli að vera í toppbaráttu og þetta eru neðri hluta lið, þá þyrfti að vera meiri gæðamunur þarna á til þess að þær geti gert atlögu að Breiðabliki og Val.“ Klippa: Pepsi Max-mörk kvenna: Umræða um Selfoss og FH
UMF Selfoss Breiðablik Valur Pepsi Max-mörkin Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Enski boltinn Fleiri fréttir Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Sjá meira