Fyrsta innanlandssmitið síðan í maí og hugsanlegt hópsmit Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 26. júní 2020 12:07 Víðir Reynisson er með þau skilaboð til þeirra sem koma til landsins frá löndum þar sem mikið er um smit að vera í eins litlum samskiptum og hægt er við annað fólk fyrstu tvær vikurnar eftir heimkomu. STÖÐ2 Starfsmaður atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins greindist í morgun með kórónuveiruna. Um er að ræða fyrsta innanlandssmitið síðan í maí og er smitrakning unnin eftir því verklagi að um hugsanlegt hópsmit sé að ræða. Smitrakningarteymið vinnur nú að því að rekja smitið og er ljóst að tugir manns fara í sóttkví. Að sögn Ástu Sigrúnar Magnúsdóttur, upplýsingafulltrúa ráðuneytisins kom upp grunur um smitið í gærkvöld og fór samstarfsfólk hins veika í sjálfskipaða sóttkví í morgun. Ráðherrar eru ekki með skrifstofur á þeirri hæð þar sem sýkingin kom upp. „Við erum með tvö smit í gangi núna þar sem smitrakning er í gangi. Þar sem tugir manna fara í sóttkví vegna. Það er verið að vinna það eins hratt og hægt er og eins og eins og ég segi þá eru tugir,sennilega hundrað manns að fara í sóttkví út af þessu. Sú vinna er í eðlilegum farvegi og margir sem tengjast þessu,“ sagði Víðir Reynisson, yfirlögregluþjón ríkislögreglustjóra. Smitin tvö sem um ræðir eru smit starsmanns atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins og smit knattspyrnukonu í efstu deild sem greint var frá í gær. Að sögn Víðis tengjast smitin. „Þau gera það. Við erum að vinna þett á þeirri línu að það sé hugsanlegt hópsmit í gangi þannig við vinnum eftir þeirri viðbragðsáætlnun,“ sagði Víðir. Um er að ræða fyrsta innanlandssmitið síðan í maí. „Við erum með þau skilaboð að Íslendingar sem eru að koma að utan frá Bandaríkjunum, Indlandi, Brasilíu, Rússlandi, Svíþjóð og þeirra landa þar sem mikið er um smit, séu í eins litlum samskiptum við annað fólk eins og mögulegt er fyrstu tvær vikurnar eftir heimkomu. Þrátt fyrir að hafa fengið neikvætt sýni á landamærum. Við höfum alltaf sagt að neikvætt sýni á kandamærum er ekki 100 prósent og það sýndi sig í þessu tilfelli,“ sagði Víðir. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur boðað til blaðamannafundar í Ráðherrabústaðnum klukkan 16 og er efni fundarins skimun ferðamanna á landamærum. Sýnt verður beint frá fundinum á Vísi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ráðuneytisfólk í sóttkví eftir að starfsmaður greindist með Covid-19 Starfsmaður sagður hafa smitast af knattspyrnukonu úr Kópavogi. 26. júní 2020 11:17 Fimm leikjum frestað vegna smitsins KSÍ hefur frestað fimm leikjum eftir að leikmaður Breiðabliks í fótbolta kvenna greindist með kórónuveirusmit. Ekki stendur til að fresta öðrum leikjum en leikjum Breiðabliks og KR í Pepsi Max-deild kvenna. 26. júní 2020 11:37 Mest lesið Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Erlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Erlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Sjá meira
Starfsmaður atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins greindist í morgun með kórónuveiruna. Um er að ræða fyrsta innanlandssmitið síðan í maí og er smitrakning unnin eftir því verklagi að um hugsanlegt hópsmit sé að ræða. Smitrakningarteymið vinnur nú að því að rekja smitið og er ljóst að tugir manns fara í sóttkví. Að sögn Ástu Sigrúnar Magnúsdóttur, upplýsingafulltrúa ráðuneytisins kom upp grunur um smitið í gærkvöld og fór samstarfsfólk hins veika í sjálfskipaða sóttkví í morgun. Ráðherrar eru ekki með skrifstofur á þeirri hæð þar sem sýkingin kom upp. „Við erum með tvö smit í gangi núna þar sem smitrakning er í gangi. Þar sem tugir manna fara í sóttkví vegna. Það er verið að vinna það eins hratt og hægt er og eins og eins og ég segi þá eru tugir,sennilega hundrað manns að fara í sóttkví út af þessu. Sú vinna er í eðlilegum farvegi og margir sem tengjast þessu,“ sagði Víðir Reynisson, yfirlögregluþjón ríkislögreglustjóra. Smitin tvö sem um ræðir eru smit starsmanns atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins og smit knattspyrnukonu í efstu deild sem greint var frá í gær. Að sögn Víðis tengjast smitin. „Þau gera það. Við erum að vinna þett á þeirri línu að það sé hugsanlegt hópsmit í gangi þannig við vinnum eftir þeirri viðbragðsáætlnun,“ sagði Víðir. Um er að ræða fyrsta innanlandssmitið síðan í maí. „Við erum með þau skilaboð að Íslendingar sem eru að koma að utan frá Bandaríkjunum, Indlandi, Brasilíu, Rússlandi, Svíþjóð og þeirra landa þar sem mikið er um smit, séu í eins litlum samskiptum við annað fólk eins og mögulegt er fyrstu tvær vikurnar eftir heimkomu. Þrátt fyrir að hafa fengið neikvætt sýni á landamærum. Við höfum alltaf sagt að neikvætt sýni á kandamærum er ekki 100 prósent og það sýndi sig í þessu tilfelli,“ sagði Víðir. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur boðað til blaðamannafundar í Ráðherrabústaðnum klukkan 16 og er efni fundarins skimun ferðamanna á landamærum. Sýnt verður beint frá fundinum á Vísi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ráðuneytisfólk í sóttkví eftir að starfsmaður greindist með Covid-19 Starfsmaður sagður hafa smitast af knattspyrnukonu úr Kópavogi. 26. júní 2020 11:17 Fimm leikjum frestað vegna smitsins KSÍ hefur frestað fimm leikjum eftir að leikmaður Breiðabliks í fótbolta kvenna greindist með kórónuveirusmit. Ekki stendur til að fresta öðrum leikjum en leikjum Breiðabliks og KR í Pepsi Max-deild kvenna. 26. júní 2020 11:37 Mest lesið Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Erlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Erlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Sjá meira
Ráðuneytisfólk í sóttkví eftir að starfsmaður greindist með Covid-19 Starfsmaður sagður hafa smitast af knattspyrnukonu úr Kópavogi. 26. júní 2020 11:17
Fimm leikjum frestað vegna smitsins KSÍ hefur frestað fimm leikjum eftir að leikmaður Breiðabliks í fótbolta kvenna greindist með kórónuveirusmit. Ekki stendur til að fresta öðrum leikjum en leikjum Breiðabliks og KR í Pepsi Max-deild kvenna. 26. júní 2020 11:37