Fyrsta innanlandssmitið síðan í maí og hugsanlegt hópsmit Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 26. júní 2020 12:07 Víðir Reynisson er með þau skilaboð til þeirra sem koma til landsins frá löndum þar sem mikið er um smit að vera í eins litlum samskiptum og hægt er við annað fólk fyrstu tvær vikurnar eftir heimkomu. STÖÐ2 Starfsmaður atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins greindist í morgun með kórónuveiruna. Um er að ræða fyrsta innanlandssmitið síðan í maí og er smitrakning unnin eftir því verklagi að um hugsanlegt hópsmit sé að ræða. Smitrakningarteymið vinnur nú að því að rekja smitið og er ljóst að tugir manns fara í sóttkví. Að sögn Ástu Sigrúnar Magnúsdóttur, upplýsingafulltrúa ráðuneytisins kom upp grunur um smitið í gærkvöld og fór samstarfsfólk hins veika í sjálfskipaða sóttkví í morgun. Ráðherrar eru ekki með skrifstofur á þeirri hæð þar sem sýkingin kom upp. „Við erum með tvö smit í gangi núna þar sem smitrakning er í gangi. Þar sem tugir manna fara í sóttkví vegna. Það er verið að vinna það eins hratt og hægt er og eins og eins og ég segi þá eru tugir,sennilega hundrað manns að fara í sóttkví út af þessu. Sú vinna er í eðlilegum farvegi og margir sem tengjast þessu,“ sagði Víðir Reynisson, yfirlögregluþjón ríkislögreglustjóra. Smitin tvö sem um ræðir eru smit starsmanns atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins og smit knattspyrnukonu í efstu deild sem greint var frá í gær. Að sögn Víðis tengjast smitin. „Þau gera það. Við erum að vinna þett á þeirri línu að það sé hugsanlegt hópsmit í gangi þannig við vinnum eftir þeirri viðbragðsáætlnun,“ sagði Víðir. Um er að ræða fyrsta innanlandssmitið síðan í maí. „Við erum með þau skilaboð að Íslendingar sem eru að koma að utan frá Bandaríkjunum, Indlandi, Brasilíu, Rússlandi, Svíþjóð og þeirra landa þar sem mikið er um smit, séu í eins litlum samskiptum við annað fólk eins og mögulegt er fyrstu tvær vikurnar eftir heimkomu. Þrátt fyrir að hafa fengið neikvætt sýni á landamærum. Við höfum alltaf sagt að neikvætt sýni á kandamærum er ekki 100 prósent og það sýndi sig í þessu tilfelli,“ sagði Víðir. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur boðað til blaðamannafundar í Ráðherrabústaðnum klukkan 16 og er efni fundarins skimun ferðamanna á landamærum. Sýnt verður beint frá fundinum á Vísi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ráðuneytisfólk í sóttkví eftir að starfsmaður greindist með Covid-19 Starfsmaður sagður hafa smitast af knattspyrnukonu úr Kópavogi. 26. júní 2020 11:17 Fimm leikjum frestað vegna smitsins KSÍ hefur frestað fimm leikjum eftir að leikmaður Breiðabliks í fótbolta kvenna greindist með kórónuveirusmit. Ekki stendur til að fresta öðrum leikjum en leikjum Breiðabliks og KR í Pepsi Max-deild kvenna. 26. júní 2020 11:37 Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
Starfsmaður atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins greindist í morgun með kórónuveiruna. Um er að ræða fyrsta innanlandssmitið síðan í maí og er smitrakning unnin eftir því verklagi að um hugsanlegt hópsmit sé að ræða. Smitrakningarteymið vinnur nú að því að rekja smitið og er ljóst að tugir manns fara í sóttkví. Að sögn Ástu Sigrúnar Magnúsdóttur, upplýsingafulltrúa ráðuneytisins kom upp grunur um smitið í gærkvöld og fór samstarfsfólk hins veika í sjálfskipaða sóttkví í morgun. Ráðherrar eru ekki með skrifstofur á þeirri hæð þar sem sýkingin kom upp. „Við erum með tvö smit í gangi núna þar sem smitrakning er í gangi. Þar sem tugir manna fara í sóttkví vegna. Það er verið að vinna það eins hratt og hægt er og eins og eins og ég segi þá eru tugir,sennilega hundrað manns að fara í sóttkví út af þessu. Sú vinna er í eðlilegum farvegi og margir sem tengjast þessu,“ sagði Víðir Reynisson, yfirlögregluþjón ríkislögreglustjóra. Smitin tvö sem um ræðir eru smit starsmanns atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins og smit knattspyrnukonu í efstu deild sem greint var frá í gær. Að sögn Víðis tengjast smitin. „Þau gera það. Við erum að vinna þett á þeirri línu að það sé hugsanlegt hópsmit í gangi þannig við vinnum eftir þeirri viðbragðsáætlnun,“ sagði Víðir. Um er að ræða fyrsta innanlandssmitið síðan í maí. „Við erum með þau skilaboð að Íslendingar sem eru að koma að utan frá Bandaríkjunum, Indlandi, Brasilíu, Rússlandi, Svíþjóð og þeirra landa þar sem mikið er um smit, séu í eins litlum samskiptum við annað fólk eins og mögulegt er fyrstu tvær vikurnar eftir heimkomu. Þrátt fyrir að hafa fengið neikvætt sýni á landamærum. Við höfum alltaf sagt að neikvætt sýni á kandamærum er ekki 100 prósent og það sýndi sig í þessu tilfelli,“ sagði Víðir. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur boðað til blaðamannafundar í Ráðherrabústaðnum klukkan 16 og er efni fundarins skimun ferðamanna á landamærum. Sýnt verður beint frá fundinum á Vísi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ráðuneytisfólk í sóttkví eftir að starfsmaður greindist með Covid-19 Starfsmaður sagður hafa smitast af knattspyrnukonu úr Kópavogi. 26. júní 2020 11:17 Fimm leikjum frestað vegna smitsins KSÍ hefur frestað fimm leikjum eftir að leikmaður Breiðabliks í fótbolta kvenna greindist með kórónuveirusmit. Ekki stendur til að fresta öðrum leikjum en leikjum Breiðabliks og KR í Pepsi Max-deild kvenna. 26. júní 2020 11:37 Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
Ráðuneytisfólk í sóttkví eftir að starfsmaður greindist með Covid-19 Starfsmaður sagður hafa smitast af knattspyrnukonu úr Kópavogi. 26. júní 2020 11:17
Fimm leikjum frestað vegna smitsins KSÍ hefur frestað fimm leikjum eftir að leikmaður Breiðabliks í fótbolta kvenna greindist með kórónuveirusmit. Ekki stendur til að fresta öðrum leikjum en leikjum Breiðabliks og KR í Pepsi Max-deild kvenna. 26. júní 2020 11:37