Íþróttir og forsetaembættið Dr. Hafrún Kristjánsdóttir skrifar 26. júní 2020 15:51 Mikill meirihluti íslenskra barna og unglinga tekur þátt í skipulögðu íþróttastarfi á einhverjum tímapunkti í sínu lífi. Viðamiklar íslenskar rannsóknir á vegum Rannsókna og greiningar hafa ítrekað sýnt fram á mikilvægi þessa starfs fyrir börnin og unglingana okkar. Þau börn sem eru í skipulögðu íþróttastarfi eru ólíklegri til að drekka áfengi, þau reykja síður, nota síður nikótínvörur og þau eru ólíklegri til að neyta ólöglegra vímuefna en þeir sem ekki stunda skipulagt íþróttastarf. Íþróttaungmennin okkar eru líka með jákvæðari líkamsímynd, þeir meta andlega og líkamlega heilsu sína betri og líta framtíðina bjartari augum en þeir sem ekki taka þátt í skipulögðu íþróttastarfi. Það sem meira er, langflestum börnunum finnst skemmtilegt að stunda íþróttir og þau eru ánægð með þjálfarana sína. Íslenskt íþróttastarf hefur ekki bara þessu ofboðslegu jákvæðu áhrif á ungmennin okkar heldur er fátt sem sameinar okkur Íslendinga betur er afreksíþróttafólkið okkar. Þegar strákarnir og stelpurnar okkar keppa fyrir Íslands hönd á stóra sviðinu þá gleymum við hinu daglega þrasi flykkjumst öll sem eitt á bak við okkar fólk og styðjum það af öllum okkar mætti. Við hyllum það líka þegar vel gengur, hyllum það ekki endilega fyrir að hafa sigrað, fengið gull, við hyllum það fyrir að hafa lagt sig alla fram, hafa aldrei gefist upp, sýnt vinnusemi og djörfung og dug. Okkar afreksfólk eru þannig góðar fyrirmyndir fyrir ungviðið, auka áhuga þeirra á að stunda íþróttir sem aftur eykur lífsgæði ungmennanna og lýðheilsu. Á laugardaginn fáum við tækifæri til að nýta þann dýrmæta rétt sem kosningarétturinn er. Þegar við kjósum forseta lýðveldisins erum við líka að kjósa verndara Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ) og Ungmennafélags Íslands (UMFÍ) en ÍSÍ og UMFÍ mynda íþróttahreyfingu landsins. Þar sem skipulagt íþróttastarf er svo afskaplega mikilvægt fyrir ungmennin okkar og okkur öll skiptir máli að forseti Íslands, verndari ÍSÍ og UMFÍ, sé einstaklingur sem hlúir að og sýnir íþróttahreyfingunni alla þá athygli og stuðning sem hún á skilið. Það hefur Guðni Th. Jóhannesson svo sannarlega gert síðustu fjögur ár og í raun alla tíð. Hann mætir á íþróttaviðburði hjá börnum sem og fullorðnum, afreksmönnum sem áhugamönnum. Hann hefur verið boðinn og búinn að styðja við íþróttastarf á allan þann hátt sem forseti getur. Vegna þessa og reyndar vegna margra annarra kosta Guðna Th. mun ég kjósa hann næstkomandi Laugardag og hvet aðra til að gera slíkt hið sama. Dr. Hafrún Kristjánsdóttir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2020 Mest lesið Halldór 4.10.2025 Halldór Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Mikill meirihluti íslenskra barna og unglinga tekur þátt í skipulögðu íþróttastarfi á einhverjum tímapunkti í sínu lífi. Viðamiklar íslenskar rannsóknir á vegum Rannsókna og greiningar hafa ítrekað sýnt fram á mikilvægi þessa starfs fyrir börnin og unglingana okkar. Þau börn sem eru í skipulögðu íþróttastarfi eru ólíklegri til að drekka áfengi, þau reykja síður, nota síður nikótínvörur og þau eru ólíklegri til að neyta ólöglegra vímuefna en þeir sem ekki stunda skipulagt íþróttastarf. Íþróttaungmennin okkar eru líka með jákvæðari líkamsímynd, þeir meta andlega og líkamlega heilsu sína betri og líta framtíðina bjartari augum en þeir sem ekki taka þátt í skipulögðu íþróttastarfi. Það sem meira er, langflestum börnunum finnst skemmtilegt að stunda íþróttir og þau eru ánægð með þjálfarana sína. Íslenskt íþróttastarf hefur ekki bara þessu ofboðslegu jákvæðu áhrif á ungmennin okkar heldur er fátt sem sameinar okkur Íslendinga betur er afreksíþróttafólkið okkar. Þegar strákarnir og stelpurnar okkar keppa fyrir Íslands hönd á stóra sviðinu þá gleymum við hinu daglega þrasi flykkjumst öll sem eitt á bak við okkar fólk og styðjum það af öllum okkar mætti. Við hyllum það líka þegar vel gengur, hyllum það ekki endilega fyrir að hafa sigrað, fengið gull, við hyllum það fyrir að hafa lagt sig alla fram, hafa aldrei gefist upp, sýnt vinnusemi og djörfung og dug. Okkar afreksfólk eru þannig góðar fyrirmyndir fyrir ungviðið, auka áhuga þeirra á að stunda íþróttir sem aftur eykur lífsgæði ungmennanna og lýðheilsu. Á laugardaginn fáum við tækifæri til að nýta þann dýrmæta rétt sem kosningarétturinn er. Þegar við kjósum forseta lýðveldisins erum við líka að kjósa verndara Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ) og Ungmennafélags Íslands (UMFÍ) en ÍSÍ og UMFÍ mynda íþróttahreyfingu landsins. Þar sem skipulagt íþróttastarf er svo afskaplega mikilvægt fyrir ungmennin okkar og okkur öll skiptir máli að forseti Íslands, verndari ÍSÍ og UMFÍ, sé einstaklingur sem hlúir að og sýnir íþróttahreyfingunni alla þá athygli og stuðning sem hún á skilið. Það hefur Guðni Th. Jóhannesson svo sannarlega gert síðustu fjögur ár og í raun alla tíð. Hann mætir á íþróttaviðburði hjá börnum sem og fullorðnum, afreksmönnum sem áhugamönnum. Hann hefur verið boðinn og búinn að styðja við íþróttastarf á allan þann hátt sem forseti getur. Vegna þessa og reyndar vegna margra annarra kosta Guðna Th. mun ég kjósa hann næstkomandi Laugardag og hvet aðra til að gera slíkt hið sama. Dr. Hafrún Kristjánsdóttir
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun