Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, staðfestir að karlalið Breiðabliks í fótbolta þurfi ekki að fara í sóttkví. Það hafi komið í ljós eftir smitrakningu.
Til að það sé á hreinu: Karlalið Breiðabliks í meistaraflokki þarf ekki að vera í sótttkví. þetta var niðurstaðan eftir smitrakningu.
— Víðir Reynisson (@VidirReynisson) June 26, 2020
Í gær greindist leikmaður kvennaliðs Breiðabliks með smit og hefur næstu tveimur leikjum þeirra verið frestað þar sem allt liðið fer í sóttkví. Það gildir ekki um karlaliðið.