Faraldurinn „alvarlegt vandamál“ í Bandaríkjunum Sylvía Hall skrifar 26. júní 2020 23:11 Anthony Fauci hefur leitt smitvarnateymi Hvíta hússins. Vísir/Getty Anthony Fauci, helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjanna, var ómyrkur í máli á blaðamannafundi Hvíta hússins í dag. Hann segir ljóst að kórónuveirufaraldurinn sé alvarlegt vandamál í Bandaríkjunum og allir þurfi að leggjast á eitt til þess að komast í gegnum hann. Um tvær og hálf milljón kórónuveirusýkingar hafa verið staðfestar í Bandaríkjunum og tæplega 125 þúsund hafa látist og hefur landið farið einna verst út úr faraldrinum á heimsvísu. Fjörutíu þúsund greindust með veiruna á fimmtudag og er það mesti fjöldi á einum degi frá því að faraldurinn hófst. Sérfræðingar telja fjölda smitaðra geta verið enn hærri og gera þeir jafnvel ráð fyrir því að um 20 milljónir hafi nú þegar smitast. Það er tífalt hærri tala en fjöldi staðfestra smita. Aðgerðastjórn Hvíta hússins hvatti ungt fólk til þess að fara í sýnatöku þrátt fyrir að vera einkennalaus. Fjölgun smita sé verulegt áhyggjuefni og það þurfi allir að leggja sitt af mörkum til þess að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu. Þá er vonast til að frekari sýnatökur geti gripið tilfellin fyrr, en talið er að tilslakanir í sumum ríkjum hafi leitt til þess að smit fór að dreifast frekar í samfélaginu. Fólk er því hvatt til þess að gæta að einstaklingsbundnum smitvörnum og var fólk beðið um að líta á það sem samfélagslega ábyrgð sína. Í Texas, Flórída og Arizona hefur áætlunum um tilslakanir á samkomubönnum verið slegið á frest vegna þess hversu mörg tilfelli hafa greinst undanfarna daga og hversu margir hafa þurft að leggjast inn á sjúkrahús. Háskólinn í Washington áætlar að 180 þúsund verði látnir vegna kórónuveirunnar í Bandaríkjunum í október, en sú tala gæti farið niður í 146 þúsund ef fólk notar andlitsgrímur. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ólíklegt að Bandaríkin teljist til öruggra landa Ólíklegt er að Bandaríkjamenn fái að koma til Íslands þegar ytri landamæri Schengen verða opnuð um mánaðarmótin að sögn dómsmálaráðherra. Sóttvarnarlæknir telur áhyggjuefni að hleypa bandarískum ferðamönnum til landsins. 24. júní 2020 19:05 Ekki spenntur fyrir komu Bandaríkjamanna Ekki liggur fyrir hvernig opnun ytri landamæra Schengen-svæðisins verður háttað en þó er stefnt að sameiginlegri framkvæmd ríkjanna í þeim efnum. 24. júní 2020 15:57 Segir umfangsmikla skimun láta Bandaríkin líta illa út Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur verið harðlega gagnrýndur um helgina eftir að hann sagðist hafa beðið embættismenn um að hægja á skimun fyrir Covid-19. 22. júní 2020 08:44 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Búast við hamförum vegna Melissu Erlent Allur floti Vegagerðar úti að ryðja snjó Veður Fleiri fréttir Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Sjá meira
Anthony Fauci, helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjanna, var ómyrkur í máli á blaðamannafundi Hvíta hússins í dag. Hann segir ljóst að kórónuveirufaraldurinn sé alvarlegt vandamál í Bandaríkjunum og allir þurfi að leggjast á eitt til þess að komast í gegnum hann. Um tvær og hálf milljón kórónuveirusýkingar hafa verið staðfestar í Bandaríkjunum og tæplega 125 þúsund hafa látist og hefur landið farið einna verst út úr faraldrinum á heimsvísu. Fjörutíu þúsund greindust með veiruna á fimmtudag og er það mesti fjöldi á einum degi frá því að faraldurinn hófst. Sérfræðingar telja fjölda smitaðra geta verið enn hærri og gera þeir jafnvel ráð fyrir því að um 20 milljónir hafi nú þegar smitast. Það er tífalt hærri tala en fjöldi staðfestra smita. Aðgerðastjórn Hvíta hússins hvatti ungt fólk til þess að fara í sýnatöku þrátt fyrir að vera einkennalaus. Fjölgun smita sé verulegt áhyggjuefni og það þurfi allir að leggja sitt af mörkum til þess að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu. Þá er vonast til að frekari sýnatökur geti gripið tilfellin fyrr, en talið er að tilslakanir í sumum ríkjum hafi leitt til þess að smit fór að dreifast frekar í samfélaginu. Fólk er því hvatt til þess að gæta að einstaklingsbundnum smitvörnum og var fólk beðið um að líta á það sem samfélagslega ábyrgð sína. Í Texas, Flórída og Arizona hefur áætlunum um tilslakanir á samkomubönnum verið slegið á frest vegna þess hversu mörg tilfelli hafa greinst undanfarna daga og hversu margir hafa þurft að leggjast inn á sjúkrahús. Háskólinn í Washington áætlar að 180 þúsund verði látnir vegna kórónuveirunnar í Bandaríkjunum í október, en sú tala gæti farið niður í 146 þúsund ef fólk notar andlitsgrímur.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ólíklegt að Bandaríkin teljist til öruggra landa Ólíklegt er að Bandaríkjamenn fái að koma til Íslands þegar ytri landamæri Schengen verða opnuð um mánaðarmótin að sögn dómsmálaráðherra. Sóttvarnarlæknir telur áhyggjuefni að hleypa bandarískum ferðamönnum til landsins. 24. júní 2020 19:05 Ekki spenntur fyrir komu Bandaríkjamanna Ekki liggur fyrir hvernig opnun ytri landamæra Schengen-svæðisins verður háttað en þó er stefnt að sameiginlegri framkvæmd ríkjanna í þeim efnum. 24. júní 2020 15:57 Segir umfangsmikla skimun láta Bandaríkin líta illa út Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur verið harðlega gagnrýndur um helgina eftir að hann sagðist hafa beðið embættismenn um að hægja á skimun fyrir Covid-19. 22. júní 2020 08:44 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Búast við hamförum vegna Melissu Erlent Allur floti Vegagerðar úti að ryðja snjó Veður Fleiri fréttir Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Sjá meira
Ólíklegt að Bandaríkin teljist til öruggra landa Ólíklegt er að Bandaríkjamenn fái að koma til Íslands þegar ytri landamæri Schengen verða opnuð um mánaðarmótin að sögn dómsmálaráðherra. Sóttvarnarlæknir telur áhyggjuefni að hleypa bandarískum ferðamönnum til landsins. 24. júní 2020 19:05
Ekki spenntur fyrir komu Bandaríkjamanna Ekki liggur fyrir hvernig opnun ytri landamæra Schengen-svæðisins verður háttað en þó er stefnt að sameiginlegri framkvæmd ríkjanna í þeim efnum. 24. júní 2020 15:57
Segir umfangsmikla skimun láta Bandaríkin líta illa út Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur verið harðlega gagnrýndur um helgina eftir að hann sagðist hafa beðið embættismenn um að hægja á skimun fyrir Covid-19. 22. júní 2020 08:44