Innlent

Fjögur ný smit greindust síðasta sólar­hringinn

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Tveir greindust við landamæraskimun síðasta sólarhringinn.
Tveir greindust við landamæraskimun síðasta sólarhringinn. Vísir/Egill

Fjórir greindust með kórónuveiruna síðasta sólarhringinn, tveir við landamæraskimun og tveir á veirufræðideild Landspítalans samkvæmt nýjustu tölum á Covid.is. Tveir greindust með veiruna sólarhringinn þar áður. Fjórir þeirra sem greinst hafa á landamærunum eru smitandi en fimmtán eru það ekki, þ.e. með gömul smit en mælast enn með mótefni gegn veirunni. Einn bíður eftir niðurstöðum.

Virk smit á landinu eru ellefu og fjölgaði þeim um tvö milli daga. Þannig virðast tveir hafa náð bata milli daga. Þá voru 1022 sýni tekin við landamæraskimun síðasta sólarhringinn, fjórtán hjá Íslenskri erfðagreiningu og 237 hjá veirufræðideild Landspítala.

379 eru nú í sóttkví og fjölgaði þeim um 199 milli daga. Staðfest smit frá upphafi faraldurs eru orðin 1836. 1814 hafa náð bata. Alls hafa tuttugu og sex greinst með veiruna frá því að skimanir hófust við landamærin 15. júní.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×