Anna Rakel Pétursdóttir hóf leik á varamannabekk Uppsala þegar liðið fékk Djurgarden í heimsókn í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag en um var að ræða fyrstu umferð deildarinnar.
Tilde Lindwall kom Djurgarden yfir snemma leiks en Sara Olai jafnaði metin fyrir Uppsala á 25.mínútu. Portia Boakye sá til þess að Djurgarden færi með 1-2 forystu í leikhlé.
Staðan var enn 1-2 þegar Önnu Rakel var skipt inná á 68.mínútu og hjálpaði liði sínu að snúa leiknum sér í hag því Maria Korhonen jafnaði metin á 81.mínútu og Beata Olsson tryggði Uppsala svo sigur með marki á lokamínútu venjulegs leiktíma. 3-2 lokatölur eftir dramatískar lokamínútur.
Guðrún Arnardóttir var ekki í leikmannahópi Djurgarden í dag.