Fótbolti

Sjáðu dramatíkina er Börsungar urðu af mikil­vægum stigum og mörkin úr sigri Leeds

Anton Ingi Leifsson skrifar
Messi svekktur.
Messi svekktur. vísir/getty

Barcelona varð af afar mikilvægum stigum í toppbaráttunni á Spáni er liðið gerði 2-2 jafntefli við Celta Vigo í dag. Real Madrid getur því náð tveggja stiga forskoti með sigri gegn Espanyol annað kvöld.

Luis Suarez gerði tvö mörk fyrir Barcelona en Fedor Smolov jafnaði í fyrri hálfleik og það var svo fyrrum Liverpool-maðurinn sem tryggði Celta stig með jöfnunarmarki þremur mínútum fyrir leikslok.

Klippa: Barcelona tapaði stigum í toppbaráttunni í spænsku úrvalsdeildinni

Á Englandi, í ensku B-deildinni, er Leeds komið í ansi góð mál. Þeir unnu 3-0 sigur á Fulham í dag en Leeds er þar af leiðandi með átta stiga forskot á Brentford í 3. sætinu.

Efstu tvö liðin fara beint upp í ensku úrvalsdeildina en liðin í 3. til 6. sæti fara íumspil. Sjö umferðir eru eftir af ensku B-deildinni.

Klippa: Leeds heldur topp sætinu í Ensku 1.deildinni í knattspyrnu eftir sigur í dag



Fleiri fréttir

Sjá meira


×