Fótbolti

Ísak átti sjö lykil­sendingar og tæp­lega 93% sendinga hans voru heppnaðar

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ísak Bergmann byrjar frábærlega í sænsku úrvalsdeildinni.
Ísak Bergmann byrjar frábærlega í sænsku úrvalsdeildinni. mynd/norrköping ifk twitter

Ísak Bergmann Jóhannesson byrjaði sinn fyrsta leik fyrir IFK Norrköping í sænsku úrvalsdeildinni í dag og hann byrjar heldur betur af krafti.

Ísak Bergmann lagði upp tvö af fjórum mörkum Norrköping í 4-2 sigri á Östersunds en hann er einungis sautján ára gamall. Faðir hans er Jóhannes Karl Guðjónsson, fyrrum atvinnu- og landsliðsmaður og núverandi þjálfari ÍA.

Þegar rýnt er enn frekar ofan í frammistöðu Ísaks kemur fram að hann átti skínandi leik og það voru ekki bara þessar tvær stoðsendingar frá honum.

Hann gaf sjö lykilsendingar í leiknum sem sköpuðu færi og heppnað sendingarhlutfall hans var næstum því 93% prósent, eða 92,6%.

Frábær byrjun Ísaks og verður gaman aað sjá hvort að hann verði ekki aftur í byrjunarliði Norrköping á heimavelli gegn Elfsborg á miðvikudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×