Jóhannes Karl ítrekað skotið á leikstíl KR undanfarin tvö ár Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. júní 2020 11:48 Jóhannesi Karli finnst ekki mikið til leikstíls KR koma. vísir/bára Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, var ekki sáttur eftir tap sinna manna fyrir Íslandsmeisturum KR, 1-2, á Akranesi í gær. Hann var óánægður með dómgæsluna og sagði að öll vafaatriði hefðu fallið með KR-ingum. Jóhannes Karl skaut einnig á leikstíl KR í viðtali við Vísi og sagði að ÍA hefði verið betra fótboltaliðið í leiknum í gær. Þeir héldu sama leikplani allan leikinn og dældu boltanum hátt og langt á bakverðina hjá okkur. Við leystum það að stóru leyti. Þeir ýttu Pálma [Rafni Pálmasyni] mjög framarlega og vilja bara vera í svoleiðis fótbolta; að vinna seinni boltann og fá horn- og aukaspyrnur. Þeir gerðu það virkilega vel en mér fannst við spila miklu betri fótbolta. Klippa: Viðtal við Jóhannes Karl Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Jóhannes Karl baunar á KR-inga og leikstíl þeirra undanfarin tvö ár, eða eftir að Skagamenn komust aftur upp í Pepsi Max-deildina. Þess má geta að bróðir Jóhannesar Karls, Bjarni, er aðstoðarþjálfari KR. Voru hræddir við okkur Skagamenn fóru mikinn á undirbúningstímabilinu í fyrra og komust m.a. í úrslit Lengjubikarsins. Þar töpuðu þeir fyrir KR-ingum, 2-1. Eftir leikinn gagnrýndi Jóhannes Karl leikstíl KR í samtali við Vísi. „KR skoraði úr þessu eina færi sem þeir fengu í seinni hálfleik. Við fórum inn í hálfleik með jafna stöðu og í fyrri hálfleik var jafnræði með liðunum. KR kom bara til að dæla löngum boltum fram. Við hljótum að vera að gera eitthvað rétt fyrst KR reyndi ekki einu sinni að spila fótbolta, sérstaklega í fyrri hálfleik,“ sagði Jóhannes Karl og hélt áfram: Þeir spörkuðu boltanum nánast beint úr öftustu línu og fram; reyndu að negla honum upp í hornin. Þeir voru hræddir við okkur og við ætlum að taka það með okkur út úr þessum leik. Við gáfum boltann frá okkur á fáránlegum stað þegar þeir skoruðu annað markið sitt. Eftir það reyndi KR ekki að skora. Við erum nýliðar í þessari deild og við ætlum að taka sjálfstraust með okkur úr þessum leik. Ef KR eru hræddir við okkur sýnir það að við erum að gera eitthvað rétt. Reynið að spila fótbolta Eftir leik KR og ÍA í Frostaskjólinu 1. september í fyrra skaut Jóhannes Karl einnig á KR-inga og leikstíl þeirra. KR vann 2-0 sigur og fór langt með að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn. Eftir markið reyna þeir ekki að spila fótbolta og ég er pínu svekktur yfir því hvernig KR kom inn í seinni hálfleikinn. Verðandi Íslandsmeistarar, reynið að spila smá fótbolta fyrir fólkið ykkar í seinni hálfleik og mér fannst það vera skrýtið þar sem KR er með fullt af frábærum fótboltamönnum. Dómari leiksins í Vesturbænum í fyrra fékk einnig að heyra það. Umræddur dómari var Einar Ingi Jóhannsson, sá sami og dæmdi leik ÍA og KR á Akranesi í gær. „Það var engin launing að við ætluðum að vera ansi þéttir til baka í fyrri hálfleiknum og mér fannst það heppnast vel því KR-ingarnir spörkuðu boltanum út af ansi oft þó þeir væru í fínni stöðu. Það sem skilur að eftir fyrri hálfleik er hvað dómarinn var flautuglaður og mér fannst hann ekki höndla þetta nægilega vel,“ sagði Jóhannes Karl við Vísi eftir leikinn í fyrra. Einar Ingi Jóhannsson dæmdi leik ÍA og KR í gær.vísir/daníel Honum fannst Einar Ingi draga taum KR-inga í leiknum í fyrra, líkt og í leiknum í gær. „Hann gaf KR-ingum aukaspyrnur á það sem mér fannst vera alvöru tæklingar sem eiga að eiga sér stað í fótboltaleikjum en dómarinn flautaði á allt fyrir KR-ingana í fyrri hálfleiknum. Það er það sem skilur að og svo undir lok leiks erum við að reyna jafna og Kiddi [Kristinn Jónsson] skorar undramark, vel gert hjá honum reyndar,“ sagði Jóhannes Karl. „Ég veit ekki hvort dómarinn hafi aldrei horft á KR-ÍA hérna áður en ég skyldi ekki línuna sem hann var að leggja með aukaspyrnunum sem hann gaf KR-ingum í fyrri hálfleik. Þeir hentu sér niður á hættulegum stöðum og fengu aukaspyrnur sem mér fannst alltof soft.“ Stóðu bara á teignum Óskar Örn, fyrirliði KR, svaraði Jóhannesi Karli fullum hálsi eftir leikinn á Meistaravöllum í fyrra. „Í fyrri hálfleik þá komu þeir ekki yfir miðju. Það er erfitt að skora á móti ellefu mönnum, sem æfa alla vikuna, og standa svo bara á teignum,“ sagði Óskar Örn. Rúnar svarar ekki Þjálfari KR, Rúnar Kristinsson, hefur hins vegar látið vera að svara Jóhannesi Karli. Aðspurður um ummæli hans um dómgæsluna í leiknum í gær sagði hann: „Ég hef heyrt það áður. Ég hef ekkert út á það að setja. Það eru hans orð. Dómararnir leystu þennan leik mjög vel og dæmdu hann mjög vel. Ég held að það hafi hallað á hvorugt liðið þannig að ég var bara sáttur.“ KR fékk mjög ódýra vítaspyrnu í leiknum í gær sem ekki nýttist. Skot Pálma Rafns Pálmasonar fór framhjá. Í uppbótartíma vildu Skagamenn svo fá vítaspyrnu en þess í stað var dæmd rangstaða á leikmann liðsins. Jóhannesi Karli fannst KR einnig fá ódýra vítaspyrnu í leik liðanna á Akranesi í fyrra. KR-ingar unnu þá 1-3 sigur. „Mér fannst þetta bara vera dýfa. Dómarinn gerði ekki vel í því atviki þó svo hann dæmdi leikinn heilt yfir vel. Þetta var aldrei víti og það var erfitt fyrir okkur að kyngja því og fá svo annað markið í andlitið stuttu síðar,“ sagði Jóhannes Karl eftir umræddan leik 15. júní í fyrra. Seinni leikur KR og ÍA í Pepsi Max-deildinni á þessu tímabili á að fara fram sunnudaginn 23. ágúst. Athyglisvert verður að sjá hvað Jóhannes Karl hefur að segja eftir þann leik. Pepsi Max-deild karla ÍA KR Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍA - KR 1-2 | Meistararnir komu til baka á Akranesi Kristján Flóki Finnbogason tryggði KR sigur á ÍA, 1-2, á Akranesi í 3. umferð Pepsi Max-deildar karla í kvöld. 28. júní 2020 22:30 Jóhannes Karl: Oft á tíðum fannst mér vera einbeittur vilji að dæma KR í hag Þjálfari ÍA sagði að öll vafaatriði í leiknum gegn KR í kvöld hefðu fallið með Íslandsmeisturunum. 28. júní 2020 23:08 Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Sjá meira
Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, var ekki sáttur eftir tap sinna manna fyrir Íslandsmeisturum KR, 1-2, á Akranesi í gær. Hann var óánægður með dómgæsluna og sagði að öll vafaatriði hefðu fallið með KR-ingum. Jóhannes Karl skaut einnig á leikstíl KR í viðtali við Vísi og sagði að ÍA hefði verið betra fótboltaliðið í leiknum í gær. Þeir héldu sama leikplani allan leikinn og dældu boltanum hátt og langt á bakverðina hjá okkur. Við leystum það að stóru leyti. Þeir ýttu Pálma [Rafni Pálmasyni] mjög framarlega og vilja bara vera í svoleiðis fótbolta; að vinna seinni boltann og fá horn- og aukaspyrnur. Þeir gerðu það virkilega vel en mér fannst við spila miklu betri fótbolta. Klippa: Viðtal við Jóhannes Karl Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Jóhannes Karl baunar á KR-inga og leikstíl þeirra undanfarin tvö ár, eða eftir að Skagamenn komust aftur upp í Pepsi Max-deildina. Þess má geta að bróðir Jóhannesar Karls, Bjarni, er aðstoðarþjálfari KR. Voru hræddir við okkur Skagamenn fóru mikinn á undirbúningstímabilinu í fyrra og komust m.a. í úrslit Lengjubikarsins. Þar töpuðu þeir fyrir KR-ingum, 2-1. Eftir leikinn gagnrýndi Jóhannes Karl leikstíl KR í samtali við Vísi. „KR skoraði úr þessu eina færi sem þeir fengu í seinni hálfleik. Við fórum inn í hálfleik með jafna stöðu og í fyrri hálfleik var jafnræði með liðunum. KR kom bara til að dæla löngum boltum fram. Við hljótum að vera að gera eitthvað rétt fyrst KR reyndi ekki einu sinni að spila fótbolta, sérstaklega í fyrri hálfleik,“ sagði Jóhannes Karl og hélt áfram: Þeir spörkuðu boltanum nánast beint úr öftustu línu og fram; reyndu að negla honum upp í hornin. Þeir voru hræddir við okkur og við ætlum að taka það með okkur út úr þessum leik. Við gáfum boltann frá okkur á fáránlegum stað þegar þeir skoruðu annað markið sitt. Eftir það reyndi KR ekki að skora. Við erum nýliðar í þessari deild og við ætlum að taka sjálfstraust með okkur úr þessum leik. Ef KR eru hræddir við okkur sýnir það að við erum að gera eitthvað rétt. Reynið að spila fótbolta Eftir leik KR og ÍA í Frostaskjólinu 1. september í fyrra skaut Jóhannes Karl einnig á KR-inga og leikstíl þeirra. KR vann 2-0 sigur og fór langt með að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn. Eftir markið reyna þeir ekki að spila fótbolta og ég er pínu svekktur yfir því hvernig KR kom inn í seinni hálfleikinn. Verðandi Íslandsmeistarar, reynið að spila smá fótbolta fyrir fólkið ykkar í seinni hálfleik og mér fannst það vera skrýtið þar sem KR er með fullt af frábærum fótboltamönnum. Dómari leiksins í Vesturbænum í fyrra fékk einnig að heyra það. Umræddur dómari var Einar Ingi Jóhannsson, sá sami og dæmdi leik ÍA og KR á Akranesi í gær. „Það var engin launing að við ætluðum að vera ansi þéttir til baka í fyrri hálfleiknum og mér fannst það heppnast vel því KR-ingarnir spörkuðu boltanum út af ansi oft þó þeir væru í fínni stöðu. Það sem skilur að eftir fyrri hálfleik er hvað dómarinn var flautuglaður og mér fannst hann ekki höndla þetta nægilega vel,“ sagði Jóhannes Karl við Vísi eftir leikinn í fyrra. Einar Ingi Jóhannsson dæmdi leik ÍA og KR í gær.vísir/daníel Honum fannst Einar Ingi draga taum KR-inga í leiknum í fyrra, líkt og í leiknum í gær. „Hann gaf KR-ingum aukaspyrnur á það sem mér fannst vera alvöru tæklingar sem eiga að eiga sér stað í fótboltaleikjum en dómarinn flautaði á allt fyrir KR-ingana í fyrri hálfleiknum. Það er það sem skilur að og svo undir lok leiks erum við að reyna jafna og Kiddi [Kristinn Jónsson] skorar undramark, vel gert hjá honum reyndar,“ sagði Jóhannes Karl. „Ég veit ekki hvort dómarinn hafi aldrei horft á KR-ÍA hérna áður en ég skyldi ekki línuna sem hann var að leggja með aukaspyrnunum sem hann gaf KR-ingum í fyrri hálfleik. Þeir hentu sér niður á hættulegum stöðum og fengu aukaspyrnur sem mér fannst alltof soft.“ Stóðu bara á teignum Óskar Örn, fyrirliði KR, svaraði Jóhannesi Karli fullum hálsi eftir leikinn á Meistaravöllum í fyrra. „Í fyrri hálfleik þá komu þeir ekki yfir miðju. Það er erfitt að skora á móti ellefu mönnum, sem æfa alla vikuna, og standa svo bara á teignum,“ sagði Óskar Örn. Rúnar svarar ekki Þjálfari KR, Rúnar Kristinsson, hefur hins vegar látið vera að svara Jóhannesi Karli. Aðspurður um ummæli hans um dómgæsluna í leiknum í gær sagði hann: „Ég hef heyrt það áður. Ég hef ekkert út á það að setja. Það eru hans orð. Dómararnir leystu þennan leik mjög vel og dæmdu hann mjög vel. Ég held að það hafi hallað á hvorugt liðið þannig að ég var bara sáttur.“ KR fékk mjög ódýra vítaspyrnu í leiknum í gær sem ekki nýttist. Skot Pálma Rafns Pálmasonar fór framhjá. Í uppbótartíma vildu Skagamenn svo fá vítaspyrnu en þess í stað var dæmd rangstaða á leikmann liðsins. Jóhannesi Karli fannst KR einnig fá ódýra vítaspyrnu í leik liðanna á Akranesi í fyrra. KR-ingar unnu þá 1-3 sigur. „Mér fannst þetta bara vera dýfa. Dómarinn gerði ekki vel í því atviki þó svo hann dæmdi leikinn heilt yfir vel. Þetta var aldrei víti og það var erfitt fyrir okkur að kyngja því og fá svo annað markið í andlitið stuttu síðar,“ sagði Jóhannes Karl eftir umræddan leik 15. júní í fyrra. Seinni leikur KR og ÍA í Pepsi Max-deildinni á þessu tímabili á að fara fram sunnudaginn 23. ágúst. Athyglisvert verður að sjá hvað Jóhannes Karl hefur að segja eftir þann leik.
Pepsi Max-deild karla ÍA KR Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍA - KR 1-2 | Meistararnir komu til baka á Akranesi Kristján Flóki Finnbogason tryggði KR sigur á ÍA, 1-2, á Akranesi í 3. umferð Pepsi Max-deildar karla í kvöld. 28. júní 2020 22:30 Jóhannes Karl: Oft á tíðum fannst mér vera einbeittur vilji að dæma KR í hag Þjálfari ÍA sagði að öll vafaatriði í leiknum gegn KR í kvöld hefðu fallið með Íslandsmeisturunum. 28. júní 2020 23:08 Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍA - KR 1-2 | Meistararnir komu til baka á Akranesi Kristján Flóki Finnbogason tryggði KR sigur á ÍA, 1-2, á Akranesi í 3. umferð Pepsi Max-deildar karla í kvöld. 28. júní 2020 22:30
Jóhannes Karl: Oft á tíðum fannst mér vera einbeittur vilji að dæma KR í hag Þjálfari ÍA sagði að öll vafaatriði í leiknum gegn KR í kvöld hefðu fallið með Íslandsmeisturunum. 28. júní 2020 23:08
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti