Boðar hertar reglur um heimsóknir á öldrunarstofnanir eftir hópsýkingar Kjartan Kjartansson skrifar 29. júní 2020 10:17 Frá fundi neyðarstjórnar borginnar í morgun. Dagur B. Eggertsson/Reykjavíkurborg Neyðarstjórn velferðarsviðs Reykjavíkurborgar ætlar að fara yfir og herða reglur um heimsóknir á öldrunarstofnanir og mögulega fleiri aðgerðir til að vernda viðkvæma hópa í kjölfar hópsýkinga Covid-19 sem hafa komið upp á höfuðborgarsvæðinu. Borgarstjóri kallaði saman neyðarstjórn borgarinnar í dag eftir nokkurt hlé. Nokkur hundruð manns hafa þurft að fara í sóttkví eftir að nokkrir einstaklingar greindust smitaðir, þar á meðal leikmenn knattspyrnuliða á höfuðborgarsvæðinu, undanfarna daga. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, greindi frá því í Facebook-færslu í morgun að hann hefði kallað neyðarstjórn borgarinnar saman í morgun vegna hópsýkinganna. Það væri í samræmi við viðbragðsáætlanir borgarinnar. Sömuleiðis var neyðarstjórn velferðarsviðs kölluð saman í morgun. Aðgerðir á öldrunarstofnunum verða kynntar þegar þær liggja fyrir, að sögn borgarstjóra. Auk þess ætla borgaryfirvöld að miðla upplýsingum til starfsfólks og starfsstaða þar sem minnt er á almennar einstaklingsbundnar smitvarnir og aukin þrif í dag. Sérstakar leiðbeiningar og spurningarlistar hafa einnig verið útbúnir vegna starfsfólks sem kemur til vinnu eftir dvöl erlendis til að hægt sé að meta hvenær því sé óhætt að mæta aftur. „Til upprifjunar þá eru almannavarnir ekki lengur á neyðarstigi - en við erum á hættustigi. Þetta þýðir að Reykjavíkurborg og yfirstjórn borgarinnar heldur stöðugt vöku sinni yfir ástandinu og metur það á hverjum tíma og grípur til þeirra aðgerða í samráði við almannavarnir, sóttvarnarlækni og á vettvangi neyðarstjórnar borgarinnar,“ skrifar Dagur. Ég kallaði neyðarstjórn Reykjavíkurborgar saman í morgun - eftir nokkurt hlé - vegna þeirrar hópsýkingar Covid-19 á...Posted by Dagur B. Eggertsson on Monday, 29 June 2020 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Tengdar fréttir Smitrakningarteymið í sama gír og í upphafi faraldursins Ævar Pálmi Pálmason, yfirlögregluþjónn og yfirmaður smitrakningarteymis Almannavarna, segir að smitrakningarteymið hafi síðustu daga unnið hörðum höndum að smitrakningu eftir að kórónuveirusmit komu upp í leikmönnum efstu deilda karla og kvenna í knattspyrnu hér á landi. 28. júní 2020 21:53 Um þrjú hundruð manns í sóttkví vegna smitsins Um 300 manns eru nú í sóttkví eftir að að einn greindist smitaður af Kórónuveirunni í gær. Um er að ræða eitt stærsta smitrakningarmál sem rakningarteymi almannavarna hefur þurft að takast á við. Þegar hefur einn smitast innanlands. 26. júní 2020 16:24 Áætlað að yfir tvö hundruð þurfi að fara í sóttkví Unnið er að smitrakningu og er málið meðhöndlað sem hugsanleg hópsýking á höfuðborgarsvæðinu. 26. júní 2020 12:26 Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Sjá meira
Neyðarstjórn velferðarsviðs Reykjavíkurborgar ætlar að fara yfir og herða reglur um heimsóknir á öldrunarstofnanir og mögulega fleiri aðgerðir til að vernda viðkvæma hópa í kjölfar hópsýkinga Covid-19 sem hafa komið upp á höfuðborgarsvæðinu. Borgarstjóri kallaði saman neyðarstjórn borgarinnar í dag eftir nokkurt hlé. Nokkur hundruð manns hafa þurft að fara í sóttkví eftir að nokkrir einstaklingar greindust smitaðir, þar á meðal leikmenn knattspyrnuliða á höfuðborgarsvæðinu, undanfarna daga. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, greindi frá því í Facebook-færslu í morgun að hann hefði kallað neyðarstjórn borgarinnar saman í morgun vegna hópsýkinganna. Það væri í samræmi við viðbragðsáætlanir borgarinnar. Sömuleiðis var neyðarstjórn velferðarsviðs kölluð saman í morgun. Aðgerðir á öldrunarstofnunum verða kynntar þegar þær liggja fyrir, að sögn borgarstjóra. Auk þess ætla borgaryfirvöld að miðla upplýsingum til starfsfólks og starfsstaða þar sem minnt er á almennar einstaklingsbundnar smitvarnir og aukin þrif í dag. Sérstakar leiðbeiningar og spurningarlistar hafa einnig verið útbúnir vegna starfsfólks sem kemur til vinnu eftir dvöl erlendis til að hægt sé að meta hvenær því sé óhætt að mæta aftur. „Til upprifjunar þá eru almannavarnir ekki lengur á neyðarstigi - en við erum á hættustigi. Þetta þýðir að Reykjavíkurborg og yfirstjórn borgarinnar heldur stöðugt vöku sinni yfir ástandinu og metur það á hverjum tíma og grípur til þeirra aðgerða í samráði við almannavarnir, sóttvarnarlækni og á vettvangi neyðarstjórnar borgarinnar,“ skrifar Dagur. Ég kallaði neyðarstjórn Reykjavíkurborgar saman í morgun - eftir nokkurt hlé - vegna þeirrar hópsýkingar Covid-19 á...Posted by Dagur B. Eggertsson on Monday, 29 June 2020
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Tengdar fréttir Smitrakningarteymið í sama gír og í upphafi faraldursins Ævar Pálmi Pálmason, yfirlögregluþjónn og yfirmaður smitrakningarteymis Almannavarna, segir að smitrakningarteymið hafi síðustu daga unnið hörðum höndum að smitrakningu eftir að kórónuveirusmit komu upp í leikmönnum efstu deilda karla og kvenna í knattspyrnu hér á landi. 28. júní 2020 21:53 Um þrjú hundruð manns í sóttkví vegna smitsins Um 300 manns eru nú í sóttkví eftir að að einn greindist smitaður af Kórónuveirunni í gær. Um er að ræða eitt stærsta smitrakningarmál sem rakningarteymi almannavarna hefur þurft að takast á við. Þegar hefur einn smitast innanlands. 26. júní 2020 16:24 Áætlað að yfir tvö hundruð þurfi að fara í sóttkví Unnið er að smitrakningu og er málið meðhöndlað sem hugsanleg hópsýking á höfuðborgarsvæðinu. 26. júní 2020 12:26 Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Sjá meira
Smitrakningarteymið í sama gír og í upphafi faraldursins Ævar Pálmi Pálmason, yfirlögregluþjónn og yfirmaður smitrakningarteymis Almannavarna, segir að smitrakningarteymið hafi síðustu daga unnið hörðum höndum að smitrakningu eftir að kórónuveirusmit komu upp í leikmönnum efstu deilda karla og kvenna í knattspyrnu hér á landi. 28. júní 2020 21:53
Um þrjú hundruð manns í sóttkví vegna smitsins Um 300 manns eru nú í sóttkví eftir að að einn greindist smitaður af Kórónuveirunni í gær. Um er að ræða eitt stærsta smitrakningarmál sem rakningarteymi almannavarna hefur þurft að takast á við. Þegar hefur einn smitast innanlands. 26. júní 2020 16:24
Áætlað að yfir tvö hundruð þurfi að fara í sóttkví Unnið er að smitrakningu og er málið meðhöndlað sem hugsanleg hópsýking á höfuðborgarsvæðinu. 26. júní 2020 12:26