Þrjú hlutu dóm fyrir innflutning fíkniefna Andri Eysteinsson skrifar 29. júní 2020 21:58 Héraðsdómur Reykjaness Vísir/Vilhelm Þrjú voru í dag dæmd til fangelsisvistar fyrir innflutning og skipulagningu innflutnings á kannabis og kókaíni til landsins frá Alicante um miðjan mars 2018. Ákærðu, þáverandi par og kunningi mannsins voru handtekin við komuna til Keflavíkur. Mennirnir tveir voru báðir dæmdir í tíu mánaða fangelsi en konan var dæmd í fjögurra mánaða fangelsi sem fellur niður að liðnum þremur árum haldi hún skilorð. Dóminn má lesa í heild sinni hér. Konan var ákærð fyrir innflutning á 155,54 grömmum af kókaíni falin innvortis í fjórum pakkningum. Mennirnir tveir voru ákærðir fyrir innflutning og skipulagningu á samtals 318,47 grömmum af kókaíni og 4.859,96 af hassi ætluðu til sölu hér á landi. Mennirnir voru kærðir fyrir að hafa fengið konuna til að flytja inn efnin en annar þeirra flutti sjálfur inn 162,93 gr. af kókaíni innvortis. Hinn flutti á fimmta kíló af hassi falin í botni ferðatösku sinnar. Við skýrslutökur sagði parið að þau hefðu verið í fjárhagserfiðleikum og því fengið lánað fyrir flugfargjaldi frá þriðja aðila. Konan sagðist ekki hafa þorað að segja nei þegar hún var beðin um að flytja efnin til landsins, hún hafi einnig óttast kærasta sinn sem hafi nefbrotið hana nokkrum dögum fyrir ferðalagið. Maðurinn kvaðst ekki hafa vitað af hassinu sem var að finna í tösku sinni en vissi af kókaíninu. Hann viðurkenndi að hafa skallað konuna og séð blóðið streyma úr nefi hennar. Hann hafnaði því að hafa beðið konuna um að flytja fíkniefnin til landsins ásamt hinum manninum. Þriðji aðilinn viðurkenndi að hafa samþykkt að flytja fíkniefni til Íslands og fékk greiðslu fyrir verkefnið. Hann hafi þó ekki skipulagt innflutninginn. Hann sagði fíkniefnin þegar hafa verið í íbúð hins mannsins. Konan játaði brot sitt fyrir dómi en mennirnir viðurkenndu að hafa flutt efnin til landsins en neituðu að öðru leyti sök. Framburður ákærðu í málinu þótti ótrúverðugur og voru öll þrjú sakfelld. Fíkn Dómsmál Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira
Þrjú voru í dag dæmd til fangelsisvistar fyrir innflutning og skipulagningu innflutnings á kannabis og kókaíni til landsins frá Alicante um miðjan mars 2018. Ákærðu, þáverandi par og kunningi mannsins voru handtekin við komuna til Keflavíkur. Mennirnir tveir voru báðir dæmdir í tíu mánaða fangelsi en konan var dæmd í fjögurra mánaða fangelsi sem fellur niður að liðnum þremur árum haldi hún skilorð. Dóminn má lesa í heild sinni hér. Konan var ákærð fyrir innflutning á 155,54 grömmum af kókaíni falin innvortis í fjórum pakkningum. Mennirnir tveir voru ákærðir fyrir innflutning og skipulagningu á samtals 318,47 grömmum af kókaíni og 4.859,96 af hassi ætluðu til sölu hér á landi. Mennirnir voru kærðir fyrir að hafa fengið konuna til að flytja inn efnin en annar þeirra flutti sjálfur inn 162,93 gr. af kókaíni innvortis. Hinn flutti á fimmta kíló af hassi falin í botni ferðatösku sinnar. Við skýrslutökur sagði parið að þau hefðu verið í fjárhagserfiðleikum og því fengið lánað fyrir flugfargjaldi frá þriðja aðila. Konan sagðist ekki hafa þorað að segja nei þegar hún var beðin um að flytja efnin til landsins, hún hafi einnig óttast kærasta sinn sem hafi nefbrotið hana nokkrum dögum fyrir ferðalagið. Maðurinn kvaðst ekki hafa vitað af hassinu sem var að finna í tösku sinni en vissi af kókaíninu. Hann viðurkenndi að hafa skallað konuna og séð blóðið streyma úr nefi hennar. Hann hafnaði því að hafa beðið konuna um að flytja fíkniefnin til landsins ásamt hinum manninum. Þriðji aðilinn viðurkenndi að hafa samþykkt að flytja fíkniefni til Íslands og fékk greiðslu fyrir verkefnið. Hann hafi þó ekki skipulagt innflutninginn. Hann sagði fíkniefnin þegar hafa verið í íbúð hins mannsins. Konan játaði brot sitt fyrir dómi en mennirnir viðurkenndu að hafa flutt efnin til landsins en neituðu að öðru leyti sök. Framburður ákærðu í málinu þótti ótrúverðugur og voru öll þrjú sakfelld.
Fíkn Dómsmál Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira