Áfram refsað fyrir vörslu fíkniefna Stefán Ó. Jónsson skrifar 30. júní 2020 06:03 Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, var fyrsti flutningsmaður frumvarpsins. Vísir/Vilhelm Gunnarsson Frumvarp Pírata um afnám refsinga fyrir vörslu neysluskammta fíkniefna var fellt á síðasta þingfundi sumarsins, sem lauk á þriðja tímanum í nótt. Átján þingmenn í stjórnarandstöðu samþykktu frumvarpið en 28 þingmenn meirihlutans og Miðflokks voru því andsnúnir. Níu stjórnarþingmenn greiddu ekki atkvæði um málið í nótt þrátt fyrir að hafa verið viðstaddir atkvæðagreiðsluna. Þeirra á meðal voru forsætisráðherra, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og dómsmálaráðherra. Sú síðastnefnda sagðist þó í nótt vera efnislega sammála frumvarpinu og ætla að vinna í afglæpavæðingarátt í ráðuneyti sínu. Stjórnarþingmennirnir sem felldu frumvarpið töldu málefnið mikilvægt en frumvarp Pírata ófullnægjandi. Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokks, sagði með því að knýja fram atkvæðagreiðslu um „gallað“ frumvarp væri Pírötum meira umhugað um að vinna „áróðursstríðið“ um málið í „tveimur eða þremur fréttatímum heldur en að leiða málið farsællega til lykta í samræmi við eigin markmið.“ Kölluðu eftir stjórnarfrumvarpi Ummælin Páls vöktu litla hrifningu og mátti heyra þingmenn Pírata kalla „hvar er ykkar frumvarp?“ Ætla má að þeir hafi þar vísað til stjórnarsáttmála Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og Vinstri grænna þar sem segir að horfið skuli af braut „harðra refsinga fyrir neyslu fíkniefna en styrkja aðgerðir gegn fíkniefnasölum, innflutningi og framleiðslu fíkniefna.“ Ljóst er að frumvarp meirihlutans þess efnis mun ekki líta dagsins ljós á næstunni enda hefur þingi verið frestað. Næsti þingfundur verður 27. ágúst þegar rætt verður um efnahagsleg áhrif kórónuveirunnar, en setning næsta þings fer fram 1. október. Alþingi Fíkn Tengdar fréttir Allra augu á þingmönnum Sjálfstæðisflokks og VG Kosið verður um frumvarp laga um afglæpavæðingu á þinginu á eftir. 29. júní 2020 12:01 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Frumvarp Pírata um afnám refsinga fyrir vörslu neysluskammta fíkniefna var fellt á síðasta þingfundi sumarsins, sem lauk á þriðja tímanum í nótt. Átján þingmenn í stjórnarandstöðu samþykktu frumvarpið en 28 þingmenn meirihlutans og Miðflokks voru því andsnúnir. Níu stjórnarþingmenn greiddu ekki atkvæði um málið í nótt þrátt fyrir að hafa verið viðstaddir atkvæðagreiðsluna. Þeirra á meðal voru forsætisráðherra, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og dómsmálaráðherra. Sú síðastnefnda sagðist þó í nótt vera efnislega sammála frumvarpinu og ætla að vinna í afglæpavæðingarátt í ráðuneyti sínu. Stjórnarþingmennirnir sem felldu frumvarpið töldu málefnið mikilvægt en frumvarp Pírata ófullnægjandi. Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokks, sagði með því að knýja fram atkvæðagreiðslu um „gallað“ frumvarp væri Pírötum meira umhugað um að vinna „áróðursstríðið“ um málið í „tveimur eða þremur fréttatímum heldur en að leiða málið farsællega til lykta í samræmi við eigin markmið.“ Kölluðu eftir stjórnarfrumvarpi Ummælin Páls vöktu litla hrifningu og mátti heyra þingmenn Pírata kalla „hvar er ykkar frumvarp?“ Ætla má að þeir hafi þar vísað til stjórnarsáttmála Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og Vinstri grænna þar sem segir að horfið skuli af braut „harðra refsinga fyrir neyslu fíkniefna en styrkja aðgerðir gegn fíkniefnasölum, innflutningi og framleiðslu fíkniefna.“ Ljóst er að frumvarp meirihlutans þess efnis mun ekki líta dagsins ljós á næstunni enda hefur þingi verið frestað. Næsti þingfundur verður 27. ágúst þegar rætt verður um efnahagsleg áhrif kórónuveirunnar, en setning næsta þings fer fram 1. október.
Alþingi Fíkn Tengdar fréttir Allra augu á þingmönnum Sjálfstæðisflokks og VG Kosið verður um frumvarp laga um afglæpavæðingu á þinginu á eftir. 29. júní 2020 12:01 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Allra augu á þingmönnum Sjálfstæðisflokks og VG Kosið verður um frumvarp laga um afglæpavæðingu á þinginu á eftir. 29. júní 2020 12:01