Minnst tíu dagar taldir í að Sprengisandsleið verði fær Kristján Már Unnarsson skrifar 30. júní 2020 14:20 Frá Sprengisandsleið. Vísir/Vilhelm. „Miðað við lýsingar frá landvörðum og mönnum sem fóru yfir Sprengisand á fjórhjólum þá er enn töluverður snjór og miklar bleytur enn og töluðu þeir um allavega tíu daga. Þannig að það er nokkuð í að Sprengisandsleið opni,“ segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, spurður um stöðu helstu hálendisvega eftir veturinn. „Það er verið að laga veginn inn að Nýjadal að sunnan en hann skemmdist töluvert og eru verktakar að moka í skörðin inn að Versölum.“ Í fyrrasumar opnuðust hálendisvegirnir óvenju snemma. Þannig voru þeir allir orðnir færir um þetta leyti árs, eða í byrjun júlímánaðar. Þeir virðast hins vegar ætla að opnast í seinna lagi í ár. Þó opnuðust Kjalvegur og Kaldadalsvegur fyrir miðjan júnímánuð. G. Pétur vonast til að báðar Fjallabaksleiðir verði færar fyrir eða í kringum næstu helgi. „Það er búið að moka frá Eldgjá og að Landmannalaugum og er eftirlitsbíll frá okkur að skoða og meta hvenær við opnum, - vonandi fyrir helgi þar á milli. Snjóblásari er á Fjallabaki syðra í dag og vonast til að klára að moka á morgun svo það mun styttast í opnun þar - líklega um eða eftir helgi, við opnum eins fljótt og vegur og færð leyfa.“ Þá styttist í að leiðin að Lakagígum opnist. „Í dag eru veghefill og valtari á Lakavegi og reiknum við með að klára það verk á næstu tveimur dögum og að opnað verði í kjölfarið,“ segir upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar. Hér má sjá nýjasta hálendiskort Vegagerðarinnar, frá 26. júní: Samgöngur Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Umhverfismál Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Sjá meira
„Miðað við lýsingar frá landvörðum og mönnum sem fóru yfir Sprengisand á fjórhjólum þá er enn töluverður snjór og miklar bleytur enn og töluðu þeir um allavega tíu daga. Þannig að það er nokkuð í að Sprengisandsleið opni,“ segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, spurður um stöðu helstu hálendisvega eftir veturinn. „Það er verið að laga veginn inn að Nýjadal að sunnan en hann skemmdist töluvert og eru verktakar að moka í skörðin inn að Versölum.“ Í fyrrasumar opnuðust hálendisvegirnir óvenju snemma. Þannig voru þeir allir orðnir færir um þetta leyti árs, eða í byrjun júlímánaðar. Þeir virðast hins vegar ætla að opnast í seinna lagi í ár. Þó opnuðust Kjalvegur og Kaldadalsvegur fyrir miðjan júnímánuð. G. Pétur vonast til að báðar Fjallabaksleiðir verði færar fyrir eða í kringum næstu helgi. „Það er búið að moka frá Eldgjá og að Landmannalaugum og er eftirlitsbíll frá okkur að skoða og meta hvenær við opnum, - vonandi fyrir helgi þar á milli. Snjóblásari er á Fjallabaki syðra í dag og vonast til að klára að moka á morgun svo það mun styttast í opnun þar - líklega um eða eftir helgi, við opnum eins fljótt og vegur og færð leyfa.“ Þá styttist í að leiðin að Lakagígum opnist. „Í dag eru veghefill og valtari á Lakavegi og reiknum við með að klára það verk á næstu tveimur dögum og að opnað verði í kjölfarið,“ segir upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar. Hér má sjá nýjasta hálendiskort Vegagerðarinnar, frá 26. júní:
Samgöngur Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Umhverfismál Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Sjá meira