Bandaríkin tryggja sér stóran hluta framtíðarbirgða af Remdesivir Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. júní 2020 20:12 Remdesivir þykir gagnlegt í baráttunni gegn Covid-19. EPA/MOHAMED HOSSAM Bandarísk yfirvöld hafa keypt upp nær alla framleiðslu bandaríska lyfjaframleiðandans Gilead á lyfinu Remdesivir næstu þrjá mánuðina, einu af aðeins tveimur lyfjum sem sýnt hefur verið fram á að gagnist í baráttunni gegn Covid-19. Þetta kemur fram í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneyti Bandaríkjanna sem birt var í gær en Guardian fjallar um málið á vef fjölmiðilsins í kvöld. Í tilkynningu ráðuneytisins segir að yfirvöld í Bandaríkjunum hafi keypt 100 prósent af áætlaðri framleiðslu Gilead á Remdesivir í júlí og 90 prósent af áætlaðri framleiðslu í ágúst og september. Alls er um að ræða rétt yfir 500 þúsund meðferðarskammta. Í tilkynningunni segir að þar með sé sjúkrahúsum í Bandaríkjunum gert kleift að nálgast lyfið. Remdesivir er fyrsta lyfið sem hlaut meðmæli sérfræðinganefndar Lyfjastofnunar Evrópu til meðhöndlunar á Covid-19 og er það talið flýta bata þeirra sem þjást af Covid-19. Bandaríska lyfjafyrirtækið Gilead hefur þó náð samkomulagi við ýmis lyfjafyrirtæki um að þau megi framleiða lyfið til dreifingar í 127 ríkjum heimsins sem falli undir ákveðin tekjuviðmið eða aðgangur að heilbrigðisþjónustu er af skornum skammti. Í frétt Guardian er haft eftir Dr. Andrew Hill hjá Háskólanum í Liverpool að þar með sé nær ekkert eftir fyrir Evrópu en fyrstu 140 þúsund skammtarnir sem framleiddir voru voru sendir víðsvegar um heimin svo hægt væri að rannsaka virkni lyfsins, þeir skammtar eru nú uppurnir að því er fram kemur í frétt Guardian. Kórónuveirufaraldurinn hefur leikið Bandaríkin grátt en þar hafa um 2,5 milljón tilfelli verið staðfest og um 130 þúsund látist af völdum Covid-19. Bandaríkin Lyf Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tilraunalyf vekur vonir Tveir af hverjum þremur sem veikst hafa alvarlega af völdum COVID-19 sýna batamerki eftir að hafa hlotið meðferð með tilraunalyfinu Rendesivir sem framleitt er af bandaríska lyfjafyrirtækinu Gilead. 11. apríl 2020 10:26 Lyfjaeftirlit Bandaríkjanna gefur neyðarheimild til að nota Ebólalyf við Covid-19 Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna (FDA) hefur gefið neyðarheimild til að nota Ebólalyfið remdesivir sem meðferð við alvarlegum tilfellum af Covid-19. 2. maí 2020 08:02 Ebólulyf minnkaði líkur á andláti vegna Covid-19 Niðurstöður bráðabirgðarannsóknar sem birt var á vef New England Journal of Medicine sýna góð áhrif ebólulyfsins Remdesivirs á baráttu fólks við Covid-19 sýkinguna. 23. maí 2020 16:27 Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Fleiri fréttir Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Sjá meira
Bandarísk yfirvöld hafa keypt upp nær alla framleiðslu bandaríska lyfjaframleiðandans Gilead á lyfinu Remdesivir næstu þrjá mánuðina, einu af aðeins tveimur lyfjum sem sýnt hefur verið fram á að gagnist í baráttunni gegn Covid-19. Þetta kemur fram í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneyti Bandaríkjanna sem birt var í gær en Guardian fjallar um málið á vef fjölmiðilsins í kvöld. Í tilkynningu ráðuneytisins segir að yfirvöld í Bandaríkjunum hafi keypt 100 prósent af áætlaðri framleiðslu Gilead á Remdesivir í júlí og 90 prósent af áætlaðri framleiðslu í ágúst og september. Alls er um að ræða rétt yfir 500 þúsund meðferðarskammta. Í tilkynningunni segir að þar með sé sjúkrahúsum í Bandaríkjunum gert kleift að nálgast lyfið. Remdesivir er fyrsta lyfið sem hlaut meðmæli sérfræðinganefndar Lyfjastofnunar Evrópu til meðhöndlunar á Covid-19 og er það talið flýta bata þeirra sem þjást af Covid-19. Bandaríska lyfjafyrirtækið Gilead hefur þó náð samkomulagi við ýmis lyfjafyrirtæki um að þau megi framleiða lyfið til dreifingar í 127 ríkjum heimsins sem falli undir ákveðin tekjuviðmið eða aðgangur að heilbrigðisþjónustu er af skornum skammti. Í frétt Guardian er haft eftir Dr. Andrew Hill hjá Háskólanum í Liverpool að þar með sé nær ekkert eftir fyrir Evrópu en fyrstu 140 þúsund skammtarnir sem framleiddir voru voru sendir víðsvegar um heimin svo hægt væri að rannsaka virkni lyfsins, þeir skammtar eru nú uppurnir að því er fram kemur í frétt Guardian. Kórónuveirufaraldurinn hefur leikið Bandaríkin grátt en þar hafa um 2,5 milljón tilfelli verið staðfest og um 130 þúsund látist af völdum Covid-19.
Bandaríkin Lyf Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tilraunalyf vekur vonir Tveir af hverjum þremur sem veikst hafa alvarlega af völdum COVID-19 sýna batamerki eftir að hafa hlotið meðferð með tilraunalyfinu Rendesivir sem framleitt er af bandaríska lyfjafyrirtækinu Gilead. 11. apríl 2020 10:26 Lyfjaeftirlit Bandaríkjanna gefur neyðarheimild til að nota Ebólalyf við Covid-19 Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna (FDA) hefur gefið neyðarheimild til að nota Ebólalyfið remdesivir sem meðferð við alvarlegum tilfellum af Covid-19. 2. maí 2020 08:02 Ebólulyf minnkaði líkur á andláti vegna Covid-19 Niðurstöður bráðabirgðarannsóknar sem birt var á vef New England Journal of Medicine sýna góð áhrif ebólulyfsins Remdesivirs á baráttu fólks við Covid-19 sýkinguna. 23. maí 2020 16:27 Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Fleiri fréttir Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Sjá meira
Tilraunalyf vekur vonir Tveir af hverjum þremur sem veikst hafa alvarlega af völdum COVID-19 sýna batamerki eftir að hafa hlotið meðferð með tilraunalyfinu Rendesivir sem framleitt er af bandaríska lyfjafyrirtækinu Gilead. 11. apríl 2020 10:26
Lyfjaeftirlit Bandaríkjanna gefur neyðarheimild til að nota Ebólalyf við Covid-19 Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna (FDA) hefur gefið neyðarheimild til að nota Ebólalyfið remdesivir sem meðferð við alvarlegum tilfellum af Covid-19. 2. maí 2020 08:02
Ebólulyf minnkaði líkur á andláti vegna Covid-19 Niðurstöður bráðabirgðarannsóknar sem birt var á vef New England Journal of Medicine sýna góð áhrif ebólulyfsins Remdesivirs á baráttu fólks við Covid-19 sýkinguna. 23. maí 2020 16:27