Íslensk tónlist í væntanlegum Amazon Prime þáttum Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 1. júlí 2020 16:00 Stilla úr myndbandinu Dapply Skjáskot Sigurlaug Thorarensen, sem gengur undir tónlistarnafninu sillus, sendi í vikunni frá sér sitt fyrsta tónlistarmyndband. Sigurlaug ákvað að gera myndband við lagið dapply eftir að lagið var valið fyrir Amazon Prime þættina Hanna sem fara í sýningu á föstudag. Ugla Hauksdóttir leikstýrir nokkrum þáttum í seríunni og nýtti tækifærið til að koma íslenskri tónlist á framfæri. „Í tónlistarmyndbandinu við dapply er sillus einn í heiminum. Hún gengur um auðar göturnar en köll hennar skila engu nema bergmáli hennar eigin raddar. En þegar sillus byrjar að leika sér að dapurlega en þó stórbrotna umhverfi sínu virðist hún vinna bug á einmanaleikanum. Myndbandið er draumkennt, súrrealískt og kómískt í senn. Myndmálið er í afgerandi stíl og fagurfræðin höfð að leiðarljósi, en það var Markus Englmair kvikmyndagerðarmaður og tökumaður sem sá um tökur á myndbandinu,“ segir um myndbandið, sem sjá má í spilaranum hér fyrir neðan. sillus er tilraunakennt tónlistarverkefni Sigurlaugar. Fyrsta EP plata sillusar dapply kom út í desember 2018 á vegum Hermisphere. „Frá útgáfu hefur verkefnið að vísu legið í dálitlum dvala, en frá upphafi þessa tónlistarverkefnis hefur það notið mikillar forvitni innan indie senunnar hér á landi og meðal tónskálda hérlendis sem og erlendis. sillus hefur því til dæmis unnið í samstarfi með Örvari Smárasyni (múm), Kristínu Björk (Kira Kira), Einari Indra og Sveinbirni Thorarensen (Hermigervill). sillus er að vinna í því að koma næstu EP plötu sinni út á næstu misserum.“ sillus býr til forvitnilega blöndu af tilraunakenndum rafóhljóðum og næsta smáskífa verður einnig með létt nútímalegu R&B ívafi. „Í þessu verkefni sækir hún áhrif í DIY (gerum það sjálf) hugmyndafræðina með ófullkomnun að leiðarljósi. Hljóðheimurinn hennar er fullur af andstæðum og er haldið uppi með grípandi laglínum og töktum, óhljóðum og þungum bassa.“ sillusMynd/Berglind Erna Tryggvadottir Myndbandið gerði hún við titillag EP plötu hennar dapply. „Myndbandinu er leikstýrt af Uglu Hauksdóttur, en gerð þessa myndbands kom til vegna þess að lagið mun birtast í annarri þáttaseríu frá Amazon Prime sem ber heitið HANNA, en hún verður frumsýnd 3.júlí, og Ugla Hauksdóttir leikstýrði einmitt þremur þáttum af átta í seríunni. Ugla Hauksdóttir útskrifaðist sem leikstjóri og handritshöfundur úr Columbia University árið 2016 og hefur síðan þá starfað við sjónvarpsleikstjórn bæði á Íslandi og erlendis. Ugla hefur leikstýrt sjónvarpsseríunum HANNA, Ófærð og Snowfall, og mun hún á þessu ári leikstýra tveimur þáttum af Amazon seríunni The Power. dapply er fimmta tónlistarmyndbandið sem Ugla leikstýrir en áður hefur hún gert myndbönd fyrir hljómsveitirnar Bang Gang, East of My Youth og Cell7 feat. Beta.“ Þegar kom að tónlistarvali fyrir þættina sá Ugla tækfæri til að koma íslensku tónlistarfólki á framfæri. Hún valdi þrjú íslensk lög, Forever on Your Mind eftir Mammút, Waterfall eftir Vök, og dapply eftir sillus og spila öll lögin í þáttum Uglu. „Mér fannst einstaklega gaman að koma smá íslenskum blæ inn í þættina mína. Það er sérstakt að vera komin í þannig stöðu að hafa áhrif á hvaða tónlist er valin inn í svona stóra sjónvarpsseríu og ég notaði því auðvitað tækifærið til að beina sviðsljósinu að íslensku tónlistarfólki. Vonandi fæ ég fleiri svoleiðis tækifæri í framtíðinni,“ segir Ugla. Stiklu fyrir þættina HANNA má sjá hér fyrir neðan. Tónlist Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Selshamurinn valin í aðalkeppni Huesca kvikmyndahátíðarinnar Stuttmynd Uglu Hauksdóttur, Selshamurinn, hefur verið valin í aðalkeppni hinnar virtu alþjóðlegu kvikmyndahátíðar í Huesca á Spáni. 30. apríl 2020 12:00 Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Hélt að allir væru ættleiddir Lífið Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Fleiri fréttir Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Sjá meira
Sigurlaug Thorarensen, sem gengur undir tónlistarnafninu sillus, sendi í vikunni frá sér sitt fyrsta tónlistarmyndband. Sigurlaug ákvað að gera myndband við lagið dapply eftir að lagið var valið fyrir Amazon Prime þættina Hanna sem fara í sýningu á föstudag. Ugla Hauksdóttir leikstýrir nokkrum þáttum í seríunni og nýtti tækifærið til að koma íslenskri tónlist á framfæri. „Í tónlistarmyndbandinu við dapply er sillus einn í heiminum. Hún gengur um auðar göturnar en köll hennar skila engu nema bergmáli hennar eigin raddar. En þegar sillus byrjar að leika sér að dapurlega en þó stórbrotna umhverfi sínu virðist hún vinna bug á einmanaleikanum. Myndbandið er draumkennt, súrrealískt og kómískt í senn. Myndmálið er í afgerandi stíl og fagurfræðin höfð að leiðarljósi, en það var Markus Englmair kvikmyndagerðarmaður og tökumaður sem sá um tökur á myndbandinu,“ segir um myndbandið, sem sjá má í spilaranum hér fyrir neðan. sillus er tilraunakennt tónlistarverkefni Sigurlaugar. Fyrsta EP plata sillusar dapply kom út í desember 2018 á vegum Hermisphere. „Frá útgáfu hefur verkefnið að vísu legið í dálitlum dvala, en frá upphafi þessa tónlistarverkefnis hefur það notið mikillar forvitni innan indie senunnar hér á landi og meðal tónskálda hérlendis sem og erlendis. sillus hefur því til dæmis unnið í samstarfi með Örvari Smárasyni (múm), Kristínu Björk (Kira Kira), Einari Indra og Sveinbirni Thorarensen (Hermigervill). sillus er að vinna í því að koma næstu EP plötu sinni út á næstu misserum.“ sillus býr til forvitnilega blöndu af tilraunakenndum rafóhljóðum og næsta smáskífa verður einnig með létt nútímalegu R&B ívafi. „Í þessu verkefni sækir hún áhrif í DIY (gerum það sjálf) hugmyndafræðina með ófullkomnun að leiðarljósi. Hljóðheimurinn hennar er fullur af andstæðum og er haldið uppi með grípandi laglínum og töktum, óhljóðum og þungum bassa.“ sillusMynd/Berglind Erna Tryggvadottir Myndbandið gerði hún við titillag EP plötu hennar dapply. „Myndbandinu er leikstýrt af Uglu Hauksdóttur, en gerð þessa myndbands kom til vegna þess að lagið mun birtast í annarri þáttaseríu frá Amazon Prime sem ber heitið HANNA, en hún verður frumsýnd 3.júlí, og Ugla Hauksdóttir leikstýrði einmitt þremur þáttum af átta í seríunni. Ugla Hauksdóttir útskrifaðist sem leikstjóri og handritshöfundur úr Columbia University árið 2016 og hefur síðan þá starfað við sjónvarpsleikstjórn bæði á Íslandi og erlendis. Ugla hefur leikstýrt sjónvarpsseríunum HANNA, Ófærð og Snowfall, og mun hún á þessu ári leikstýra tveimur þáttum af Amazon seríunni The Power. dapply er fimmta tónlistarmyndbandið sem Ugla leikstýrir en áður hefur hún gert myndbönd fyrir hljómsveitirnar Bang Gang, East of My Youth og Cell7 feat. Beta.“ Þegar kom að tónlistarvali fyrir þættina sá Ugla tækfæri til að koma íslensku tónlistarfólki á framfæri. Hún valdi þrjú íslensk lög, Forever on Your Mind eftir Mammút, Waterfall eftir Vök, og dapply eftir sillus og spila öll lögin í þáttum Uglu. „Mér fannst einstaklega gaman að koma smá íslenskum blæ inn í þættina mína. Það er sérstakt að vera komin í þannig stöðu að hafa áhrif á hvaða tónlist er valin inn í svona stóra sjónvarpsseríu og ég notaði því auðvitað tækifærið til að beina sviðsljósinu að íslensku tónlistarfólki. Vonandi fæ ég fleiri svoleiðis tækifæri í framtíðinni,“ segir Ugla. Stiklu fyrir þættina HANNA má sjá hér fyrir neðan.
Tónlist Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Selshamurinn valin í aðalkeppni Huesca kvikmyndahátíðarinnar Stuttmynd Uglu Hauksdóttur, Selshamurinn, hefur verið valin í aðalkeppni hinnar virtu alþjóðlegu kvikmyndahátíðar í Huesca á Spáni. 30. apríl 2020 12:00 Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Hélt að allir væru ættleiddir Lífið Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Fleiri fréttir Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Sjá meira
Selshamurinn valin í aðalkeppni Huesca kvikmyndahátíðarinnar Stuttmynd Uglu Hauksdóttur, Selshamurinn, hefur verið valin í aðalkeppni hinnar virtu alþjóðlegu kvikmyndahátíðar í Huesca á Spáni. 30. apríl 2020 12:00