Sjáðu glæsimörkin þrjú sem Juventus skoraði gegn Genoa Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. júlí 2020 17:30 Paulo Dybala fagnar eftir að hafa komið Juventus í 0-1 gegn Genoa í gær. getty/Daniele Badolato Juventus vann 1-3 sigur á Genoa í ítölsku úrvalsdeildinni í gær. Paulo Dybala, Cristiano Ronaldo og Douglas Costa skoruðu mörkin sem voru öll í glæsilegri kantinum. Talsverð pressa var á Juventus fyrir leikinn í gær því fyrr um kvöldið minnkaði Lazio forskot liðsins á toppi deildarinnar niður í eitt stig með 1-2 sigri á Torino. Leikmönnum Juventus tókst ekki að koma boltanum framhjá Mattia Perin, markverði Genoa, í fyrri hálfleiknum í gær. En á 50. mínútu braut Dybala ísinn. Argentínumaðurinn dansaði þá framhjá varnarmönnum Genoa og skaut boltanum í fjærhornið. Perrin var með hönd á bolta en það dugði ekki til. Sex mínútum síðar kom Ronaldo Juventus tveimur mörkum yfir með frábæru skoti af löngu færi. Þetta var 24. mark Portúgalans í 25 leikjum í ítölsku úrvalsdeildinni á tímabilinu. Aðeins Ciro Immobile, framherji Lazio, hefur skorað fleiri mörk (29). Douglas Costa kom inn á sem varamaður í liði Juventus á 66. mínútu. Sjö mínútum síðar mundaði hann vinstri fótinn fyrir utan vítateig og sneri boltann upp í fjærhornið. Andrea Pinamonti minnkaði muninn í 1-3 á 76. mínútu en nær komst Genoa ekki. Liðið er í 17. sæti deildarinnar með 29 stig, einu stigi frá fallsæti. Juventus er með fjögurra stiga forskot á Lazio á toppnum. Bæði lið eiga níu leiki eftir. Þau mætast innbyrðis á Allianz vellinum í Tórínó 20. júlí. Mörkin úr leik Genoa og Juventus má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Sigurganga Juventus heldur áfram Ítalski boltinn Tengdar fréttir Toppliðin unnu bæði á Ítalíu Juventus vann leik sinn gegn Genoa og heldur því fjögurra stiga forystu sinni á toppi ítölsku úrvalsdeildarinnar. 30. júní 2020 21:50 Pirlo snýr aftur til Juventus Eftir að hafa verið fyrir utan fótboltann í tæp þrjú ár snýr Andrea Pirlo aftur. Þetta segir ítalski blaðamaðurinn Gianluca Di Marzio á heimasíðu sinni. 30. júní 2020 16:30 Buffon og Chiellini neita einfaldlega að hætta Svo virðist sem Gianluigi Buffon neiti að leggja hanskana á hilluna fyrr en hann vinnur Meistaradeild Evrópu. Sömu sögu er að segja af gamla brýninu Georgio Chiellini 29. júní 2020 20:00 Barcelona og Juventus að klára leikmannaskipti Brasilíski miðjumaðurinn Arthur gekkst undir læknisskoðun hjá ítalska meistaraliðinu Juventus í gær. Á sama tíma var Miralem Pjanic að gera nákvæmlega það sama í Barcelona. 29. júní 2020 07:00 Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Sjá meira
Juventus vann 1-3 sigur á Genoa í ítölsku úrvalsdeildinni í gær. Paulo Dybala, Cristiano Ronaldo og Douglas Costa skoruðu mörkin sem voru öll í glæsilegri kantinum. Talsverð pressa var á Juventus fyrir leikinn í gær því fyrr um kvöldið minnkaði Lazio forskot liðsins á toppi deildarinnar niður í eitt stig með 1-2 sigri á Torino. Leikmönnum Juventus tókst ekki að koma boltanum framhjá Mattia Perin, markverði Genoa, í fyrri hálfleiknum í gær. En á 50. mínútu braut Dybala ísinn. Argentínumaðurinn dansaði þá framhjá varnarmönnum Genoa og skaut boltanum í fjærhornið. Perrin var með hönd á bolta en það dugði ekki til. Sex mínútum síðar kom Ronaldo Juventus tveimur mörkum yfir með frábæru skoti af löngu færi. Þetta var 24. mark Portúgalans í 25 leikjum í ítölsku úrvalsdeildinni á tímabilinu. Aðeins Ciro Immobile, framherji Lazio, hefur skorað fleiri mörk (29). Douglas Costa kom inn á sem varamaður í liði Juventus á 66. mínútu. Sjö mínútum síðar mundaði hann vinstri fótinn fyrir utan vítateig og sneri boltann upp í fjærhornið. Andrea Pinamonti minnkaði muninn í 1-3 á 76. mínútu en nær komst Genoa ekki. Liðið er í 17. sæti deildarinnar með 29 stig, einu stigi frá fallsæti. Juventus er með fjögurra stiga forskot á Lazio á toppnum. Bæði lið eiga níu leiki eftir. Þau mætast innbyrðis á Allianz vellinum í Tórínó 20. júlí. Mörkin úr leik Genoa og Juventus má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Sigurganga Juventus heldur áfram
Ítalski boltinn Tengdar fréttir Toppliðin unnu bæði á Ítalíu Juventus vann leik sinn gegn Genoa og heldur því fjögurra stiga forystu sinni á toppi ítölsku úrvalsdeildarinnar. 30. júní 2020 21:50 Pirlo snýr aftur til Juventus Eftir að hafa verið fyrir utan fótboltann í tæp þrjú ár snýr Andrea Pirlo aftur. Þetta segir ítalski blaðamaðurinn Gianluca Di Marzio á heimasíðu sinni. 30. júní 2020 16:30 Buffon og Chiellini neita einfaldlega að hætta Svo virðist sem Gianluigi Buffon neiti að leggja hanskana á hilluna fyrr en hann vinnur Meistaradeild Evrópu. Sömu sögu er að segja af gamla brýninu Georgio Chiellini 29. júní 2020 20:00 Barcelona og Juventus að klára leikmannaskipti Brasilíski miðjumaðurinn Arthur gekkst undir læknisskoðun hjá ítalska meistaraliðinu Juventus í gær. Á sama tíma var Miralem Pjanic að gera nákvæmlega það sama í Barcelona. 29. júní 2020 07:00 Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Sjá meira
Toppliðin unnu bæði á Ítalíu Juventus vann leik sinn gegn Genoa og heldur því fjögurra stiga forystu sinni á toppi ítölsku úrvalsdeildarinnar. 30. júní 2020 21:50
Pirlo snýr aftur til Juventus Eftir að hafa verið fyrir utan fótboltann í tæp þrjú ár snýr Andrea Pirlo aftur. Þetta segir ítalski blaðamaðurinn Gianluca Di Marzio á heimasíðu sinni. 30. júní 2020 16:30
Buffon og Chiellini neita einfaldlega að hætta Svo virðist sem Gianluigi Buffon neiti að leggja hanskana á hilluna fyrr en hann vinnur Meistaradeild Evrópu. Sömu sögu er að segja af gamla brýninu Georgio Chiellini 29. júní 2020 20:00
Barcelona og Juventus að klára leikmannaskipti Brasilíski miðjumaðurinn Arthur gekkst undir læknisskoðun hjá ítalska meistaraliðinu Juventus í gær. Á sama tíma var Miralem Pjanic að gera nákvæmlega það sama í Barcelona. 29. júní 2020 07:00