Hin látnu í umferðarslysinu á Vesturlandsvegi síðastliðinn sunnudag voru sambýlisfólkið Finnur Einarsson, 54 ára gamall og Jóhanna Sigríður Sigurðardóttir sem var 53 ára gömul.
Finnur og Jóhanna voru sambýlisfólk, búsett í Garðabæ og láta þau eftir sig fjögur uppkomin börn.