Lækka verð á íbúðum um 700 þúsund krónur Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. júlí 2020 12:24 Tölvumynd af íbúðunum og hverfinu. MYND/YRKI ARKITEKTAR Vistfélagið Þorpið úthlutaði í dag fyrstu íbúðum sínum í Gufunesi. Verð íbúðanna lækkaði um 700 þúsund krónur að meðaltali, miðað við það sem áður var auglýst fyrir umsækjendum um íbúðirnar. Þrír umsækjendur voru um hverja íbúð. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Þorpinu vistfélagi. Þar segir að félagið hafi í dag úthlutað 43 íbúðum félagsins í Gufunesi til ungs fólks og fyrstu kaupenda. Alls hafi 132 einstaklingar sótt um íbúð í útdeilingunni, en 82 hafi náð greiðslumati til að kaupa. Þannig voru þrír umsækjendur um hverja íbúð, en tveir með gilt greiðslumat um hverja íbúð. Dregið var á milli umsækjenda með gilt greiðslumat í ráðhúsi Reykjavíkur af fulltrúa sýslumanns í dag. Vikufrestur til að staðfesta kaup „Umsækjendur fá póst í dag um niðurstöðu útdráttar, en einnig þau skilaboð að kaupverð íbúða þeirra hefði lækkað um 470 til 900 þúsund vegna aðgerða ríkisstjórnarinnar um endurgreiðslu á virðisaukaskatti sem hefur lækkað byggingarkostnað umtalsvert. Þorpið hefur ákveðið að láta kaupendur njóta þess og lækkað áður auglýst verð þrátt fyrir mikla eftirspurn. Meðaltalslækkun á kaupverði íbúða sem tilkynnt var kaupendum í dag eftir útdrátt, eru rúmar 700 þúsund frá því verði sem kynnt var umsækjendum fyrir útdrátt,“ segir í tilkynningunni. Þeir kaupendur sem dregnir voru út fá nú vikufrest til þess að staðfesta kaup sín. Í kjölfarið verða gerðir kaupsamningar og kaupendur greiða fimm prósent af kaupverði sem innborgun í íbúðirnar. Minnst ásókn í fjögurra herbergja íbúðir Þá segir í tilkynningunni að umframeftirspurn hafi verið eftir ölum íbúðargerðum. nema fjögurra herbergja íbúðum. Þar séu enn óseldar fimm af tólf íbúðum í fyrsta áfanga félagsins. Mest hafi ásóknin verið í tveggja herbergja íbúðir, en 25 manns sóttu um 10 slíkar íbúðir. Fjórtán manns sóttu síðan um fjórar stúdíóíbúðir. Hér að neðan má sjá verð íbúða Þorpsins, eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá félaginu: Stúdíóíbúðir eru á 19 milljónir króna, tveggja herbergja íbúðir á 27,1 mkr., þriggja herbergja íbúðir á 31,6 mkr og fjögurra herberga íbúðir á 36,5 mkr. Íbúðum fylgir mikil sameign s.s. sameiginlegt þvottahús, veislusalur/kaffihús og pósthús/búr. Einnig fylgja íbúðum grænmetisgarðar og deilibílar. Reykjavík Skipulag Húsnæðismál Mest lesið Slippurinn allur að sumri loknu Viðskipti innlent Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Sjá meira
Vistfélagið Þorpið úthlutaði í dag fyrstu íbúðum sínum í Gufunesi. Verð íbúðanna lækkaði um 700 þúsund krónur að meðaltali, miðað við það sem áður var auglýst fyrir umsækjendum um íbúðirnar. Þrír umsækjendur voru um hverja íbúð. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Þorpinu vistfélagi. Þar segir að félagið hafi í dag úthlutað 43 íbúðum félagsins í Gufunesi til ungs fólks og fyrstu kaupenda. Alls hafi 132 einstaklingar sótt um íbúð í útdeilingunni, en 82 hafi náð greiðslumati til að kaupa. Þannig voru þrír umsækjendur um hverja íbúð, en tveir með gilt greiðslumat um hverja íbúð. Dregið var á milli umsækjenda með gilt greiðslumat í ráðhúsi Reykjavíkur af fulltrúa sýslumanns í dag. Vikufrestur til að staðfesta kaup „Umsækjendur fá póst í dag um niðurstöðu útdráttar, en einnig þau skilaboð að kaupverð íbúða þeirra hefði lækkað um 470 til 900 þúsund vegna aðgerða ríkisstjórnarinnar um endurgreiðslu á virðisaukaskatti sem hefur lækkað byggingarkostnað umtalsvert. Þorpið hefur ákveðið að láta kaupendur njóta þess og lækkað áður auglýst verð þrátt fyrir mikla eftirspurn. Meðaltalslækkun á kaupverði íbúða sem tilkynnt var kaupendum í dag eftir útdrátt, eru rúmar 700 þúsund frá því verði sem kynnt var umsækjendum fyrir útdrátt,“ segir í tilkynningunni. Þeir kaupendur sem dregnir voru út fá nú vikufrest til þess að staðfesta kaup sín. Í kjölfarið verða gerðir kaupsamningar og kaupendur greiða fimm prósent af kaupverði sem innborgun í íbúðirnar. Minnst ásókn í fjögurra herbergja íbúðir Þá segir í tilkynningunni að umframeftirspurn hafi verið eftir ölum íbúðargerðum. nema fjögurra herbergja íbúðum. Þar séu enn óseldar fimm af tólf íbúðum í fyrsta áfanga félagsins. Mest hafi ásóknin verið í tveggja herbergja íbúðir, en 25 manns sóttu um 10 slíkar íbúðir. Fjórtán manns sóttu síðan um fjórar stúdíóíbúðir. Hér að neðan má sjá verð íbúða Þorpsins, eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá félaginu: Stúdíóíbúðir eru á 19 milljónir króna, tveggja herbergja íbúðir á 27,1 mkr., þriggja herbergja íbúðir á 31,6 mkr og fjögurra herberga íbúðir á 36,5 mkr. Íbúðum fylgir mikil sameign s.s. sameiginlegt þvottahús, veislusalur/kaffihús og pósthús/búr. Einnig fylgja íbúðum grænmetisgarðar og deilibílar.
Reykjavík Skipulag Húsnæðismál Mest lesið Slippurinn allur að sumri loknu Viðskipti innlent Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Sjá meira