Nátengd konunni sem kom frá Albaníu og voru þegar í sóttkví Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. júlí 2020 19:20 Rögnvaldur Ólafsson, starfandi deildarstjóri hjá almannavarnardeild ríkislögreglustjóra. Vísir/vilhelm Þrjú ný innanlandssmit kórónuveirunnar sem greindust eftir hádegi í dag má rekja til konu sem kom hingað til lands frá Albaníu í síðustu viku. Þau sem greindust í dag eru nátengd konunni og voru þegar í sóttkví. Þetta kom fram í máli Rögnvalds Ólafssonar, starfandi deildartjóra hjá almannavarnardeild ríkislögreglustjóra, í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innanlandssmit eru í heildina orðin ellefu frá því að slakað var á ferðatakmörkunum fyrir hálfum mánuði. 440 manns eru í sóttkví og fjölgar nokkuð á milli daga eftir því sem smitrakningu vindur fram. „Þessi smit sem komu upp í dag má rekja til tilfellis sem komu upp um daginn, konan sem kom frá Albaníu. Þetta er fólk sem er nátengt henni og var þegar í sóttkví sem var að bætast við núna,“ sagði Rögnvaldur í kvöldfréttum Stöðvar 2. Í kvöldfréttum í gær kom fram að smitrakning vegna konunnar væri ekki jafnflókin og sú sem ráðast þurfti í vegna annarrar konu sem kom hingað til lands frá Bandaríkjunum fyrr í mánuðinum. Rögnvaldur sagði að smitrakningu vegna fyrri konunnar væri nú lokið í bili. „Þetta eru á bilinu 20 til 30 manns sem hafa bæst við inn í sóttkví núna út af þessu.“ Þá sagði hann allt á góðu róli varðandi hina hópsýkinguna. Allir væru í sóttkví sem þurftu þess eftir smitrakningu og engin ný smit hefðu bæst við. Fjölmennir viðburðir eru á dagskrá víða um land yfir sumartímann. Þannig er til að mynda stórt knattspyrnumót barna haldið um helgina á Akureyri. Sóttvarnareglur kveða á um að grípa skuli til hólfaskiptingar á viðburðum sem þessum – en dugar það til? „Við höfum vissar áhyggjur af þessu,“ sagði Rögnvaldur. „Þessi hólfaleið var farin til að það væri hægt að halda þessar hátíðir og mót sem margir voru búnir að leggja upp með að hafa. En eins og þetta er búið að þróast þá þjónar þetta ekki tilgangi sínum. Það er eitt að vera með hólfaskiptingu og svo ekkert þar fyrir utan.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Þrjú innanlandssmit til viðbótar greindust eftir hádegi Fólkið hefur verið í samskiptum við smitaðan einstakling hér á landi á síðustu vikum og er því um að ræða þrjú innanlandssmit til viðbótar. 2. júlí 2020 17:31 Eins árs barn greindist með Covid-19 Eins árs gamalt barn greindist með Covid-19 hér á landi í gær. Barnið er einkennalaust eins og er. 2. júlí 2020 13:34 Tvö smit greindust á landamærunum og eitt innanlands Þrír greindust með kórónuveiruna síðasta sólarhringinn, tveir við landamæraskimun og einn hjá Íslenskri erfðagreiningu, samkvæmt nýjum tölum á Covid.is. 2. júlí 2020 11:13 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Sjá meira
Þrjú ný innanlandssmit kórónuveirunnar sem greindust eftir hádegi í dag má rekja til konu sem kom hingað til lands frá Albaníu í síðustu viku. Þau sem greindust í dag eru nátengd konunni og voru þegar í sóttkví. Þetta kom fram í máli Rögnvalds Ólafssonar, starfandi deildartjóra hjá almannavarnardeild ríkislögreglustjóra, í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innanlandssmit eru í heildina orðin ellefu frá því að slakað var á ferðatakmörkunum fyrir hálfum mánuði. 440 manns eru í sóttkví og fjölgar nokkuð á milli daga eftir því sem smitrakningu vindur fram. „Þessi smit sem komu upp í dag má rekja til tilfellis sem komu upp um daginn, konan sem kom frá Albaníu. Þetta er fólk sem er nátengt henni og var þegar í sóttkví sem var að bætast við núna,“ sagði Rögnvaldur í kvöldfréttum Stöðvar 2. Í kvöldfréttum í gær kom fram að smitrakning vegna konunnar væri ekki jafnflókin og sú sem ráðast þurfti í vegna annarrar konu sem kom hingað til lands frá Bandaríkjunum fyrr í mánuðinum. Rögnvaldur sagði að smitrakningu vegna fyrri konunnar væri nú lokið í bili. „Þetta eru á bilinu 20 til 30 manns sem hafa bæst við inn í sóttkví núna út af þessu.“ Þá sagði hann allt á góðu róli varðandi hina hópsýkinguna. Allir væru í sóttkví sem þurftu þess eftir smitrakningu og engin ný smit hefðu bæst við. Fjölmennir viðburðir eru á dagskrá víða um land yfir sumartímann. Þannig er til að mynda stórt knattspyrnumót barna haldið um helgina á Akureyri. Sóttvarnareglur kveða á um að grípa skuli til hólfaskiptingar á viðburðum sem þessum – en dugar það til? „Við höfum vissar áhyggjur af þessu,“ sagði Rögnvaldur. „Þessi hólfaleið var farin til að það væri hægt að halda þessar hátíðir og mót sem margir voru búnir að leggja upp með að hafa. En eins og þetta er búið að þróast þá þjónar þetta ekki tilgangi sínum. Það er eitt að vera með hólfaskiptingu og svo ekkert þar fyrir utan.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Þrjú innanlandssmit til viðbótar greindust eftir hádegi Fólkið hefur verið í samskiptum við smitaðan einstakling hér á landi á síðustu vikum og er því um að ræða þrjú innanlandssmit til viðbótar. 2. júlí 2020 17:31 Eins árs barn greindist með Covid-19 Eins árs gamalt barn greindist með Covid-19 hér á landi í gær. Barnið er einkennalaust eins og er. 2. júlí 2020 13:34 Tvö smit greindust á landamærunum og eitt innanlands Þrír greindust með kórónuveiruna síðasta sólarhringinn, tveir við landamæraskimun og einn hjá Íslenskri erfðagreiningu, samkvæmt nýjum tölum á Covid.is. 2. júlí 2020 11:13 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Sjá meira
Þrjú innanlandssmit til viðbótar greindust eftir hádegi Fólkið hefur verið í samskiptum við smitaðan einstakling hér á landi á síðustu vikum og er því um að ræða þrjú innanlandssmit til viðbótar. 2. júlí 2020 17:31
Eins árs barn greindist með Covid-19 Eins árs gamalt barn greindist með Covid-19 hér á landi í gær. Barnið er einkennalaust eins og er. 2. júlí 2020 13:34
Tvö smit greindust á landamærunum og eitt innanlands Þrír greindust með kórónuveiruna síðasta sólarhringinn, tveir við landamæraskimun og einn hjá Íslenskri erfðagreiningu, samkvæmt nýjum tölum á Covid.is. 2. júlí 2020 11:13