Dæmi um að smitað fólk fái símtöl og skilaboð þar sem það er skammað Vésteinn Örn Pétursson og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 3. júlí 2020 12:40 Rögnvaldur segir þau sem smitast hafa að undanförnu hafa farið eftir öllum reglum, og rúmlega það. Enginn fótur sé fyrir skömmum í garð fólks sem veikist. Vísir/Vilhelm Deildarstjóri hjá Almannavarnardeild ríkislögreglustjóra segir að fólk með Covid-19 hafi fengið skilaboð og hringingar þar sem það er sakað um að hafa ekki farið nógu varlega. Hann segir að þvert á móti hafi þeir sem hafa veikst undanfarið farið að öllum sóttvarnarreglum. Óeðlilegt sé að fylla veikt fólk af smitskömm sem enginn fótur sé fyrir. Tekin voru 1.778 sýni við landamæraskimun í gær og greindust tvö þeirra jákvæð og eru virk Covid-19 smit nú orðin 13. Í gær og fyrradag greindust 4 innanlandssmit sem rekja má til smitaðs einstaklings sem kom frá Albaníu frá fyrir tæpum tveimur vikum. Rögnvaldur Ólafsson, deildarstjóri hjá Almannavörnum, segir að fólkið hafi verið í sóttkví og ekkert bendi til hópsýkingar. Slíkt þurfi að koma í ljós. Hann segir þróunina síðustu vikur viðbúna. „Þetta er það sem var búist við að gæti gerst. Ef þetta heldur áfram í einhverjum veldisvexti þá þarf náttúrulega að grípa til einhverra ráðstafana. En allt sem við erum búin að sjá núna var viðbúið og er afgreitt í samræmi við það,“ segir Rögnvaldur. Engin sé alvarlega veikur en vel sé fylgst með fólkinu. Sóttvarnarlæknir sagði á miðvikudaginn að vinnulagi við landamæri yrði breytt eftir að smit greindist í einstaklingi sem hafði við komu frá Bandaríkjunum ekki greinst smituð. Nú verður tekið sýni við komuna til landsins, fólk sem býr hér verður sett í sóttkví og annað sýni tekið fjórum til fimm dögum síðar. Rögnvaldur segir því miður dæmi um að hringt sé í veika einstaklinga og þeir sakaðir um að fara ekki nógu varlega. Fólkið gerði ekkert rangt „Annað sem höfum verið að heyra og höfum meiri áhyggjur af er að það hefur borið á því að veikt fólk verður fyrir ónæði frá fólki úti í bæ sem hefur séð sig knúið til að senda fólki skilaboð eða hringt til að lýsa einhverjum skoðunum sem eiga ekki við. Saka fólk um að fara ekki varlega eða eitthvað svoleiðis. En ekkert svoleiðis á við og er ekki eðlileg hegðun gagnvart veiku fólki.“ Rögnvaldur segir að þau sem hafa veikst frá því landamærin voru opnuð hafi farið að öllum reglum. „Það fólk sem hefur verið að veikjast undanfarið hefur ekki gert neitt rangt. Það hefur verið að fylgja þeim reglum sem eru í gildi og meira segja umfram það. Flestir hafa verið að fara varlegar en leiðbeiningarnar, sem er reyndar búið að skerpa á síðan þá. Þannig að það er ekki hægt að vera að sakast við fólk. Það er engin sem leikur sér að því að verða veikur og nóg fyrir fólk að fást við það þó sé ekki líka verið að senda fólki skilaboð,“ segir Rögnvaldur, og bætir við að þetta hafi komið fyrir áður. Hann segir að þetta hafi áður komið fyrir. „Þetta er víða og það eru fleiri sem hafa lent í þessu. Það er verið að tala um þessa smitskömm sem fólk upplifir sem hefur veikst og veikt aðra. Fólki líður alveg nógu illa fyrir þó aðrir séu ekki líka að velta þeim upp úr þessu og saka þá um einhverja hluti sem ekki eiga við rök að styðjast.“ Hann segir afar mikilvægt að fólk fari varlega eins og á stöðum þar sem stór íþróttamót eiga sér stað. „Það er búið að skipuleggja þessi íþróttamót vel og hólfa niður en þau virka ekki nema fólk fari eftir þeim og það er aðal áskorunin að fólk fari eftir því skipulagi sem búið er að setja upp.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Deildarstjóri hjá Almannavarnardeild ríkislögreglustjóra segir að fólk með Covid-19 hafi fengið skilaboð og hringingar þar sem það er sakað um að hafa ekki farið nógu varlega. Hann segir að þvert á móti hafi þeir sem hafa veikst undanfarið farið að öllum sóttvarnarreglum. Óeðlilegt sé að fylla veikt fólk af smitskömm sem enginn fótur sé fyrir. Tekin voru 1.778 sýni við landamæraskimun í gær og greindust tvö þeirra jákvæð og eru virk Covid-19 smit nú orðin 13. Í gær og fyrradag greindust 4 innanlandssmit sem rekja má til smitaðs einstaklings sem kom frá Albaníu frá fyrir tæpum tveimur vikum. Rögnvaldur Ólafsson, deildarstjóri hjá Almannavörnum, segir að fólkið hafi verið í sóttkví og ekkert bendi til hópsýkingar. Slíkt þurfi að koma í ljós. Hann segir þróunina síðustu vikur viðbúna. „Þetta er það sem var búist við að gæti gerst. Ef þetta heldur áfram í einhverjum veldisvexti þá þarf náttúrulega að grípa til einhverra ráðstafana. En allt sem við erum búin að sjá núna var viðbúið og er afgreitt í samræmi við það,“ segir Rögnvaldur. Engin sé alvarlega veikur en vel sé fylgst með fólkinu. Sóttvarnarlæknir sagði á miðvikudaginn að vinnulagi við landamæri yrði breytt eftir að smit greindist í einstaklingi sem hafði við komu frá Bandaríkjunum ekki greinst smituð. Nú verður tekið sýni við komuna til landsins, fólk sem býr hér verður sett í sóttkví og annað sýni tekið fjórum til fimm dögum síðar. Rögnvaldur segir því miður dæmi um að hringt sé í veika einstaklinga og þeir sakaðir um að fara ekki nógu varlega. Fólkið gerði ekkert rangt „Annað sem höfum verið að heyra og höfum meiri áhyggjur af er að það hefur borið á því að veikt fólk verður fyrir ónæði frá fólki úti í bæ sem hefur séð sig knúið til að senda fólki skilaboð eða hringt til að lýsa einhverjum skoðunum sem eiga ekki við. Saka fólk um að fara ekki varlega eða eitthvað svoleiðis. En ekkert svoleiðis á við og er ekki eðlileg hegðun gagnvart veiku fólki.“ Rögnvaldur segir að þau sem hafa veikst frá því landamærin voru opnuð hafi farið að öllum reglum. „Það fólk sem hefur verið að veikjast undanfarið hefur ekki gert neitt rangt. Það hefur verið að fylgja þeim reglum sem eru í gildi og meira segja umfram það. Flestir hafa verið að fara varlegar en leiðbeiningarnar, sem er reyndar búið að skerpa á síðan þá. Þannig að það er ekki hægt að vera að sakast við fólk. Það er engin sem leikur sér að því að verða veikur og nóg fyrir fólk að fást við það þó sé ekki líka verið að senda fólki skilaboð,“ segir Rögnvaldur, og bætir við að þetta hafi komið fyrir áður. Hann segir að þetta hafi áður komið fyrir. „Þetta er víða og það eru fleiri sem hafa lent í þessu. Það er verið að tala um þessa smitskömm sem fólk upplifir sem hefur veikst og veikt aðra. Fólki líður alveg nógu illa fyrir þó aðrir séu ekki líka að velta þeim upp úr þessu og saka þá um einhverja hluti sem ekki eiga við rök að styðjast.“ Hann segir afar mikilvægt að fólk fari varlega eins og á stöðum þar sem stór íþróttamót eiga sér stað. „Það er búið að skipuleggja þessi íþróttamót vel og hólfa niður en þau virka ekki nema fólk fari eftir þeim og það er aðal áskorunin að fólk fari eftir því skipulagi sem búið er að setja upp.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira