Sæðistaka úr Ský alla daga þar sem dropinn kostar sitt Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 4. júlí 2020 20:00 Guðmundur Viðarsson í Skálakoti, ásamt nafna sínum og barnabarni, Guðmundi, sem fer oft á bak á Ský. Vísir/Magnús Hlynur Stóðhesturinn Skýr frá Skálakoti hefur meira en nóg að gera þessa dagana því það er verið að taka sæði úr honum til að fylja hryssur með um allt land. Dropinn úr Ský er ekki gefins því folatollurinn er 370.000 krónur. Skýr hlaut nýlega Sleipnisbikarinn, sem er æðsta viðurkenning íslenskrar hrossaræktar. Stóðhesturinn Skýr er þrettán vetra frá Skálakoti undir Eyjafjöllum. Hann er rauðblesóttur og einn allra vinsælasti stóðhestur landsins í dag. Skýr er mjög gæfur og rólegur hestur enda geta börn og fullorðnir riðið honum. Eigendur hans er Guðmundur Viðarsson í Skálakoti undir Eyjafjöllum og Jakob Svavar Sigurðsson tamningamaður sem hefur unnið til fjölda verðlauna á honum. Sæðistakan fer fram á bænum Hemlu í Vestur-Landeyjum í Rangárþingi eystra. Það er Guðríður Eva Þórarinsdóttir, dýralæknir á Flúðum, sem sér um sæðistökuna en tekið er úr honum á hverjum morgni og er hægt að skipta sæðinu í nokkra skammta. Stundum nást átta skammtar, sem þýðir tæplega þrjár milljónir króna í peningum fyrir eigendurna því hver folatollur er seldur á 370.000 krónur. Skýr að gera sig kláran til að þjóna hlutverki sínu, sem stóðhestur. Guðríður Eva, dýralæknir bíður eftir að geta tekið sæðið úr honum.Vísir/Magnús Hlynur „Það er mjög afstætt hvað er dýrt, þú getur haldið undir einhvern fola frítt og það er bara 25.000 króna sláturfolald. Síðan heldur þú undir Ský frá Skálakoti og þú átt kannski möguleika á því strax að eiga tveggja milljóna króna merfolald, þá er spurning hvað er dýrt,“ segir Guðmundur í Skálakoti og bætir við: „Hann fæddist fallegur og hefur verið að gefa falleg og góð afkvæmi frá því að við byrjuðum að æxla honum við merar.“ Skýr hefur tekið þrisvar sinnum þátt í meistaradeildinni og alltaf unnið fimmganginn þar sem Jakob Svavar Sigurðsson hefur riðið honum til sigurs. „Þetta er bara algjör snillingur og yfirburða hestur og búinn að vera í uppáhaldi hjá mér frá því að hann kom í tamningu þriggja vetra gamall. Skýr er gott dæmi um draumahest allra hestamanna því það getur hver sem er riðið þessum hesti hvort sem það væri byrjandi eða atvinnumaður, það er hægt að nota hann í hvaða verkefni sem er,“ segir Jakob Svavar. Landbúnaður Hestar Mest lesið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira
Stóðhesturinn Skýr frá Skálakoti hefur meira en nóg að gera þessa dagana því það er verið að taka sæði úr honum til að fylja hryssur með um allt land. Dropinn úr Ský er ekki gefins því folatollurinn er 370.000 krónur. Skýr hlaut nýlega Sleipnisbikarinn, sem er æðsta viðurkenning íslenskrar hrossaræktar. Stóðhesturinn Skýr er þrettán vetra frá Skálakoti undir Eyjafjöllum. Hann er rauðblesóttur og einn allra vinsælasti stóðhestur landsins í dag. Skýr er mjög gæfur og rólegur hestur enda geta börn og fullorðnir riðið honum. Eigendur hans er Guðmundur Viðarsson í Skálakoti undir Eyjafjöllum og Jakob Svavar Sigurðsson tamningamaður sem hefur unnið til fjölda verðlauna á honum. Sæðistakan fer fram á bænum Hemlu í Vestur-Landeyjum í Rangárþingi eystra. Það er Guðríður Eva Þórarinsdóttir, dýralæknir á Flúðum, sem sér um sæðistökuna en tekið er úr honum á hverjum morgni og er hægt að skipta sæðinu í nokkra skammta. Stundum nást átta skammtar, sem þýðir tæplega þrjár milljónir króna í peningum fyrir eigendurna því hver folatollur er seldur á 370.000 krónur. Skýr að gera sig kláran til að þjóna hlutverki sínu, sem stóðhestur. Guðríður Eva, dýralæknir bíður eftir að geta tekið sæðið úr honum.Vísir/Magnús Hlynur „Það er mjög afstætt hvað er dýrt, þú getur haldið undir einhvern fola frítt og það er bara 25.000 króna sláturfolald. Síðan heldur þú undir Ský frá Skálakoti og þú átt kannski möguleika á því strax að eiga tveggja milljóna króna merfolald, þá er spurning hvað er dýrt,“ segir Guðmundur í Skálakoti og bætir við: „Hann fæddist fallegur og hefur verið að gefa falleg og góð afkvæmi frá því að við byrjuðum að æxla honum við merar.“ Skýr hefur tekið þrisvar sinnum þátt í meistaradeildinni og alltaf unnið fimmganginn þar sem Jakob Svavar Sigurðsson hefur riðið honum til sigurs. „Þetta er bara algjör snillingur og yfirburða hestur og búinn að vera í uppáhaldi hjá mér frá því að hann kom í tamningu þriggja vetra gamall. Skýr er gott dæmi um draumahest allra hestamanna því það getur hver sem er riðið þessum hesti hvort sem það væri byrjandi eða atvinnumaður, það er hægt að nota hann í hvaða verkefni sem er,“ segir Jakob Svavar.
Landbúnaður Hestar Mest lesið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira