Innlent

Þrír reyndust smitaðir á landamærunum

Andri Eysteinsson skrifar
Kórónuveiran á bráðamótökunni í Fossvogi
Kórónuveiran á bráðamótökunni í Fossvogi

Skimun fyrir kórónuveirunni á landamærum Íslands í gær skilaði þeim niðurstöðum að þrír sem komu til landsins hafi verið smitaðir af veirunni. Mótefni hafa þegar mælst í sýnum eins þeirra smituðu en beðið er eftir niðurstöðum mótefnamælingar í hinum sýnunum tveimur.

Alls eru nú sextán með veirusmit og í einangrun og 274 eru í sóttkví. Alls hafa 1.863 smit greinst hér á landi frá 28. febrúar.

1.749 sýni voru tekin á landamærunum í gær og 151 á Sýkla- og veirufræðideild Landspítalans.

Enn er beðið eftir niðurstöðum mótefnamælingar í einu sýni sem tekið var fyrir tveimur dögum. Fimm greindust smitaðir af veirunni og hafa fjögur sýnanna reynst með mótefni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×