Upplýsa þarf innflytjendur um rétt þeirra á vinnumarkaði við komuna til landsins Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 5. júlí 2020 19:31 Algengustu brot sem erlent starfsfólk í ferðaþjónustu verður fyrir eru vegna vangreiddra launa og brot á reglum um hvíldartíma og frídaga. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Rannsóknarmiðstöðvar ferðamála um aðstæður erlends starfsfólks í ferðaþjónustu. Þar kemur jafnframt fram að fjöldi erlendra ríkisborgara sem vinnur í íslenskri ferðaþjónustu jókst um 435 prósent frá árunum 2008 til 2019. „Það er eins og engum hafi dottið í hug að þetta fólk þyrfti að búa einhvers staðar. Það á bara að moka hingað inn til landsins í tengslum við hagvöxtinn. Fyrst fyrir hrun og svo aftur í tengslum við gróskuna í ferðamannaiðnaðinum og fólkið á svo bara einhvern vegin að redda sér sem er mjög sérkennileg afstaða. Ég vil meina að yfirvöld beri þar mesta ábyrgð, bæði sveitarfélög, borgaryfirvöld og ríkið,“ sagði Hallfríður Þórarinsdóttir, doktor í mannfræði. Dæmi eru um að sjö manns hafi búið í tveggja svefnherbergja íbúð og að fólk hafi tjaldað í stofunni til að njóta friðhelgi einkalífs. Hallfríður benti á bágar húsnæðisaðstæður verkafólks í skýrslu fyrir fimm árum, og segir að lítið hafi breyst síðan þá. „Því miður er þetta alls ekki nýr vandi. Þetta hefur verið viðvarandi í mörg ár,“ sagði Hallfríður. Í skýrslunni segir að huga þurfi betur að upplýsingagjöf fyrir suma nýrri hópa starfsmanna. Hallfríður tekur undir þetta. „Okkur ber skylda til þess að upplýsa fólk sem er að koma til landsins. Sú upplýsingagjöf er brotakennd. Allur samanburður er svo afstæðuur. Ef ég er að koma frá Rúmeníu þar sem ég er hjúkrunarfræðingur með 60 þúsund krónur í laun á mánuði og kem svo til Íslands og fæ 280 þúsund útborgaðar í verkemannavinnu þá finnst mér þetta rosalega mikill peningar en ég er kannski ekki að fá þau laun sem ég á að fá. Það er kannski búið að svindla á mér hér og þar en ég tek ekki eftir því þar sem ég þekki ekki rétt minn,“ sagði Hallfríður. Félagsmál Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Innlent Fleiri fréttir Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Sjá meira
Algengustu brot sem erlent starfsfólk í ferðaþjónustu verður fyrir eru vegna vangreiddra launa og brot á reglum um hvíldartíma og frídaga. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Rannsóknarmiðstöðvar ferðamála um aðstæður erlends starfsfólks í ferðaþjónustu. Þar kemur jafnframt fram að fjöldi erlendra ríkisborgara sem vinnur í íslenskri ferðaþjónustu jókst um 435 prósent frá árunum 2008 til 2019. „Það er eins og engum hafi dottið í hug að þetta fólk þyrfti að búa einhvers staðar. Það á bara að moka hingað inn til landsins í tengslum við hagvöxtinn. Fyrst fyrir hrun og svo aftur í tengslum við gróskuna í ferðamannaiðnaðinum og fólkið á svo bara einhvern vegin að redda sér sem er mjög sérkennileg afstaða. Ég vil meina að yfirvöld beri þar mesta ábyrgð, bæði sveitarfélög, borgaryfirvöld og ríkið,“ sagði Hallfríður Þórarinsdóttir, doktor í mannfræði. Dæmi eru um að sjö manns hafi búið í tveggja svefnherbergja íbúð og að fólk hafi tjaldað í stofunni til að njóta friðhelgi einkalífs. Hallfríður benti á bágar húsnæðisaðstæður verkafólks í skýrslu fyrir fimm árum, og segir að lítið hafi breyst síðan þá. „Því miður er þetta alls ekki nýr vandi. Þetta hefur verið viðvarandi í mörg ár,“ sagði Hallfríður. Í skýrslunni segir að huga þurfi betur að upplýsingagjöf fyrir suma nýrri hópa starfsmanna. Hallfríður tekur undir þetta. „Okkur ber skylda til þess að upplýsa fólk sem er að koma til landsins. Sú upplýsingagjöf er brotakennd. Allur samanburður er svo afstæðuur. Ef ég er að koma frá Rúmeníu þar sem ég er hjúkrunarfræðingur með 60 þúsund krónur í laun á mánuði og kem svo til Íslands og fæ 280 þúsund útborgaðar í verkemannavinnu þá finnst mér þetta rosalega mikill peningar en ég er kannski ekki að fá þau laun sem ég á að fá. Það er kannski búið að svindla á mér hér og þar en ég tek ekki eftir því þar sem ég þekki ekki rétt minn,“ sagði Hallfríður.
Félagsmál Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Innlent Fleiri fréttir Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Sjá meira