Skírðu drenginn í höfuðið á þríeykinu Sylvía Hall skrifar 6. júlí 2020 16:15 Víðir Þór Almarsson virðist nokkuð sáttur með nafnið. Aðsend/Vilhelm Lítill drengur í Stykkishólmi fékk nafnið sitt um helgina. Það væri ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að drengurinn var skírður í höfðuð á þekktasta þríeyki landsins, þeim Ölmu Möller landlækni, Víði Reynissyni yfirlögregluþjóni og Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni. Drengurinn fékk nafnið Víðir Þór Almarsson og var skírður í gær. Hann kom í heiminn 21. maí og voru því síðustu vikur og mánuðir meðgöngunnar nokkuð litaðir af kórónuveirufaraldrinum og daglegum upplýsingafundum. Víðir, Þórólfur og Alma voru daglegir gestir á sjónvarpsskjám landsmanna síðustu vikurnar áður en Víðir Þór Almarsson kom í heiminn.Vísir/Vilhelm Almar Þór Jónsson, faðir drengsins, segir nafnið upprunalega hafa komið upp sem grín eftir að hann og móðir Víðis, Kristín Vigdís, eyddu síðustu vikum meðgöngunnar í sóttkví. „Ég sagði þetta í gríni við mömmu mína við kaffiborðið. Hún tók svo vel í þetta og svo fór okkur að lítast betur á þetta nafn þegar leið á. Það var svo erfitt að finna nafn og svo fannst okkur þetta bara fullkomið,“ segir Almar. Augljós líkindi eru með nafni Almars og Ölmu landlæknis og því var hægt að heiðra hvern einasta meðlim þríeykisins. „Ég heiti náttúrulega Almar þannig við gátum gert þetta. Þá er líka alltaf einhver saga á bak við nafnið. Þetta er líka fínt nafn – þetta er ekkert ónefni.“ Hann segir nafnið fara Víði Þór vel og tóku ættingjar og vinir vel í nafnið þó það hafi uppskorið einhvern hlátur, enda þríeykið landsþekkt. Víðis-nafnið fari honum sérstaklega vel að sögn Almars. „Hann er algjör Víðir. Traustvekjandi og flottur. Algjör sjarmör.“ Börn og uppeldi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tímamót Mannanöfn Tengdar fréttir Létu gesti í stafrænni nafnaveislu halda að drengurinn hefði fengið nafnið Þórólfur Víðir Hinir nýbökuðu foreldrar, Hildur María Haarde og Baldur Kári Eyjólfsson, ákváðu að fíflast aðeins í gestum stafrænnar nafnaveislu þriggja mánaða sonar síns fyrr í dag með því að fá þá til að halda að drengurinn hefði fengið nafnið Þórólfur Víðir. 21. mars 2020 22:00 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Sjá meira
Lítill drengur í Stykkishólmi fékk nafnið sitt um helgina. Það væri ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að drengurinn var skírður í höfðuð á þekktasta þríeyki landsins, þeim Ölmu Möller landlækni, Víði Reynissyni yfirlögregluþjóni og Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni. Drengurinn fékk nafnið Víðir Þór Almarsson og var skírður í gær. Hann kom í heiminn 21. maí og voru því síðustu vikur og mánuðir meðgöngunnar nokkuð litaðir af kórónuveirufaraldrinum og daglegum upplýsingafundum. Víðir, Þórólfur og Alma voru daglegir gestir á sjónvarpsskjám landsmanna síðustu vikurnar áður en Víðir Þór Almarsson kom í heiminn.Vísir/Vilhelm Almar Þór Jónsson, faðir drengsins, segir nafnið upprunalega hafa komið upp sem grín eftir að hann og móðir Víðis, Kristín Vigdís, eyddu síðustu vikum meðgöngunnar í sóttkví. „Ég sagði þetta í gríni við mömmu mína við kaffiborðið. Hún tók svo vel í þetta og svo fór okkur að lítast betur á þetta nafn þegar leið á. Það var svo erfitt að finna nafn og svo fannst okkur þetta bara fullkomið,“ segir Almar. Augljós líkindi eru með nafni Almars og Ölmu landlæknis og því var hægt að heiðra hvern einasta meðlim þríeykisins. „Ég heiti náttúrulega Almar þannig við gátum gert þetta. Þá er líka alltaf einhver saga á bak við nafnið. Þetta er líka fínt nafn – þetta er ekkert ónefni.“ Hann segir nafnið fara Víði Þór vel og tóku ættingjar og vinir vel í nafnið þó það hafi uppskorið einhvern hlátur, enda þríeykið landsþekkt. Víðis-nafnið fari honum sérstaklega vel að sögn Almars. „Hann er algjör Víðir. Traustvekjandi og flottur. Algjör sjarmör.“
Börn og uppeldi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tímamót Mannanöfn Tengdar fréttir Létu gesti í stafrænni nafnaveislu halda að drengurinn hefði fengið nafnið Þórólfur Víðir Hinir nýbökuðu foreldrar, Hildur María Haarde og Baldur Kári Eyjólfsson, ákváðu að fíflast aðeins í gestum stafrænnar nafnaveislu þriggja mánaða sonar síns fyrr í dag með því að fá þá til að halda að drengurinn hefði fengið nafnið Þórólfur Víðir. 21. mars 2020 22:00 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Sjá meira
Létu gesti í stafrænni nafnaveislu halda að drengurinn hefði fengið nafnið Þórólfur Víðir Hinir nýbökuðu foreldrar, Hildur María Haarde og Baldur Kári Eyjólfsson, ákváðu að fíflast aðeins í gestum stafrænnar nafnaveislu þriggja mánaða sonar síns fyrr í dag með því að fá þá til að halda að drengurinn hefði fengið nafnið Þórólfur Víðir. 21. mars 2020 22:00