Logi harmar lokun fangelsis á Akureyri Jakob Bjarnar skrifar 6. júlí 2020 20:19 Logi, sem er einmitt frá Akureyri, segir að sér skiljist að fangelsið fyrir norðan sé til fyrirmyndar og starfsfólk hafi á sér sérstaklega gott orð. visir/vilhelm „Þetta eru hörmuleg tíðindi og ákvörðunin verður vonandi endurskoðuð,“ segir Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar á Facebooksíðu sinni nú rétt í þessu. En eins og Vísir greindi frá verður fangelsinu á Akureyri verður lokað. Hugmyndin er sú að með lokun fangelsisins verður hægt að nýta betur þá fjármuni sem renna til fangelsismála. Um átta til tíu fangar eru vistaðir að jafnaði í fangelsinu á Akureyri, sem er í sama húsnæði og embætti lögreglunnar á Norðurlandi eystra. Kostnaður við hvert fangapláss á Litla-Hrauni og Hólmsheiði sé mun lægri en á Akureyri vegna samlegðaráhrifa við önnur fangelsi. Logi, sem er einmitt frá Akureyri, segir að sér skiljist að fangelsið fyrir norðan sé til fyrirmyndar og starfsfólk hafi á sér sérstaklega gott orð. „Það verður varla auðveldara fyrir það að flytjast suður með fjölskyldur sínar, þó það sé í boði, en starfsmenn þaðan að flytjast á starfstöðvar út á land. En það hefur iðulega verið gagnrýnt harðlega þegar slíkar hugmyndir skjóta upp kollinum.“ Logi segir að svo virðist sem ákvörðunin sé fyrst og rekstrarlegs eðlis en ekki fagleg. „Ef peningaleg sjónarmið fá ævinlega að ráða er sjálfsagt hægt að reikna út að hagkvæmt sé að skella í lás víða um land og reka eina stóra sjoppu á suðvestur horninu. Það sparar eflaust ýmsan aurinn en landið okkar verður þeim mun fátæklegra,“ segir formaður Samfylkingarinnar sem vill fara í þveröfuga átt og taka ákvörðun um markvissa uppbyggingu á Akureyri. Til að fjölga íbúum á norðausturhorninu til mótvægis, til dæmis að fyrirmynd Norðmanna. Fangelsismál Akureyri Byggðamál Reykjavík Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Sjá meira
„Þetta eru hörmuleg tíðindi og ákvörðunin verður vonandi endurskoðuð,“ segir Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar á Facebooksíðu sinni nú rétt í þessu. En eins og Vísir greindi frá verður fangelsinu á Akureyri verður lokað. Hugmyndin er sú að með lokun fangelsisins verður hægt að nýta betur þá fjármuni sem renna til fangelsismála. Um átta til tíu fangar eru vistaðir að jafnaði í fangelsinu á Akureyri, sem er í sama húsnæði og embætti lögreglunnar á Norðurlandi eystra. Kostnaður við hvert fangapláss á Litla-Hrauni og Hólmsheiði sé mun lægri en á Akureyri vegna samlegðaráhrifa við önnur fangelsi. Logi, sem er einmitt frá Akureyri, segir að sér skiljist að fangelsið fyrir norðan sé til fyrirmyndar og starfsfólk hafi á sér sérstaklega gott orð. „Það verður varla auðveldara fyrir það að flytjast suður með fjölskyldur sínar, þó það sé í boði, en starfsmenn þaðan að flytjast á starfstöðvar út á land. En það hefur iðulega verið gagnrýnt harðlega þegar slíkar hugmyndir skjóta upp kollinum.“ Logi segir að svo virðist sem ákvörðunin sé fyrst og rekstrarlegs eðlis en ekki fagleg. „Ef peningaleg sjónarmið fá ævinlega að ráða er sjálfsagt hægt að reikna út að hagkvæmt sé að skella í lás víða um land og reka eina stóra sjoppu á suðvestur horninu. Það sparar eflaust ýmsan aurinn en landið okkar verður þeim mun fátæklegra,“ segir formaður Samfylkingarinnar sem vill fara í þveröfuga átt og taka ákvörðun um markvissa uppbyggingu á Akureyri. Til að fjölga íbúum á norðausturhorninu til mótvægis, til dæmis að fyrirmynd Norðmanna.
Fangelsismál Akureyri Byggðamál Reykjavík Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Sjá meira